Ópið stóð fast í hálsinum á henni þar sem hún
var ein í stóru, dimmu herbergi. En hún vissi af þeim..allan tímann, hún fann fyrir þeim og skynjaði að þeir voru að nálgast hana. Fríða vaknaði við það að hún datt útúr rúminu sínu, flækt inní lakið sitt. Hún nuddaði aumt bakið. Hún gekk inná bað.
Fríðu hafði oft dreymt þennan draum áður. Hún horfði á sig í speglinum. Það væri seint sagt að hún væri lávaxin. Hún var með þeim stærstu í bekknum. Hún strauk dökkrauða hárið burt frá enninu sem perlaði af svita. Hún hataði þennan draum, og þessa dagana var hann að ofsækja hana. Fríða andaði djúpt og fann að hún var að ná andanum aftur. Hún fór nær speglinum og horfði inní augun á sér, augnasteinarnir stækkuðu og fóru næstum út fyrir græna litinn í augunum á henni.
Hún blikkað augunum fast og nuddaði þau til að reyna að losna við martröðina úr hausnum á sér. Hún sneri sér út að glugganum og kíkti á klukkuna. Hún var alveg að verða sex. Sólin var að láta sjá sig til að bræða kaldann nóvembersnjóinn. Fríða gekk aftur að rúminu sínu með vatnsglas í hendinni. Hún andvarpaði djúpt, lagðist í rúmið og breiddi sængina langt yfir hausinn á sér. Hún gerði heiðarlega tilraun til að sofna aftur en tókst það ekki. Hún stóð hratt á fætur og horfði reiðilega á rúmið sitt eins og þetta væri því að kenna. Hún klæddi sig úr bleika náttkjólnum sínum og í nike-buxurnar sínar og bláa rúllukragapeysu. Síðan fór hún inná bað og greiddi dökkrauða hárið sitt, með stóru liðunum, í hátt tagl. Fríða læddist á tánum inní forstofu.
Þar náði hún sér í skó, úlpu og eynarband og læddist út. Fríða labbaði rólega á sleipri gangstéttinni. Hún vissi ekki hvert hún var að fara en það var eins og eitthvað kallaði á hana. Hún labbaði eins hratt og hún gat en það var eins og hún komst ekki áfram. Að lokum fór hún að hlaupa eins og hún ætti lífið að leysa.
Þá mjakaðist hún löturhægt áfram. Hún hljóp og hljóp og það var eins og eitthver stýrði henni hvert hún ætti að fara og hún gat ekki stoppað. Að lokum stóð Fríða fyrir framan stórt,
drungalegt hús. Hún sneri sér í hring en það voru skógur allt í kring og sást ekki í eitt einasta hús. Fríða átti engra kosta völ heldur en að fara inn í húsið. Hún opnaði rólega útidyrahurðina og um leið kom ægilegt ískur. Þarna var mjög dimmt og Fríða þurfti að píra augun til að sjá eitthvað. Hún kom inn og lokaði á eftir sér.
Beint fyrir framan hana var langur gangur. –Frííða- Var kallað lágt. Fríða gretti sig og fanst mjög ólíklegt að eitthver vissi hvað hún héti í þessu stóra,drungalega húsi. En hún vildi samt ekki fara út. Fríða byrjaði að labba inn ganginn og um leið var eins og eitthver byrjaði að stýra henni aftur. Henni leið eins og í tölvuleik. Fríða gekk,og gekk, og gekk, og gekk, og loksins, eftir langa göngu endaði gangurinn og á endanum var hurð. Fríða gerðist spennt og hrædd á sama tíma. Hún ákvað samt að opna hurðina.
Hún mjakaði sér hægt og rólega að hurðinni eins og hún ætti allan heimsins tíma. Fríða tók varlega í húninn, lokaði augunum, gekk inn og lokaði á eftir sér. Hún opnaði augun. Og um leið og hún sá hvar hún var stödd kjökraði hún og reyndi að finna hurðina en hún var gufuð upp. Fríða átti ekkert val nema að ganga áfram.
Fríða var stödd í stóra dimma herberginu sem hana hafði verið að dreyma síðastliðnar vikur. Hún gekk áfram en sá ekki mikið, en hún vissi ekki hvaðan litla birtan sem hún fékk kom frá. Hún heyrði í þeim hreyfa sig í kringum hana og fann fyrir þeim.
– Fríðaa!, Fríðaa!- heyrði hún kallað draugalegum röddum hærra og hærra eftir því sem hún gekk lengra inn á gólfið. Svo stoppaði hún og raddurnar voru orðnar svo háar að hún þurfti að halda fyrir eyrun á sér til að ærast ekki. Fyrir framan hana á gólfinu var hleri og á honum var stórt grátt handfang úr járni sem virtist vera kalt. Fríða varð hrædd og ætlaði að hlaupa í burtu en þá var henni ýtt niður og höndin á henni lennti á handfanginu. Það var rétt, það var ískalt. Það fór hrollur um Fríðu, hún greip með hinni hendinni fyrir augun á sér og togaði af öllu afli. –FRÍÐA!!!MORGUNMATUR!!- heyrði hún mömmu sína kalla úr eldhúsinu. Hún settist upp og leit á úrið sitt. Klukkan var ellefu. Þetta hafði þá bara verið draumur. Hún leit í kringum sig og sá snjókomu úti, en það sem hún rak augun í var vatnsglasið á náttborninu hennar.
–Ég er að koma!- Kallaði hún til mömmu sinnar og gekk fram í eldhús.

-Ingalóa