Formáli þar sem stuttlega er uppfyllt höfund af gagnlegum upplýsingum

Álfaskart er beint framhald af Útvarpsleikritinu „Heiðabýlið“, sem byrtist fyrir skömmu. Og fyrir þá sem ekki muna svo langt aftur í tíman þá voru Bergur, Jóhann og Dísa komin í gamalt eyðibýli upp á heiði en svo virðist sem þau séu ekki ein á þessum stað dauðans.

VI

Huldumaður:
Finn ég ljótan fnyk af mönnum,
farandsskuggar eins og seinast
Nú við saman kofan könnum.
Kannski menn hér aftur leynast

Huldukona:
Þegi þú með þínar skrullur
Þó að menn hér eru saman
þá er ekki fjandinn fullur.
Fyrir okkur er það gaman.

Huldumaður:
Allt í lagi Gunnvör góða.
Gleðilegir tímar ríkja.
Ef að þeir nú byrginn bjóða
við búkinn þeirra munum mýkja.

Bergur:
Heyrðuð þið þetta? Þeir ætla að drepa okkur.

Jóhann:
Bara ef við förum til þeirra. Bergur. Annars láta þeir okkur vera.

Bergur:
Já en, ég hef heyrt um þessa álfa. Þeir beita brögðum.

Dísa:
Hvernig brögðum?

Bergur:
Lokka okkur til sín með alls kyns gjöfum og svoleiðis. Og svo þegar þeim tekst það þá gera þeir okkur vitstola. Eða drepa okkur Eða eitthvað verra.

Jóhann:
Rólegur Bergur. Hafðu þig hægan.

Dísa:
Sjáið, þau eru farin að dansa. Eru þetta þessi skrípalæti sem þú talaðir um.

Bergur:
Segðu. Mér datt í hug að álfar dönsuðu kjánalega. En þetta slær allt út. Og Sjáið fötin, híhí.

Jóhann:
Þegiði! Bæði tvö, þau heyra í okkur.

VII

Jóhann:
Ókei krakkar. Við höldum bara kyrru fyrir hérna uns daga tekur. Þá stendur þú, Dísa, upp og segir: „Guði sér lof. Dagur er á loft kominn.“ Og þá ætti einn huldumaður að gefa þér flík og skart sem í henni er.

Bergur:
En í sögunni átti konan að nota skartið á giftingadeginum hennar, hvað ætlarðu gera í því.

Jóhann:
Við finnum úr því síðar meir.

Bergur:
En þú heyrðir vísurnar þeirra áðan. Þessi stóri álfur ætlaði að drepa okkur.

Jóhann:
Þá þurfum við bara að passa okkur að fara ekki til hans er þar að kemur.

Dísa:
Ég er ekki alveg að treysta þessu. Þetta er orðið of skuggalegt, helst langar mér bara að fara heim.

Jóhann:
Við förum ekki neitt. Við bíðum, hirðum skartið og svo förum við.

Dísa:
Fínt þá fer ég bara.

Bergur:
Ég kem með.

Jóhann:
Hey, krakkar. Engan asa. Bergur ekki ætlarðu að yfirgefa mig, þinn æskuvin? Og Dísa eigum við ekki að kallast kærustupar? Auk þess er ekki ráðlagt að fara á meðan huldufólkið er þarna frammi.

Dísa:
Mér er kalt.

Jóhann:
Komdu þá með mér að ná í vín. Okkur hlýnar við það.

Dísa:
Nei mér langar hellst að vera hér.

Jóhann:
Bergur, villt þú ekki vera svo vænn að ná í fyrir okkur?

Dísa:
Þá fer ég með.

Jóhann:
Ókei förum þá öll.

VIII

Dísa:
Jóhann, hvað ertu að gera? Leggðu sprautna frá þér. Plís.

Jóhann:
Þetta kemur ykkur bara ekkert við. Hættið að stinga nefjum ykkar í annara manna mál.

Dísa:
Þú varst búinn að lofa.

Jóhann:
Og nú brýt ég loforðið.

Dísa:
Fínt, þá fer ég.

Jóhann:
Farðu þá bara. Þú veist hvað kom fyrir konurnar í gamladaga sem ekki héldu kyrru fyrir. Vertu bara hérna og láttu eins og þú sjáir þetta ekki. Eins og ég var búinn að segja, þetta kemur ykkur ekkert við.

