Jóhannes mokaði og mokaði. Hann gat nú auðveldlega séð hvernig moldin var og
hvernig væri því best að meðhöndla hana. Í dag var hún alveg hreint upp á sitt besta,
hún var dálítið rök en samt ekki nógu rök til þess að ég að kalla hana drullu. Þetta var
mold að skapi Jóhannesar því þetta var sko mold sem hann gat mokað í hvelli og þá
væri hann bara búinn með dagsverk.

Hann gekk í verkið og byrjaði að moka. Hann tók upp nýju skófluna sína, stakk henni
í jörðina og andvarpaði. Á skóflunni stóð stórum stöfum “DIGMASTER 2000.” Hann
Jóhannes saknaði gömlu skóflunnar sinnar sem hann hafði átt í átta ár. Hann hafði
verið að moka skurð á austurlandi þegar skóflan hans brotnaði í tvennt. Jóhannes
kippti sér ekki mikið upp við það enda gat hann bara fengið sér nýja skóflu en hann
áttaði sig fljótt á því eftir að fjölskyldan hans gaf honum “DIGMASTER 2000” að
hann saknaði gömlu skóflunnar sinnar mjög mikið. En hann var nú orðinn nokkuð
vanur Diggaranum, “DIGMASTER 2000” gekk undir nafninu Diggarinn hjá
Jóhannesi og félögum hans.

Nú var Jóhannes að vinna við að grafa skurð á norðurlandinu. Þessi skurður átti að
vera um það bil fimmhundruð metra langur og var Jóhannes bar að byrja í dag. Á tíu
ára ferli Jóhannesar þá hafði hann ekki oft grafið svona langan skurð en hann hafði
bara gaman af smá áskorunum og því ákveðin að skemmta sér konunglega á meðan
greftrinum myndi standa.

Hann hélt áfram að moka í nokkra klukkutíma þangað til hann var kominn með um
það bil 4 metra langan skurð og þá ákvað hann að taka smá kaffihlé. hann stefndi á a
moka 10 metra þennan dag. Það gátu svo sannarlega ekki margir tíu metra á einum
degi en hann Jóhannes var með heilmikla reynslu og hann kunni öll helstu brögðin í
sambandi við það að moka.

Kaffið var nú ekkert sérstakt þennan dag hjá honum Kára. Hann Jóhannes fór alltaf
þegar hann gat til hans Kára í kaffi en oft þegar hann var á öðrum pörtum af landinu
gat hann það ekki. Kári og hann höfðu verið vinir í marga áratugi og það leit út fyrir
að þeir myndu vera það lengur.

Jóhannes sætti sig nú alveg við kaffið, enda hafði hann oft fengið verra, og fór að
spjalla við Kára. Í gegnum árin höfðu þeir átt miklar og margar rökræður um allskyns
hluti. Það vildi svo til að Kári hafði oftast rétt fyrir sér enda var hann alveg
heimspekitýpan. Hann var alveg rosalega mikið utan við sig, sem skýrði vonda kaffið,
og svo var hann með hvítt, sítt skegg. Ekki nennti Jóhannes að safna skeggi svo hann
rakaði sig að öðru hvoru.

Jóhannes steypti kaffinu í sig og þeir félagarnir ræddu dálítið um endur. Jóhannes var
á þeirri skoðun að endur væri góð dýr en Kári vildi halda því fram að endur væru bara
skrattar og það að djöfulinn sjálfur væri önd. Sama hversu fáránlegar skoðanir Kári
kom með þá gat hann alltaf komið með góð rök fyrir þeim. Í þetta skiptið vitnaði Kári
í biblíuna og myndir sem Egyptar teiknuðu sem benti stórlega til þess að djöfullin
væri önd og jafnvel þótt að Egyptar voru ekki einu sinni kristnir þá vildi Kári meina
að kristni hafi þróast að einhverju leiti út frá Egyptum og þá aðallega í sambandi við
djöfulinn.

Jóhannes kvaddi, þakkaði fyrir kaffið og gekk út úr kaffistifunni, sannfærður að
djöfullin væri önd.

Jóhannes stakk Diggaranum í jörðina og hann fann strax að moldin var orðin örlítið
rakari en áður svo það gæti farið að rigna enda var vel skýjað. En Jóhannes lét ekki
smá rigningu stöðva sig. Hann hafði oft lent í alveg hreint þvílíkum rigningum sem
fæstir hefðu þolað en skóflan hélst alltaf í höndum Jóhannesar. Allt í einu féll dropi
ofan á hausinn á honum og stuttu eftir það fóru að koma fleiri dropar þangað til það
var kominn hellidemba. Jóhannes hló auðvitað bara af rigningunni og hélt áfram að
moka. Þegar hann var að moka sá hann allt í einu eitthvað hvítt ofan í moldinni. Þetta
var einstaklega skrítið þar sem hann var í tveggja metra dýpi. Hann rétti höndina fram
og tók hlutinn upp úr moldinni, þetta var miði. Þar sem rigningin hamraði á miðann
átti Jóhannes erfitt með að lesa það sem stóð á honum en hann náði samt að lesa það.

Jóhannes skildi ekkert í þessu og kastaði því miðanum frá sér. Á miðanum stóð:
B+Miðinn-Mn. Og fyrir neðan var mynd af broskalli að brosa illilega.

Jóhannes stakk Diggaranum aftur í jörðina og hélt áfram að moka.

Endir



ég vil taka það fram að þessi saga er ekkert bull.. þetta er háalvarleg saga…

svo vil ég fá einhver alvöru gagnrýni… það er allt of mikið um svona “góð saga” eða
“leiðinleg saga” hér á huga sem segja bara bókstaflega ekkert… ég vil fá að
heyra rök af hverju þetta er góð saga eða af hverju þetta er léleg saga… einhver
smá alvöru gagnrýni
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…