Hann sat á gólfinu og horfði á hana sofa. Hann fann þægileika tilfiningu fara um sig þegar að hann rétti hönd sýna framm og strauk kinnina á henni létt.
Hann var að vísu fullur en hann fann hvað honum þætti vænt um hana þegar að hann horfði á hana þarna.
Hún hafði náð í hann af bjórkvöldi hjá vinunum, hann hafði gleymt veskinu sínu og datt engin annar í hug til að hringja í heldur en hana.
Klukkan var að ganga 6 og sólin var komin upp.


Þó að þetta hefði bara verið þriðja skiptið sem þau hittust þá þekktust þau mjög vel og að hennar sögn var hann einn af fáum sem hún gat sagt allt.
Þau þekktust í gegnum netið. Þau gátu eytt mörgum tímum í að tala ekki um neitt og það var einkennileg tenging þarna á milli.
Þau vissu bæði strax að ekki væri möguleiki á sambandi þannig að samband þeirra var eingöngu byggt upp á vináttu, þótt að þau hefðu bæði daðrað stundum.
Hún hafði oft sagt honum þegar að hún var pínu í því, sem var ekki oft, að ef hún væri nokkrum árum eldri þá myndi hún ekki hika við að byrja með honum.
Hann hugsaði það sama sjálfur. Þó hún hefði marga galla þá var alltaf eins og hún væri draumakonan.

Hann var þrítugur og átti eina stelpu sem var þriggja ára.
Hann var menntaður smiður en vann sem kerfisstjóri. Hún var 17 ára menntaskóla stúlka og bjó með 2 strákum einhverstaðar í kópavogi.
Hann hafði hvorki séð strákana né íbúðina, en þetta voru víst ágætis strákar og íbúðin var mjög fín, allavega miða við hvað þau borguðu lítið fyrir hana.
Honum hafði alltaf fundist hún vera ólík jafnöldrum sínum, og að hennar sögn sóttist hún líka meira í félagsskap eldri krakka.
Þau áttu ekki mikið sameiginlegt, hún var sund stelpa og hann þoldi ekki íþróttir, hann var frekar einrænn á köflum og fannst gott ð vera bara með fáum vinum en
hún var ávalt hrókur alls fagnaðar og átti mikið a vinum og kunningjum. Reyndar voru þau bæði tónlistar og tölvufíklar þótt hann hlustaði á allt aðra tónlist en hún.
Hann var opinskár, ólíkt henni, og gat strax sagt henni persónulega hluti og talað um tilfiningar sínar. Hún var feimin í sér þótt fæstir hefðu giskað á það hún kynntist nýju fólki daglega og átti auðvelt með að gera sig að fífli í fjölmenni. Það tók hana nokkurn tíma að opna sig almennilega og þegar hún gerði það fannst honum eins og hann hefði fundið hinn helminginn af sér.
Tíminn leið og eftir hálft ár voru þau eiginlega bestu vinir, þótt undarlegt megi virðast. Töluðust í síma og gegnum netið og það var fátt sem þau vissu ekki um hvort annað.

Þau hittust fyrst fyrir slysni. Hann hafði skroppið úr vinnunni í kringluna í hádeginu til að láta frammkalla myndirnar og nennti ekki strax heim. Hann fór í skífuna og skoðaði geisladiska, þar sem hann rakst á disk sem hún hafði mælt með þannig hann ákvað að kaupa hann. Á meðan hann var að bíða eftir afgreiðslu heyrði hann rödd sem hann kannaðist við, en kom ekki fyrir sig. Um leið og hann leit á hana vissi hann hver hún var. Sama svarta hárið, fallega brosið og stóru brúnu augun.
Hann fann bæði fyrir kvíðni og fögnuði. Hún kom auga á hann og hann sá hvernig hún varð allt í einu feiminn, það var eins og augun stækkuðu og brosið varð að vandræðalegu glotti.
Samræðurnar voru þvingaðar í byrjun, en smátt og smátt saman hurfu hömlurnar og þau voru byrjuð að tala um allt milli himins og jarðar. Hann hafði skutlað henni aftur í skólann.
Í hin tvo skiptin höfðu þau bæði verið niðrí bæ og hún hafði verið eilítið drukkin í bæði skiptin og hafði sífellt reynt að fá hann til að koma með sér á skemmtistað.
Hann hafði neitað, enda fannst honum nógu rangt að ein af nánustu vinkonum hans væri það ung, hvað þá að hann ætlaði að djamma með hóp af 17 og 18 ára krökkum.

Hann reyndi að rísa upp af gólfinu. Hann fattaði skyndilega hvað hann hafði verið asnalegur núna um kvöldið.
Þegar hann hafði hringt í hana hafði hún verið heima hjá sér í rólegheitunum og henni hafði ekki fundist tiltökumál að koma og ná í hann.
Hún virtist reyndar hissa í fyrstu.
Þegar að hún hafði hjálpað honum inn þá kvaddi hún feimnislega og fór út. Hann hafði staulast í sófann og sest þar. Eftir pínu stund hringdi dyrabjallan og hann öskraði eitthvað í þvílíki að það væri opið.
Hún kom inn og var skömmustuleg á svip, sagðist hafa gleymt lyklunum sínum og kæmist ekki inn heima hjá sér.
Hann hafði auðvitað jánkað beiðninni og bauð henni svo inní stofu og þau tylltu sér á sófann. Þau töluðust í nokkurn tíma, aðalega hann meira en hún. Hann hafði sagt henni allt um hvernig honum leið, að hann hefði ekki getað hætt að hugsa um brosið hennar síðan hann hefði séð hana síðast.
Hún hafði farið í pínu keng og varð frekar vandræðaleg. Hann rétti hendina út og strauk um hár hennar, færði sig nær og horfði í augu hennar.
“Ég veit ég er fullur, en þetta er samt satt. Ég elska þig og ég veit að þetta er forboðin ást, en ég elska þig samt” hafði hann sagt með ekka í hálsinum. Það hafði runnið að mestu af honum en hann vonaði að hún héldi að hann væri enn fullur. Hún hafði fært sig fjær honum í sófanum og muldrað eitthvað um að hann ætti ekki að segja svona. Stuttu eftir það hafði hún sofnað og hann hafði sest á gólfið fyrir framan sófann.
Hann sá glitta í húslyklana hennar í vasanum og glotti.
Svo andvarpaði hann og lagðist á gólfið.
Bara ef, bara ef lífið væri svona auðvelt.