Stúlkan kom hrópandi og hágrenjandi beint í fangið á mér, hún átti erfitt með að koma út úr sér orðum en mér heyrðist hún segja að ég væri sá eini sem hún gæti treyst og eitthvað í þá áttina. Ég var mjög hissa því þetta var stelpa sem ég hafði aldrei séð áður nema brosandi. Ég tók utanum hana og hvíslaði henni að þetta væri allt í lagi og reyndi að hugga hana eins og ég gat. Hún hélt áfram að hágráta í bringuna mína og hélt sem fastast utan um mig. Ég reyndi að færa okkur þar sem við gátum verið í friði fyrir öllum partýgestunum og hélt áfram að reyna að segja henni að þetta væri ókei og það mun allt batna en hún hélt áfram.
Ég fór með henni inn í eitthvað herbergi og spurði hana hvort hún vildi segja mér hvað væri að. Hún hristi hausin og hélt áfram að grenja og halda utan um mig.
Við vorum sífelt að verða fyrir truflunum svo ég spurði hana hvort hún vildi kanski koma inn bílinn minn sem ég hafði lagt fyrir utan húsið svo við gætum rætt þetta í friði. Hún kínkaði kolli en varð ekkert rólegri.
Hún studdi sig við mig og grét ofan í öxlina mína á meðan við læddumst út úr partýinu og inn í bíl.
Þegar í bílinn var komið beið ég eftir að hún róaðist aðeins og spurði með mjög tilfiningaríkri röddu: „Hvað skeði? Hver gerði þetta?“
Hún átti erfitt með andardrátt og snökti út úr sér: „Þ… það… þetta vo… voru strá… strákarnir voru…“
Ég tók utanum hana og hvíslaði: „Voru strákarnir að gera eitthvað við þig?“
Hún grét útúr sér: „J… já“
Ég hélt áfram að reyna að hugga hana: „Hvaða strákar? Hvað gerðu þeir?“
„Þ… þeir…“ En hún kom ekki meira út úr sér fyrir snökti.
Það fór smá fyrir hjartanu mínu því mig grunaði að henni hafi verið nauðgað.
Ég hélt þá fastar utan um hana og hún grét enn fastar.
Ég beið eftir að það fór smá að hægjast á hjá henni og spurði hana svo mjög tilfiningalega: „Voru þeir að gera eitthvað við þig sem þeir máttu ekki? Voru þeir að snerta þig eitthvað?“
„Ja… já“ grét hún þá út úr sér og grét svo harðar en nokkru sinni.
Ég sagði henni að þetta yrði allt í lagi og þetta myndi batna og spurði hana svo hvort ég ætti að fara með hana niður á spítala.
Hún sagði ekkert svo ég ýtrekaði fyrir hana að ég ætlaði að taka hana niður á spítala, settist svo í framsætið ag ók af stað.
Þegar ég var kominn studdi ég hana að dyrunum og ætlaði að opna. En það var læst. Ég lét gremju mína bitna á hurðinni í þó nokkra stund og bölvaði spítalanum og sagðist svo ætla að keyra hana til Reykjavíkur.
Hún var aðeins rólegri núna og snökti upp úr sér: „En hvað um partýið?“
„Hafðu engar áhyggjur af því“ Sagði ég „Ég skal redda því“
Svo studdi ég hana í bílinn, ók af stað til Reykjavíkur og hringdi í félaga minn sem var staddur í partýinu hennar. Ég sagði honum að Stelpan sem væri að halda partýið væri farin og hvort hann vildi ekki vera svo vænn að reka alla út.
Hann sagðist vilja gera það, og ég skipaði honum þá að fara rólega í sakirnar, tala við tvo eða þrjá sem hann gæti treyst og fá þá til að hjálpa honum og allra síst láta nokkurn vita að stelpan sem væri að halada partýið væri farin.
Hann sagðist vilja það og sagðist hafa samband síðar, en ég slökkti á símanum því ég vildi ekki að neinn truflaði mig.
Þegar ég ók hæfilega hratt, því ég hafði drukkið nokkra bjóra og vildi allra síst að löggan myndi taka mig fyrir ölvun við akstur. En allt kom fyrir ekki og þegar ég var komin á tvöfalda kafla Reykjanesbrautarinnar tók ég óvart fram úr löggu á 120. Löggan stoppaði mig en ég sagði henni að stelpan sem sat afturí hefði verið nauðgað fyrir skömmu síðan og ég væri á leiðinni með hana á spítala og grátbað hana að láta þetta eiga sig. Hún sagðist ekki geta það en sagði að hún gæti ekið stelpuna á spítala fyrir mig en ég sagðist ekki vilja það hennar vegna.
Löggan sagðist skilja það og bauðst til að keyra á eftir mér og láta þetta samtal eiga sig uns við kæmum niðrá spítala. En þegar við vorum komin niðrá spítala lét hún ekki sjá sig.
