Magnúsarþættir 1.kapítuli
Jólaskreytingar Laugavegarins blikka mig í snjókomunni þó það sé ekki enn þá komin desember. Það hefur snjóað mikið síðustu daga og snjónum hefur verið mokað af götunni og yfir á gangstéttarnar svo það sé enn erfiðara fyrir gangandi fólk að komast leiðar sinnar. Ég staulast samt áfram á öruggum hraða svo ég endi nú ekki á sitjandanum. Það er ískalt og það hvarflar að mér hvort ég hefði nú ekki átt að klæða mig betur.
Það er ekki margt um manninn þetta nóvemberkvöld á Laugaveginum en þær manneskjur sem hafa mætt hafa ekki tekið augun af mér. Fyrst mætti ég tveim stelpum og ég hélt þær væru bara að dáðst af dýrð minni og kynþokka en svo þegar gamall kall byrjaði að glápa á mig áttaði ég mig á að eitthvað meira hlyti að vera athugavert við mig. Það var þá sem ég áttaði mig á því að það var stór majónes klessa á kinninni á mér eftir kvöldmatinn og var ég fljótur að þurrka hana af og gefa ljósastaur sem gekk við hliðina á mér.
Ég er á leiðinni í jólaboð á Laufásveginum, jólaboð í nóvember. Alltaf eins, fólk segir nýjustu fréttir og svo er bara verið að staglast á gömlu sögunum sem allir hafa heyrt hundrað sinnum. Seinna kveður fólk með þeim orðum að það verði að hafa meira samband og eitthvað því um líkt.
Ég lít upp Klapparstíginn og sé glitta í Hallgrímskirkju, ég er orðin seinn. Ég held samt bara áfram að ganga á mínum hraða; gömul hjón mæta mér. Þau snarstoppa og skransa smá í hálkunni svo horfir konan á mig, stífnar upp og það líður yfir hana og hún fellur í fang mannsins síns. Ég hjálpa gamla manninum að halda henni uppi og reyni að fá hana aftur til meðvitundar með því að slá létt á kinnina á henni en hann bregst illa við og slær í mig og segir mér að hypja mig. Hann leyfir sér að kalla mig asna. Ég kem mér í burtu skelkaður á því hvernig eldra fólk er byrjað að láta. Þau eru bara enn þá sár yfir því að Gísli Marteinn vann ekki prófkjörið hugsa ég með mér.
Það er búið að snjóa á öll skilti svo það sést ekki hvað stendur á þeim. Þetta lætur mig byrja að hugsa hvort það væri nú ekki sniðugt að seta hita í skiltin, eða alla vega þau skilti sem eru miklvæg útlendingum sem þekkja ekki til staðarhátta; ég þarf enginn skilti ég rata allt.
Ég geng inn Laufásveginn, og hugsa með mér hvað það er orðið helvíti kalt. Ég er komin með gæsahúð frá toppi til tár og hrollur komin í mig. Ég hægi á mér, það er glerhált og greinilega ekki jafnmikill metnaður í snjómokstri og á Laugaveginum, skiljanlega.
Svertingjakonur er alltaf í góðu skapi í bíómyndunum og greinilega líka í alvörunni því nú kemur á móti mér feit og girnileg blökkukona sem er skellihlæjandi að einhverju sem gæti allt eins verið fötin mín því hún horfir furðulega á mig. Af hverju hlæja svertingjakonur? Ef ég væri ekki ég, þá myndi ég vilja vera feit og girnileg svertingjakona sem er alltaf hlæjandi af öllu en það er önnur saga.
Nú er ég komin að húsinu þar sem teitið er haldið. Þetta er eina húsið í götunni sem er búið að seta upp jólaskraut í, trén í garðinum heilsa mér með sveiflandi greinum, umvöfðum marglituðum ljósaperum. Ég heilsa ekki trjám. Þau heilsa mér. Það er eitthvað að fjölskyldunni minni; ég hlýt að vera ættleiddur. Ef ég væri kanína væri ég albínói. Ég geng varlega upp tröppurnar að dyrunum og styð mig við handriðið sem er pakkað inn í jólaseríu. Ég tek í ískaldan koparhúnin sem hefur blessunarlega sloppið við skreytiþörf húsráðenda. Ég geng inn og bursta aðeins af mér. Nú svífur að mér lítil frænka mín í fallegum rauðum kjól með barnslegt bros á vör. Hún horfir á mig litlum, saklausum bláum augum og segir svo: „Maggi frændi! Af hverju ertu allsber?“