Tek það strax fram að ég skrifaði ekki þessa sögu heldur góðvinkona mín Linda. Ég fékk bara að setja hana inn á huga fyrir hana.
———————–

Eftir að Mæja hafði lokið við seinustu setninguna, missti ég símann.
Brást í grát og fór öll að titra.
Ég vissi ekki alveg hvað gekk á, var að vonast eftir því að geta vaknað á ný.
Vaknað upp frá vondum draum sem ég hefði viljað óska að mig hafði aldrei dreymt!
Þetta var ömurlegt, og mér leið hræðilega.

Mamma kom hlaupandi að mér og spurði hvað væri að !
Ég kom ekki upp orði, náði ekki andanum og fannst ég ekki getað opnað augun!
Þau voru svo pírð að mig var farið að verkja!
Að missa svona manneskju til eilífðar var einsog að það væri ei lengur tilgangur til að lifa!
Ég hafði oft hugsað útí það og oft sagt henni það og við ræddum þetta oft að hvor okkar sem yrði á undan að kveðja yrði að sega manni það fyrst.
Sama hvað myndi gerast! Æi þetta var flókið að skilja, svona voru bara ég og Silja.
Stelpur sem varla nokkur maður fattaði!
Mæja sagði að núna liði henni miklu betur, þurfti ekkert að þjást, var hún að þjást? Hvernig þá!
Ég meina við vorum bestu vinkonur af hverju ætti hún ekki að hafa sagt mér frá öllu?
Maður spyr sig….

Ég var nývöknuð á sunnudagsmorgni og mamma opnaði hurðina og sagði mér að klukkan væri að ganga hálf tvö.
Ég svaraði ekki og þagði bara, hún gekk inn og dró frá gluggatjöldin og sagði að nú væri tími til að byrja nýtt líf! Þetta gengi ekki lengur!
Að liggja bara hér í sorg allt sitt líf.
hvurslags líf er nú það?
Ég sagði ekki neitt, reisti mig bara upp og fylgdist með hverju spori sem mamma tók!
Hún settist á rúmgaflinn og reyndi að telja mér trú um það að Silju liði betur þar sem hún væri núna.
Hvernig í ósköpunum á henni að geta liðið betur þarna uppi, og hvar uppi? Síðast þegar ég vissi þá liggur hún í einhverjum lokuðum kassa lengst niðrí jörðinni!
Mamma leit á mig og gapti, tók mig að sér og hélt mér fast.
Ég brást strax í grát, reif mig frá henni og stóð upp og sagðist ekki vilja vera hérna lengur, því núna væri líf mitt búið.
Enginn tilgangur til að halda áfram!
Mamma leit á mig og spurði mig svo hvernig mér dytti í hug að sega svona!
Eftir smá stund, þar sem ég hafði staðið stjörf í fimm mínútur eða svo tók ég fötin á stólnum mínum og gekk inná klósett og beint út!
Ég hafði fengið nóg af því að gera ekki neitt, ætlaði að fara út í kirkjugarð!
Langaði helst bara að grafa mína eigin gröf þarna hliðin á henni Silju.

