Fyrsti tíminn á mánudögum er danska :leiðinlegasta fagið . Ég labba í skólan klukkan 8:05 í myrkri. Þegar ég kem í skólan er andrúmsloftið einkvern veginn öðruvísi en venjulega,sorglegra. Nei,ég hlít að vera að ýminda mér það. En sumir krakkarnir virðast sorgmæddari en venjulega. Ég sé tvær stelpur að tala saman útí horni.”Er það satt að hann sé dáinn”segir önnur.
“Já” svarar hin.”Eða,ég held það,allir eru að tala um það”.
“Hver er það sem er dáin”spyr einn strákur við vin sinn.
“Ég held að það sé……”En þá hringir skólabjallan og ég heyri ekki nafnið.
Þá sé ég Gunnu vinkonu mína spyr hana hvort hún viti hver er dáinn.
“Hef ekki hugmynd um það,en ég veit að það er strákur” svarar Gunna
Ég fer inn í dönskustofuna og ¾ af bekknum er komin í stofuna.
“Það er einhver í okkar bekk sem er dáinn” segir Anna sem situr upp við kennarborðið.
Ég horfi yfir bekkinn,þeir strákar sem eru ekki komnir eru Baldur,Arnar,Binni,Símon,
Hilmar og kærastinn minn : Nökkvi Snær. Það má ekki vera Nökkvi,hann er það eina sem
gerir lífið bærilegt. Binni og Elísa koma inn í stofuna setjast á sinn stað. Nokkrum sekúndum seinna koma Arnar,Baldur og Símon saman inn. Núna eru bara Hilmar og Nökkvi eftir. Hurðin opnast,ég stari kvíðin á hana. Þetta verður að vera Nökkvi. Sunna
Ír kemur inn í stofuna brosandi og veit greinilega ekki hvað hafði gerst. Nokkrar mínótur líða.
Kennarinn kemur inn og á eftir honum er Hilmar. Þetta getur ekki verið að gerast,þetta
Hlítur að vera kjaftasaga. Nökkvi kom oft seint í skólann. En ég veit að þetta er engin
kjaftasaga,Nökkvi er dáinn. Kennarinn tekur til máls:”Það gerðist doldið hræðilegt,Nökkvi er dáinn”. Mig langar að gráta en ég get það ekki. Það er eins og táragöngin séu stífluð.
“Hvernig dó hann?” spyr Gunna
“Í bílslysi”svarar kennarinn.
“Ég eyði restinni af kennskustundinni inni á klósetti og geri ekkert nema að hugsa um Nökkva. Mig langar að komast til hans og ég veit alveg hvernig ég get það.
Það koma frímínótur og allir krakkarnir í skólanum fara í salinn en mig langar ekkert að fara þangað. Ég kemst út án þess að neinn taki eftir því og ég fer útí móa og sest bakvið
stein. Ég tek hnífinn minn uppur vasanum. Ég sker í sundur slagæðina á hendinni,horfi
á blóðið renna úr mér í gusum. Ég fer að sjá allt óskírt,allt verður svart.
Ég sé ekki neitt,nema Nökkva.
Maybe this world is another planet's hell.