Tár- Hvað hef ég gert? Mæli stranglega með því að lesa þessa sögu fyrst, sérstaklega af því að hún er eiginlega “byrjunin” :)

http://www.hugi.is/smasogur/articles.php?page=view&contentId=2336139

EN já, þetta er eiginlega dálítið flókin saga, og snúin. Þar sem þessi saga er gerð á mismunandi tímapunktum, þá getur bara vel verið að ég endurbæti hana :) ef eftirspurn er þá :P



Tár- Hvað hef ég gert

Ég ætla að fara í meðferð, ég er staðráðinn í það, bara eftir þetta eina skipti. Fíknin er alveg að drepa mig, af hverju get ég ekki bara verið venjulegur, verið venjulegur eins og litli bróðir, af hverju er ég svona gallaður?

Ég sprauta mig, þvílík gleði, þvílík sæla og hún streymir áfram allan líkamann. Ég gleymi fólkinu sem ég kom með og ætla heim, ég veit að ég hugsa óskýrt, en ég tek bíllyklana úr vasa vinar míns og labba hægt af stað, opna bílhurðina, sest inn og skelli henni aftur. Starta bílnum og keyri heim á leið.

Bíllinn geysist áfram á ógnarhraða, löggan fyrir aftan mig með ljósin á og ég í kæruleysisvímu, ég ætla að fara heim til mömmu og segja henni að ég ætla að hætta. Ég keyri bíllinn varlega útaf og stekk út úr honum, mér tekst ekki að ná lyklunum þannig að ég hleyp eins hratt og ég get undan löggunum, þær ná mér aldrei. Núna man ég hvað ég get hlaupið hratt, ég var bestur í bekknum, langbestur.

Ég er loksins kominn heim “mamma” kalla ég hátt. Ég fæ ekkert svar, æi það skiptir ekki máli. Ég hleyp að herbergishurð mömmu og opna “mamma, ég er allveg hættur” segi ég “ég er hættur í dópinu.” Mömmu líkar ekki hvernig ég kem heim, útúrdópaður og ruglaður. “Mér er nú bara andskotans sama, þú getuir bara átt þig sjálfur” mamma er reið, en ég skil bara ekki af hverju.

Núna er ég orðinn reiður, ég öskra óyrðum til bróður míns og sparka í hurðina hans, hún brotnar og ég opna hana upp á gátt, æði inn og rústa öllu, það er ekki mér að kenna að þetta gerist, ég er ekki svo slæmur, eða er ég það?

Það er rigning úti, en ég hleyp samt útí óstöðvandi vatnsdropana með aðeins eitt í huga, að flýja, að fara burt, að hverfa. Enginn mun finna mig og enginn mun leita mín.

Ég fer aftur á sama staðinn og ég var á, bólið, eins og flestir dópistar kalla það, en þar líður mér vel, allaveganna betur heldur en heima.
Ég tek eftir því að það er enginn “lifandi”, eða já allir dauðir.
Stuttu seinna drepst ég líka, eftir öll lætin sem ég hef framkallað heima.

Sólin skín í augu mín, klukkan er 7, ég ligg á gólfinu, en er ekki á sama stað og ég var í gær. Einhver hefur fært mig, kannski ekki nennt að hafa mig inni.

Ég ákveð að gera það sem ég ætlaði mér í gær, fæ mér smá í nös, bara til að geta lifað daginn af og held heim á leið.
Það er enginn heima, klukkan er hálf 9, en ég sé að fréttablaðið liggur á borðinu, fyrirsögnin “19 ára piltur lést eftir útafkeyrslu í gærkvöld, ekki er hægt að segja meira um málið að sögn lögreglu.” blasir við mér, ég tek bíllyklana, hleyp út og stekk inn í bíl, starta honum og keyri hljóðlega af stað.

Ég ákveð að fá mér meira í nös, keyri útaf vesturlandsvegi og legg bílnum þar. Ég fæ mér allveg hressilega mikið, og dettur það í hug að fara að athuga að leiði Júlíu, vinkonu brósa.

Ég finn hvað síðasti skammtur minn hefur áhrif á mig í umferðinni, það er skrítið af hverju löggan kemur ekki, það eru alltaf einhverjir kjaftarar í umferðinni að mínu mati.

Þá er komið að því, að heilsa upp á hana Júlíu, það var nú einu sinni ég sem leiddi til dauða hennar. Ég hefði ekki átt að gera það við hana, ég hefði ekki átt að neyða hana til þess að gera þetta, við ætluðum að fara saman.

Ég sé litla brós hlaupa til mín, “Hvað ert þú að gera hér” spurði hann. “Má ég ekki heilsa upp á leiði vinkonu minnar, hvað ert þú að gera hér?” svaraði ég. “Mamma er búin að vera að leita að þér, hún hefur áhyggjur, við héldum að þú værir dáinn.” Hann var reiður, ég, með minn aulahátt byrjaði að hlægja, líklegast áhrif skammtsins, en inni í mér grét ég, ég stóð upp og fór, ég man ekki hvar ég lagði bílnum þannig að ég settist smá stund niður á bekk.

Ég var í beinni sjónlínu við bróðir minn, hann sá mig ekki en ég sá hann, og mér til mikilla furðu þá var hann að gráta, litli bróðir minn að gráta. Nú var ég hissa, ég hafði aldrei séð annað eins.

Ég man hvar ég lagði bílnum, og rölta nú á fund við bílinn, já, en ég á ekki bílinn, nei ég fékk hann að láni.

Þó ég fari hægt, er eins og ég fari hraðar en áður, ég er að flýta mér, en af hverju? Ég get ekki farið neitt, ég er bara einhver dópisti úti í bæ, eða hvað með það.

Síðan byrja tárin að streyma eins og ég hafi- ég hafi áttað mig á einhverju mikilvægu. Er það virkilega ég sem hef kallað yfir okkur þessa ólukku, það var MÉR að kenna að Júlía fór, að hún dó, kannski hefði það engu breytt þó ég hefði mætt í staðinn fyrir að vera á hausnum útí bæ, en ég held, að það hafi samt verið best fyrir mig, því að þá hefði ég kannski drepist líka.

Ég áttaði mig á að ég hafi aukið hraðann, en það var ekki ég sem gerði það, það var –einhver annar. Ég vaknaði þegar bíllinn skall hrottalega á strákinn.

Hvað hef ég gert?

Ég stekk út úr bílnum og sé litla bróðir minn á götunni, máttvana, blóð út um allt. Ég brotna saman, ég finn að einhver grípur um handlegg minn og dregur mig frá líki litla bróður míns. Ég er settur í járn og mér hent inn í bíl. Mamma horfir á eftir bílnum, með tárin í augunum, og ég, ég græt. Ég skipa lögreglumönnunum að stoppa, ég öskra, en þeir hlusta ekki á mig.

Mig langar ekki til að lifa lengur, ekki eftir það sem ég gerði, mig langar til að bæta fyrir það sem ég gerði.

Ég vakna við slæman draum, í fanginu hjá mömmu, ég er alltaf að spurja hvað ég hafi gert, en hún svarar ekki. Svo lít ég í kringum mig, fólk, mikið af fólki. Svo finn ég einhvern grípa í mig, hendurnar máttlausar, augun tóm, máttfara líkaminn getur ekki streist á móti, en samt er eins og að viljinn vilji annað. Að lokum dregst ég niður, og er horfinn af jörðinni.
Hvað HEF ég gert?


Christiana