Sumarvinnan
Eitt sumarið fékk ég vinnu sem málari. Maður getur ekki sagt að sú iðja hafi göfgað hug minn eða gjarðir að nokkru leyti og held ég að það skemmtilegasta sem gerðist þetta sumar var það að einn málarinn fór yfir um og drakk líter af málningu og lést skömmu síðar. Sjálfur gleðst ég vanalega ekki yfir dauða annarra og auðvelt væri að draga þá ályktun að ég sé siðblindur einstaklingur, það er þó ekki raunin, sumarið var einungis með eindæmum tíðindalaust. Reyndar fannst mér eins og sagan ber, besýnilegan vott um að þetta var hálf spaugileg kaldhæðni, en um það verður sennilega deilt.
Allavega ég vann með manni sem hét Einar og var faglærður málari, hvort hann hafi haft svona mikinn áhuga á því að mála læt ég vera í þessari frásögn minn.
Einar var góður og iðjusamur maður sem “skaffaði vel”. Hann var rúmlega fimmtugur og gildin að vexti, hann hafði þykkar brúnar augabrúnir sem voru þó að lýsast upp sökum sumarveðurs, hár hans var þunnt og brúnt og nef hans stórgert og klunnalegt og varir hans þunnar og líflausar, þegar hann talaði þá bærðust varir hans varla, enda ótrúlega óskýrmæltur.
Fyrr um sumarið þá höfðum við verið að vinna í nýbyggðum skóla, við vorum búnir að mála að utan og voru nú komnir inn til þess að takast á við veggina.
Þetta vorum við að gera í viku eða svo og var þessi tími leiðinlegur svo ekki sé sagt meira. Við tókum kaffi á hverjum degi líkt og vinnulöggjöfin skipar fyrir og í einu kaffinu þá segir Einar okkur sögu um þennan ógæfumann sem hafði verið spilasjúkur, Þessi maður var reyndar einnig haldin áfengissýki. Maðurinn spilaði víst frá sér eitthvert málarafyrirtæki sem gekk víst voða vel á sínum tíma og einnig spilaði hann frá sér konunni og börnum, aðallega af því að maður kom eitt sinn heim til þeirra og ætlaði að innheimta spilaskuld, það er að segja konuna hans, líkt og menn gátu giskað á þá fór hún frá honum í hið snatrasta og talaði aldrei við hann eftir þessa uppákomu. Þessi spilasjúki ógæfumaður hélt áfram á sömu braut þar til hann var orðinn hættulega skuldugur og sá ekki fram á það að hann gæti lifað mikið lengur hvort sem það væri það að hann tæki sitt eigið líf eður ei. Ógæfumaðurinn fannst síðan eftir að hafa verið saknað í tvær vikur heima hjá sér og virtist sem svo að dánarorsökin hafi verið málning, hann hafði víst drukkið líter af málningu og látist sökum þess.
Sagan var vissulega sorgleg í alla staði þó svo að ég hafi hlegið að þeirri kaldhæðni að málarinn hafi drukkið málningu.
Eftir þessa ágætu sögu fer Einar að gera einhvert grín að mér líkt og ávallt í kaffinu, enda var ég bara 17 ára og þar af leiðandi fínn skotspónn fyrir fauskinn. Og Svo, líkt og vinnulögggjöfin segir einnig til um þá líkur kaffinu og við förum að vinna, nema ég sem er enn að hugsa um ógæfulega málarann og dett þá í hug þennan frábæra brandara, fylla kaffibrúsann hans Einars af málningu, því hann drakk alltaf kaffi á meðan hann vann. Þetta geri ég og rétti honum svo kaffibrúsann með lágstemmdan hlátur inn í mér. Ég fer út úr herberginu sem hann var að mála einn síns liðs í og fer að mínum vegg og held áfram mínum venjulegu störfum. Eftir klukkutíma eða svo þá fer ég að íhuga hvað sé nú orðið af Einari, ég rölti áleiðis að herberginu sem hann vann við og kalla nafn hans en fæ þó ekkert svar, ég geng inn í herbergið hans og sé þar þennan stóra mann liggjandi með málningu í munnvikunum og kaffibrúsann við hliðin á sér. Ég var ótrúlega hræddur og á örfáum sekúndubrotum fuku í gegnum hug minn hugsanir eins og nú fer ég í fangelsi fyrir morð, ég er morðingi, ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Þar til ég fæ frábært ráð. Ég tek pensilinn upp af gólfinu og byrja að skrifa á vegginn sjálfsmorðsbréf með setningum eins og vertu sæl grimma veröld og því um líkt og ég lík mér af, þurka af haldfanginu á penslinum og geng út og fer að mála aftur eins og ekkert hafi gerst og ekkert gerðist í þó nokkurn tíma og þetta virtist vera hinn fullkomni glæpur og hefði kannski geta orðið.
Eftir að hafa málað í þó nokkurn tíma þá koma inn í herbergið mitt yfirmaður minn og Einar, ljóslifandi eins og ekkert hafði gerst og ekkert hafði greinilega gerst nema það að yfirmaðurinn minn setur í brýrna og segir lágt, "Maggi……þú ert rekinn.