Bergur:
Þetta kemur okkur bara víst við, þú veist hvað þetta gerði mömmu og pabba hennar Dísu.

Jóhann:
Og hvað? Hvernig kemur mín neysla við því sem kom fyrir foreldrana hennar? Þú veist að þeir vildu ekkert með hana hafa. Hún var miklu betur komin hjá ömmu sinni og afa hérna heldur en nokkurntíman með foreldrum hennar fyrir Sunnan. Hvort sem dópið kom við sögu eður ei.

Dísa:
Ógeðið þitt!

Bergur:
DÍSA!

Jóhann:
Hún kemur aftur, Hvert ætti hún að far… ahhhhh.

Bergur:
Dísa, bíddu ég kem með þér.

IX

Bergur:
Dísa, förum. Skyljum bara Jóhann eftir.

Dísa:
Jafn ógeðslegur og hann er þá getum við ekki skilið hann eftir.

Bergur:
Við getum farið, tekið jeppan og þegar við komum niðrí bæ segjum við einhverjum að hann sé hérna og þeir sækja hann.

Dísa:
Það er bara ekki málið. Því þegar hann kemur í bæinn þá kemur hann til mín og…

Bergur:
Og hvað?

Dísa:
Og… hann lemur mig.

Bergur:
Lemur þig? Gerir hann það oft?

Dísa:
Já. Ég hef margoft ætlað að fara frá honum en hann heldur mér alltaf nauðugri.

Bergur:
Afhverju leitaðir þú ekki hjálpar?

Dísa:
Hann… sko… ég þorði ekki.

Bergur:
Hvað eigum við þá að gera.

Dísa:
Ég veit það ekki. Leifum Jóhanni bara að eiga sig þar til öllu þessu líkur.

Dísa:
Jóhann? Hvað ert þú að gera hér?

Jóhann:
Ég var bara að vitja þessa svokallaða félaga og kærustu sem ég á. Hvað sagðirðu honum?

Dísa:
Ekkert.

Jóhann:
Hættu að ljúga. Ég heyrði hvað þið sögðuð.

Dísa:
Ahhh. Hættu! Ég sagði honum bara að við við ættum að láta þig vera á meðan þú værir svona.

Jóhann:
Nei! Það er lýgi.

Bergur:
Láttu hana vera maður. Ég veit ekki einu sinni hvað þið eruð að tala um.

Jóhann:
Þú veist það bara víst. Reyndu ekki að leika einhvern sakleysingja. Ég veit vel hvað fór ykkar á milli.

Jóhann:
Komið! Bæði tvö. Núna ætla ég að hafa auga með ykkur báðum. Og engin skrípalæti.

X

Dísa:
Hvað er mikið eftir?

Jóhann:
Klukkan er alveg að verða átta, dögun er á næsta leiti.

Ókunnug rödd:
Bergur, Bergur manstu mín?
Manstu er ég söng til þín?

Bergur:
Mamma?

Ókunnug rödd:
Komdu hérna krakkinn minn.
Knúsa skal ég skrokkinn þinn.

Jóhann:
Bíddu Bergur. Þetta er ekki móðir þín.

Bergur:
Víst. Sérðu hana ekki? Hún er beint fyrir framan okkur.

Jóhann:
Manstu ekki þegar þú sagðir áðan að þessir álfar reyndu að lokka mann til sín?

Bergur:
Jú, en þetta er mamma.

Jóhann:
Bergur. Hugsaðu rökrétt. Móðir þín fór Suður fyrir tvem árum. Biluð á geði. Hví ætti hún að koma afkurat hingað lengst upp á heiði á nákvæmlega sama tíma og við erum hér?

Bergur:
Mamma?

Jóhann:
Bergur, BERGUR, snúðu kalda kollinum þínum hingað á stundinni.

Bergur:
Ekki séns. Ái. Láttu mig vera!!!

Jóhann:
Skollans! Hvert fór stelpu skrattinn núna?

Bergur:
Ekki tala svona um hana Dísu.

Jóhann:
Aaarg! Stilltu þig Bergur. Þú ert ekki með réttu ráði. Dísa, DÍSA!!! Nei! Bergur. Ekki!!!

