Jæja, þetta er smá rugl sem ég var e-ð að leika mér að. Svo kom vinur minn og kom einhverri bull hugmynd upp í mér að þetta gæti orðið e-ð meira, jafnvel bók (með töluvert meiri vinnu og hugmyndum). Hvað finnst ykkur? Líklega of lítið til að fá einhverja alminnilega mynd af því sem þetta gæti orðið… amk any comments eru góð.

1.

Púður flýgur; Heilaslettur?

Hann hljóp niður ganginn, svarti leðurfrakkinn flaug í kringum hann er hann barði gólfið með svörtum skónum. Hann flaug framhjá horninu, stoppaði ekki sekúndubrot til að sjá hver væri eltandi hann. Hann vissi að þetta hafði farið til andskotans. “Djöfull, djöfull, ok náðu stjórn á þér auminginn þinn” hann ávítaði sjálfan sig fyrir að missa stjórnina. Hann hægði á hröðum andardrættinum, og hljóp áfram. Hann var í mjög góðu líkamlegu ástandi, hann átti ekki erfitt með að hlaupa nokkra kílómetra. Hann sá framundan hurð á báðum höndum. Hann opnaði aðra hurðina yfirvegað og lokaði henni samstundi á eftir sér um leið og vinstri hönd hans tók upp USP “Silenced” skammbyssuna og miðaði inn í herbergið sem hann var nýkominn inn í.
Enginn.
Myrkur.
Hann hugsaði um að loka augunum til að venjast myrkrinu betur en heirði fótskref umsátursmanna hans og ákvað í staðinn að feta sig í blindni inn, með byssuhlaupið beint að dyrunum. Fótskrefin nálguðust … og fjarlægðust. Hann andaði aðeins léttar.

2.

Og hann heitir…


Hann hét Armath. Armath Mestthoiu. En hann hefur ekki endurtekið þau tvö orð í þó nokkra áratugi, næstum því árhundrað. Til flestra sem hann kynntist í gegnum áratugina kynnti hann sig ávallt sem einfaldega Slither. Í fyrstu var þetta svolítið barnaleg tilraun hans til að vekja í fólki óhug og hræðslu með svona illilegu nafni en því fleiri verk sem hann kláraði, og því fleira fólk sem heirði nafn hans hvíslað í undirheimumunum, fyrst í New York, seinna gjörvallri Ameríku, því vanari varð hann nafninu. Hann var fyrir öllum Slither og það var hans eina nafn. Armath var ekki til lengur. Hann hefur svart hár, að minnsta kosti í dag hefur hann kolsvart hár, hvorki stutt né sítt, og alltaf greitt aftur, svo línurnar sjást í þykkum hármassanum. Augu hans geisla venjulega af myrkri og er nánast ómögulegt að sjá einhvern einn lit í þeim. Honum hefur oft verið líkt við vampíru, þó hann viti vel að vampíra er það síðasta sem hann er. Honum geðjast yfirleitt ekki mjög að blóði almennt. En út af einhvejrum ástæðum hefur hann aldrei elst. Honum hefur aldrei fundist það neitt sérstakt… þannig var það bara. Engar hrukkur eftir 60 ár…engin óþægindi, honum leið eins vel á sextugasta afmælinu og honum leið á því tuttugasta. Nú er hann 98 ára.

3.

Tíu mínútum áður

Ég þarf að fara inn í gegnum vörugeymsluinnganginn. Þar verður að öllum líkindum einn vörður, í kringum fimmtugt nema tveir ef sá yngri sé búinn að jafna sig. Hann fór heim í gær út af magasári. Næturverðir…
Inni eru í kringum fjórir til sex 15 m² kassar, u.þ.b. tveir og hálfur meter að hæð, einfalt að hífa sig upp og þaðan komast upp á göngubrú fyrir ofan sem leiðir inn í skrifstofubygginguna og vistarverurnar. Þar tekur auðveldi parturinn við. Finna Dr. Timothy Orkansa. Finna púlsinn hans. Stoppa púlsinn hans. Auðvelt og einfalt.


Slither brosti og stóð upp, skokkaði af stað í átt að risastóru byggingunni. Hurðin sem hann var að leita að var framundan, einföld járnhurð með ósköp einföldum lás. Auðvelt að opna. Slither stakk fimum fingrum í vasa og dró upp “lockpicking” settið sem hann hafði reddað sér af svarta markaðnum. Lásinn sigraðist auðveldlega. Hann smaug inn og lokaði á eftir sér, leit í kringum sig í rökkrinu og sá að í stóru herberginu voru þrír, aðeins þrír, kassar. Og tveir verðir voru spjallandi við vegginn hinummegin í salnum, líklega um 30m frá honum. Hann flýtti sér í skuggans skjól við næsta kassa og fylgdist með vörðunum. Þeir voru báðir í eldri kantinum, eins og hann vissi, og virtust ekki mjög áhugasamir um umhverfi sitt. Hann stóð uppréttur og hífði sig upp á kassann sem innihélt… eitthvað… og ofan af kassanum tók hann í göngubrúna og klifraði yfir handriðið. Það heirðist svolítið í henni en hann vissi ekki betur en að verðirnir voru báðir hálfheyrnalausir líka. Hann laumaðist eftir brúnni í átt að öðrum stórum járndyrum.
Ólæstar.
Inni fyrir var stigi, og hann fór upp með augun upp eftir handriðs hringnum í miðju stigans.
Sjáöldurin í dökkum augum hans víkkuðu skyndilega, hann sá hönd færast niður eftir handriðinu tveim hæðum fyrir ofan hann. Hann færði sig frá því um leið og hann hraðaði sér upp afgang þrepanna, fann hurð sem hann datt nánast í gegnum. Inni á dimman gang. Hann sá í bakið á verði. Ef vörðurinn ákveddi að snúa sér við núna væri Slither í djúpum skít. Hann var á vitlausri hæð. Hann beið hljóður við hurðina að stigagangnum og heirði sér til léttis að persónan hélt áfram niður. Hann fór aftur inn á stigaganginn og flýtti sér upp stigann.
True blindness is not wanting to see.