Bara ganga
Ég sit hérna og er að hugsa um hvað ég á að gera. Ég er að fara í skólann á morgun, og á að skila einhverri helv. sögu. En ég veit ekkert hvað ég á að skrifa um…..
Ég gæti skrifað um dag í lífi mínu. Hmm…. Nei, það myndu allir sofna yfir henni ég lifi svo leiðinlegu lífi. Hvað á ég að skrifa um. Ég ákvað að fá mér göngutúr til þess að fá einhvern innblástur. Ég fer niður í garð, og labba aðeins um.
Alltíeinu sé ég hvar tvær hvítklæddar verur labba í áttina að mér. Vá, eru þetta englar? Hugsa ég með mér. Ég hleyp í áttina til þeirra en sé svo þegar ég kem nær að þetta eru ekki englar. Þetta er forsetinn og Davíð Oddson. Æðislegt! Hugsa ég með mér og fer í hina áttina. En áður en ég náði að komast langt þá greip annar þeirra í mig. ,,Heyrðu vinurinn, hvað ert þú að gera hérna“ spyr forsetinn. Mér bregður svoldið við að sjá hann svona grimmdarlegan, hann virðist alltaf vera svo næs í sjónvarpinu, en þá mundi ég að það gera allir kallar. Ég segi honum að ég sé bara að fá mér göngutúr, og sé bara að fara. En ekki vill hann hleypa mér í burtu, því hann heldur ennþá í mig og mælir:,, já, er það, göngu segiru. Ég held að þú sért NJÓSNARI! Veistu ekki að það er dauðarefsing fyrir því??? Fyrir hvern vinnuru, hvar eru þeir, segðu mér segðu mér…” Vó, hugsa ég með mér:,, Heyrðu Óli, gamli vinur, hvað ertu eiginlega að tala um, lýt ég út fyrir að vera njósnari??? Ég er saklaus skólastrákur, að reyna að vinna að verkefni fyrir skólann.“
Ég vona að þetta virki á þá. En þegar þeir eru farnir að tala um hvort sé betra að drepa mig núna eða fyrir framan almenning lýst mér ekki á blikuna. Ég næ að losa mig og hleyp í burtu. Um leið og þeir átta sig, hlaupa þeir á eftir. Ég hef samt smá forskot.
Ég sting mér í tjörnina, oj bara fuglaskítur…..
Ég stekk upp úr aftur og í næsta runna. Þá heyri ég þá koma, og þeir stansa fyrir utan runnann minn. Þeir eru að tala um hvað þeir ætla að gera við mig þegar þeir ná mér, og ég segi þér það, það var svo hræðilegt að ég gaf upp öskur og stökk í burtu. Þeir voru fljótari að átta sig núna. En ég næ einhverneginn að hlaupa hraðar núna og er næstum búin að stinga þá af.
Blóðið rennur niður andlit mitt og háls. Ég slapp þá ekki eftir allt saman. Þeir voru með byssu helvítin, og skutu mig í hnakkann… En afhverju rennur blóð þá niður andlit mitt hugsa ég með mér og strýk yfir það. Þá finn ég þetta risastóra gat framan á enninu. Kúlan fór í gegn. Ég fell til jarðar.
Þeir koma brátt til mín, og eru að velta fyrir sér hvað þeir eiga að gera. Svo fara þeir í burtu og koma aftur. Ég heyri einhver hljóð við hliðiná mér, en get ekki opnað augun, get ekki litið til hliðar. Hvað eru þeir að gera?
Svo kemur Davíð til mín og segir:,,Strákhvolpurinn, ef hann hefði ekki verið svona vitlaus. Ég hefði getað gefið honum gömlu ritgerðina mína úr skóla.” Svo hristir hann hausinn og tekur mig upp.
Meiri sársauki, hvar er ég. Ég reyni að opna augun, og sé að ég er ofan í einhverskonar holu eða eitthvað. Forsetinn stendur yfir mér og hendir á mig mold. Holan fyllist brátt alveg, en það heyrir engin öskrin mín. Hjálp reyni ég að öskra, en ekkert hljóð kemur. Svo lít ég á Davíð og Forsetann, þeir eru illilegir á svip, Glottið á Óla er það síðasta sem ég sé áður en hann hendir yfir mig einni skóflunni enn af mold.
Svo verður allt svart….
spotta/01