Jóhann:
Nei! Láttu mig vera, heimski álfur.

Huldumaður:
Kemur til mín heimskur halur
að hefna annars peyja.
Nýársskugginn nætursvalur.
Núna muntu deyja.

XI

Dísa:
Guði sér lof. Dagur er á loft kominn.

Huldumaður:
Kistil þennan, kalda mey,
kuldabola sínum
Heillarskartið haltu, grey,
á heiðursdegi þínum.

Dísa:
Það tókst, strákar, ég er með álfaskartið.

Dísa:
Bergur, Bergur, hvar er Jóhann? Svaraðu mér Bergur.

Dísa:
Jóhann! Guð minn góður, hvað skeði? Bergur hvað skeði?

Bergur:
Jóhann.

Dísa:
Guð minn góður. Hvað hafa þeir gert við ykkur?

Bergur:
Þeir tóku Jóhann.

Dísa:
En þig, Bergur, hvað hafa þeir gert við þig?

Bergur:
Hún mamma.

Dísa:
Hvaða vitleysa er þetta? Mamma þín er ekkert hérna.

Bergur:
Víst. Hún kom, mamma kom.

Dísa:
Ái, Bergur. Hættu þessu. Þú meiðir mig.

Bergur:
Fyrirgefðu Dísa, fyrirgefðu Dísa.

Dísa:
Allt í lagi Bergur, þetta er ókei. Ég fyrirgef þér alveg.

Bergur:
E… er það?

Dísa:
Já, en viltu vera svo vænn að segja mér hvað kom fyrir Jóhann.

Bergur:
Þei… þeir tóku hann. Álfarnir tóku hann.

Dísa:
Drápu álfarnir hann? Og gerðu þeir þetta líka við þig?

Bergur:
Nei, mamma…

Dísa:
Ég var búin að segja að mamma þín er ekki… ó, ég skil. Mamma þín kom, en það var ekki mamma þín.

Bergur:
Jú víst.

Dísa:
Hlustaðu á mig Bergur. Þetta var ekki mamma þín. Heldur bara álfur að þykjast vera mamma þín.

XII

Pabbi Bergs:
Hæ Bergur, ég er kominn að heimsækja þig.

Bergur:
Hæ pabbi, er Jóhann með þér?

Pabbi Bergs:
Hann Jóhann fannst dáinn fyrir mánuði síðan, mannstu ekki, á nýársdag.

Bergur:
Ó, sorrý pabbi, sorrý pabbi.

Pabbi Bergs:
Allt í lagi Bergur.

Bergur:
En mamma? Hvar er mamma?

Pabbi Bergs:
Hún er í Reykjavík. En hvað kom fyrir. Þú varst svo heilbrigður. Þið voruð það bæði. Þú og mamma þín.

Bergur:
Ég veit ekki, fyrirgefðu.

Pabbi Bergs:
Þetta er allt í lagi, sonur. Svona, svona.

XIII

Dísa:
Halló Bergur. Ég er komin að heimsækja þig.

Bergur:
Hæ.

Dísa:
Hvað segirðu, hvernig er hérna inni á deildini?

Bergur:
Bara fínt.

Dísa:
Ég er að fara að flytja Suður aftur. Ég er að fara í háskóla.

Bergur:
Þú ert svo klár, Dísa, ég vildi óska að ég væri svona klár.

Dísa:
Þú ert það.

Bergur:
Takk. En hvar er Jóhann?

Dísa:
Jóhann er… hann, hann dó mannstu ekki.

Bergur:
Já.

Dísa:
Æji, fyrirgefðu. Þetta er allt mér að kenna. Ég fékk þig til að koma með okkur í býlið.

Bergur:
Já, en hvar er Jóhann? Hvað gerðurðu við hann?

Dísa:
Hann… Ég var að segja það, hann, hann dó.

Bergur:
Drapst þú hann?

Dísa:
Nei, ég… æji…

Bergur:
Víst. Þú gerðir það víst.

Dísa:
Æji. Fyrirgefðu Bergur. Ég get ekki…

Bergur:
Dísa, bíddu. Ekki fara. Dísa bíddu. DÍSA.

(Ljós út)

Endi