Pétur sat á bekk nokkrum í útjarðri kirkjugarðs. Háu trén vernduðu hann frá dagsbirtunni og veittu honum stundarinnar frið frá amstri dagsins, skröltandi hljóðum þúsunda bíla og suði mannfólksins sem virtist ekki hætta þrátt fyrir ítrekuð mótmæli. En í kirkjugarðinum var undarleg þögn, ró, en samt var garðurinn fullur af fólki. Fullur af fólki sem dreymdi langa drauma um lífið og tilveruna og mundi aldrei vakna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir ástvina.
Lífi hans var löngu lokið. En samt sló hjartað hans reglulega, stundum oftar en eðlilegt þótti. En hjartað hans sló og Pétur andaði eins og hver annar maður þótt að lífi hans var löngu lokið. Allar dyr sem áður höfðu verið opnaðar voru lokaðar og rammlæstar. Allir gluggar sem voru opnaðir til hálfs voru nú brotnir, særðir. En samt var það ekki hans eigið hjarta sem hafði orðið verst úti í hans eigin lífi. Pétur leit yfir kirkjugarðinn og hugsaði með sér hve fallegt allt þetta ómissandi fólk hafði verið sem hvíldi sig nú í kirkjugörðum heimsins. Hve margar minningar það hafði átt, hve marga ástvini fráfall þeirra hafði sært. Fráfall hans mundi ekki særa neinn. Hans yrði ekki minnst með hvítum blómum, fallegum og hlýjum orðum eða hvítri kistu. Presturinn mundi ekki fara með fallega ræðu um hve yndislegur maður hann hafði verið og hve mörg góðverk hann hafði gert í gegnum ævina og fara með gullkorn um hann úr brennsku. Sennilega mundi enginn mæta í hans eigin jarðaför, nema kannski grafarinn eins og hjá Mozart.
Pétur rifjaði upp þá tíma sem hann skorti einskis. Hann hafð verið eins og kóngur í ríki sínu, skipað fyrir, fengið hitt og þetta, átt konu, bíl, hund og garð með jarðaberjum. Hann hafði meira að segja fengið smá ást. En svikull hugur hans særði ástina. Hann mundi eftir hverju andartaki sem hann hafði eytt með ástinni sinni en á einhvern hátt eyðilagði hann það. Þessa litlu sönnu hamingju sem hún hafði gefið honum. Pétur iðraðist enn þess dags sem hann sveik hana. Hélt að hann væri yfir alla aðra hafinn, Guð almáttugur í ríki sínu og gæti tekið hvað sem er. Hann gat það. Hann gerði það. En hann gleymdi að gjörðir hans mundu brjóta hjarta, fallegt hjarta, gott hjarta. Hann olli sjálfum sér hjartasárum en hann braut hjarta ástarinnar, konunnar sem hann hafði elskað. Með nokkrum svikulum gjörðum, með nokkrum svikulum andartökum hafði allt hans líf orðið að engu. Í einum vetfangi hafði tíminn sem hann skorti einskis liðið og nýr tími, nýtt andartak tekið við. Heimurinn varð svartu, ógnvekjandi og tárin virtust leka niður stræti eymdarborgarinnar. Ástin hans var farin, farin fyrir fullt og allt og ekkert gæti fengið hana aftur.
Pétur sat á brúnum bekknum og rifjaði upp gamla tíma, bæði góða og slæma. Hann sá eftir öllu saman, saknaði og var reiður út í sjálfan sig, reiður út í þá heimsku sem hann hafði búið yfir þegar hann hafði verið ungur og myndarlegur með fallegt bros og vatnsgeritt hár. Hann saknaði hvernig það var að vera kunningi allra, hverinig það var að geta haldið stór matarboð og gefið dýrar gjafir og hvernig allir vildu vera vinir hans. Hann hafði átt hundrað vini en enginn hafði látið sjá sig þegar konungsdæmi hans hrundi eins og spilaborg. En hann saknaði ástarinnar mest. Hann saknaði öryggisins sem fylgdi því að vita að þegar hann kæmi heim væri einhver sem elskaði hann af öllu sínu hjarta. Tár rann niður rosknu kinnina og smeygði sér á milli hrukknanna. Biturðin sem fylgdi svikum hans áður fyrr var beitt og hann óskaði þess innilega að hún yrði hans bani. Augnlokin tóku að síga og það síðasta sem hann sá var leið ástarinnar, konunnar sem hafði veitt honum einu sönnu hamingjuna sem hann hafði fengið í gegnum öll þessi löngu ár sem höfðu verið treg til þess að líða. Hann saknaði hamingjunnar sem hann hafði verið of heimskur til þess að grípa þegar færi gafst.
Við fyrstu sýn virtist Pétur bara vera sofandi á bekknum en í raun og veru lagðist hann til svefn eilífðra drauma og ævintýra í sama kirkjugarði og ástin hans eina.