Ég gekk stuttan spöl, en mér fannst það taka óratíma því ég hugsaði ekki um neitt annað en öll momentin okkar Silju!
Ég táraðist, og táraðist æ meir…
Ég hafði enga stjórn á þessu táraflóði.
Loksins var ég komin að strætóskýlinu og um leið kom strætó, ég hoppaði uppí bílinn og bílstjórinn glápti á mig, og mér langaði eiginlega bara til að ulla á hann!
Vonaðist að sjálfsögðu til þess að enginn myndi vera í strætó, en hann var gjörsamlega troðfullur.
Ég gekk inn og sá að það var laust sæti þarna hliðiná ungri konu í þykkum snjógalla, miðað við veðrið þá var eg nú ekkert hissa.
Konan leit varla á mig alla leiðina, en svo virtist að henni leið einnig illa, en ég bara kunni ekki við að spurja hvað væri að, ekki myndi mér langa að eitthver ókunnugur kæmi og myndi spyrja.
Ég dinglaði bjöllunni, þá heyrðist í konunni hvísla ,,Nú svo þú ert á leiðinni í kirkjugarðinn”.
Ég leit á hana og hún horfði beint í augun á mér!
Vá hvað ég kannaðist við hana.
Bössinn stoppaði og ég gekk út og við gengum í sitthvora áttina.
Ég var rétt í því að fara setja headphone-in í eyrun þegar heyrist í konunni kalla ,,Lífið hefur uppá svo margt að bjóða telpa mín. Ekki hugsa bara um sjálfa þig!”.
Ég leit við og konan gekk áfram eftir veginum.
Var mig að dreyma eða voru þetta ofheyrnir eða er raunveruleikinn virkilega svona furðulegur?

Ég gekk áfram niður hlíðina í átt sem lá næst perlunni, nema ég átti leið niður í kirkjugarð.
Ég þurkaði tárin sem voru strax aftur byrjuð að koma, og byrjaði að ganga hraðar, og hraðar þangað til ég vissi ekki af fyrr en ég var byrjuð að skokka þetta. Ég var langleiðina komin þegar ég var að fara hlaupa yfir götuna þar sem að það snarstoppar bíll og flautar á mig, og þar situr maður í sjokki.
Ég var ekki alveg að fatta.
En ég leit niður á fæturnar á mér og það munaði hársbreidd að hann hefði bara nelgt í mig!
Mér brá um leið og ég sá hversu nálægt hann var!
En maðurinn gekk út úr bílnum og hljóp að mér, og spurði hvort ég væri heil á húfi.
Það var einsog ekkert hefði gerst svo ég bað bara manninn að afsaka þetta og ég hélt minni leið áfram.

Ég gekk aðeins um garðinn og fann síðan leiðið hennar Silju, ég féll niður á nýskafna gangstéttina, og hágrét!
Ég las á leiðið og sá hvílist í friði.
Mér líður verra en allt, sé eftir því að hafa komið hingað!
Stóð upp snökktandi einsog ungabarn, gekk áleiðis niður í Nauthólsvík og sá kaldann ölduganginn streyma inn í fjöruna!
Ég og Silja vorum vanar því að koma hingað oft á sumurin, sitja á steinunum og horfa á sólina setjast- er hægt að hafa það betra.

Fyrr en ég vissi var ég komin á nærfötin og komin lang leiðina út í sjóinn, leit til baka og sá dótið mitt á einum steininum.
leit í sjóinn og horfði svo aftur á dótið mitt!
Þá fannst mér ég sjá Silju koma hlaupandi, ég dreif mig lengra ofan í því ég vissi ekki hvað var að gerast, mér var orðið ískalt, en fékk svo allt í einu svo þægilega tilfinningu.
Ég lagðist ofan í og lét mig fljóta á bakinu!
Fyrr en varir var ég farin að finna fyrir þægilegum hita og yndislegri tilfinningu.
Allt í einu gat ég ekki staðið upp, var komin með dofa í fæturnar og gat ekki spriklað áfram hvorki með höndum né fótum.
Ég ákvað að láta tilfinninguna ráða.
Ætlaði mér aldrei að fara svona langt ofan í, en fyrr en varir man ég ekki meir.

Morgunblaðið
Miðvikudaginn 1 Desember

Stúlkunnar sem var leitað síðastliðinn mánudag og þriðjudag er látin.
Dánarorsök er drukknun.
Hún fannst látin í nauthólsvík, lík hennar flæddi uppá bakkann.
Nafn hennar er Þórdís Mjöll Grímsdóttir fædd 13 Apríl 1989.
Að sögn móður hennar hafði hún gengist undir geðrannsóknir síðastliðinn mánuð, vegna andlát bestu vinkonu sinnar.
Hennar verður sárt saknað!
Hvílist í friði.