“Á ég að þora þessu” hugsaði hann með sjálfum sér og tvísteig í fæturnar.
Hann hafði ekki þekkt hana lengi en samt var eins og þau hefðu þekkst í mörg ár. Þau töluðust daglega og voru trúnaðarvinir. Hún var sú fyrsta sem hann hafði sagt afhverju hann talaði ekki við pabba sinn. Hann var sá fyrsti sem skildi hana, skildi hvernig það væri að vera utangarðs og enginn til að tala við.
Samt höfðu þau aldrei hisst.
Hann hafði óvart rekist á heimasíðuna hennar, þar sem hún var að biðja um hjálp varðandi verkefni í dönsku. Eitt leiddi að öðru og þau byrjuðu að tala saman og sáu strax að þau voru bæði jafn öðruvísi.
“í dag er ár síðan við byrjuðum að tala saman”, sagði hún og hló í síman, “pældu í því”.
“já, það er satt hjá þér, gerum eitthvað í tilefni dagsins” sagði hann, en sá strax eftir því að hafa sagt það og bætti fljótt við “Djók”.
“Nei, í alvöru, það er tími til komin - hittu mig” sagði hún og honum fannst eins og hún væri hálf feimin.
“uuu, já. en ég er á æfingu í kvöld” sagði hann og vissi um leið að hún vissi að hann væri að ljúga.
“Viltu ekki hitta mig” sagði hún og var frekar ákveðin “Ertu hræddur um að ég standist ekki væntingar þínar?”
“nei, það er ekki það. Ég vil bara ekki eyðileggja það sem við höfum”. hann ræskti sig til að losna við kökkinn úr hálsinum “en ég skal hitta þig ef þú vilt hitta mig”.
Hann hafði ekkert sofið í nótt útaf stressi, hann hafði bara byllt sér og hugsað um hvernig morgundagurinn yrði. Hann stóð fyrir utan kaffihúsið og hugsaði með sér “Afhverju í fjandanum samþykkti ég þetta”. Hann var sveittur í lófunum, hann hélt á disknum sem henni langaði svo í í hendinni, vonandi líkaði henni gjöfin.
“Helvítis aumingjinn þinn, gerðu þetta bara” sagði hann við sjálfan sig og labbaði inn.
Hún þekkti hann um leið, hærri en hún hélt með húfuna sem hann tók aldrei af sér. “Nú er að duga eða drepast” sagði hún og vinkaði honum.
Hann sá hana ekki fyrren hún vinkaði honum, þarna sat hún. Það var sem hún lýsti upp staðin og hann losnaði strax við kvíðatilfininguna sem hann hafið haft í maganum. Hann labbaði hægt en örruglega að borðinu.
“hæ” sögðu þau samtímis og brostu.