Hérna kemur saga sem ég gerði fyrir 2 árum. Eða þegar ég var 14 ára.. Ógeðslega gaman að renna yfir gamla skóladótið !

Enjoy !

Adolf er 12 ára peyji. Hann er 141cm, 60kg, bláeygður og með ljóshærðan útvaxinn lubba.
Dag einn vaknar Adolf Smári Halldórsson við IKEA vekjaraklukkuna sína. Hann teygjir úr sér, þurkkar vangaslefið, nuddar grænu augnstýrunum í koddann og stendur upp. Hann klæðir sig úr Pokémon náttfötunum og ropar. Allt í einu heyrir hann óvenjulegt hljóð, eins konar stunu úr ketti. Hann tekur sér dúbblókubb og action mann í hönd. Svo læðist hann fram á gang. Enginn er heima. Hann heyrir óvenjulega hljóðið aftur, það kemur úr eldhúsinu hugsar Adolf Smári Halldórsson.Hann hleypur í átt að eldhúsinu og þegar hann er kominn hættulega nálægt því tekur hann handahlaup fram hjá því. Í miðju handahlaupinu neglir hann action kallinum inní eldhús í átt að hljóðinu. Brothljóð heyrist og Adolf hugsar nú að hann hafi brotið stígvélið sem hékk útí glugga. EN þá heyrir hann hljóðið aftur. Hljóðið kom honum að óvörum og hann brestu í grát. Hann hristir af sé gráturinn, bítur tennurnar saman, tekur nokkur karatehopp og kýl útí loftið, stekkur inní eldhús og kýlir vaskinn. Í 5 sek. stendur hann kyrr og pælir í því hvers vegna hann kýldi vaskinn. Hann kemst ekki að neinni niðurstöðu.
En svo heyrist DÍNG! Þetta var þá ekki kattarstuna eftir allt, þetta var bara Tilda grjón í örbylgjuöfninum.



Mér finnst þetta frekar fyndið.. He, he þið hafið sennilega ekki sama smekk… :D