Stelpan var enn of miður sín þegar við komum niðrá spítala og gat enn ekki labbað án minnar aðstoðar, svo ég studdi hana inn á spítalann og talaði við konuna í afgreiðsluni sem síðar benti okkur á einhverja aðra deild sem myndi taka á móti stúlkuni.
Um leið og stelpan hvarf mér úr augnsýn og einhverjar konur tóku á móti henni fór ég beinustu leið niðrá klósett og ældi.
Ég beið fyrir utan stofuna á meðan það var verið að hlúa að stúlkuni. Eftir nokkra klukkutíma heyrði ég svo rödd stúlkunar nálgast og þóttist vera sofandi. Hún var að tala við einhverja hjúkku eða eitthvað.
„Er þetta kærastinn þinn eða…?“ Spurði hjúkkan.
„Nei, en ég vildi að svo væri“ Hvíslaði stúlkan að hjúkkunni „Hann er búinn að vera svo æðislegur við mig“
Hún kom þá og settist hjá mér og ég þóttist vakna. Við töluðum saman um hríð þar til ég ákvað að fara heim.
Nokkrum dögum síðar hringdi stúlkan í mig og bauð mér heim til sín. Ég þáði boðið og lagði af stað heim til hennar. En þegar ég var komin í götuna hennar birtist maður allt í einu beint fyrir framan mig og ég neyddist til að nauðhemla. Um leið og bíllinn stoppaði kom dynkur í bílinn og maðurinn sem birtist tók upp exi, hoppaði upp á húddið og sló henni nokkrum sinnum í húddið, þakið og braut framrúðuna. Það var annar með honum sem var með sleggju og hafði dúndrað henni í síðuna á bílnum og brotið allar rúður. Ég varð skíthræddur, þetta var ekki í planinu. Ég læsti bílnum, tók upp síman og hringdi í hundrað og tólf en um leið og það var svarað losnaði framrúðan af bílnum og hrundi yfir mig. Ég missti símann en vonaði að það væri enn samband.
Ég lagðist þá skelfingu lostinn niður og öskraði í átt að honum: „HJÁLP, HJÁLP. ÉG ER Í KEFLAVÍK. RÉTT HJÁ KASKÓ. ER Í VÍNRAUÐRI PRÍMERU FRÁ 91. NÚMEIÐ ER RB-7…“
En þá var tekið utanum hálsinn á mér og ég dregin út úr bílnum. Þeir teiðu mig út á götunni svo rækilega að ég gat ekki hreyft litlu tá. Á meðan öskraði gaurinn með exina einhverju að mér, í öllum æsingnum skildi ég ekkert af því sem hann sagði en ég gruna að hann hafi verið eitthvað að rausa um að ég hafi sigað á hann löggunni og reynt að sleppa við að borga honum.
Þeir helltu yfir mig smá bensíni, hentu mér inn í bílinn, vöfðu mig fastann í beltin, helltu bensíni yfir bílinn og kveiktu í honum. Ég strögglaðist til og reyndi að brjóta mig lausan en það var erfiðara með hverri sekúndu. Og hver millisekúnda leið eins og margir tímar, og tíminn leið hægar og hægar. Ég varð slappari og með hverri líðandi stundu. Að lokum var ég orðin svo veikur að ég gat ekki lengur barist á móti, allt varð sljórra, ég hætti að heyra í þessu hræðilega hljóði sem ég var farin að halda að myndi drepa mig. Allt varð dimmara. Ég var hættur að finna lyktina af brenandi bensíninu og reyknum. Hitinn sem fyrst var óbærilegur var nú notarlega þægilegur og innilokunarkendin sem fylgdi því að geta ekki hreyft sig angraði mig ekki lengur. Ég var að fara að deyja og ég var farinn að sætta mig við það.
En allt í einu byrjaði ég að heyra aftur. Ég heyrði raddir, fann fyrir notarlegum raka, sá menn sem teygðu sig inn í brennandi bílflakið og gripu í mig. Ég var á lífi.
Þeir settu mig á börur og settu á mig grímu svo ég gæti andað. Þessir menn höfðu bjargað lífi mínu. Ég leit í kring um mig og sá stúlkuna sem ég var nærri búinn að dreyja svo ég gæti hitt hana.
Og svo féll ég í yfirlið.
Ég vaknaði á gjörgæslu. Opnaði augun og það fyrsta sem ég sá var þessi stúlka sem hafði komið hrópandi og hágrenjandi beint í fangið á mér nokrum dögum áður. Hún kraup yfir mig og kissti mig.
Nú gekk mér allt í haginn og stúlkan var orðin mín. Ég átti aðeins einn hlut eftir. Og það var að myrða gaurana sem ég hafði borgað fyrir að nauðga henni í partýinu hennar nokkrum dögum áður.
—
Svo hljóðar mín fyrsta smásaga!!!