Það er komið kvöld. Allir eru sofandi. Eða hvað?
Halastjarnan stefnir í áttina að litlu íbúðinni á Eggertsgötu. Hún nálgast eins og óð fluga. 3,2,1. Pang, splash og allt það. Allt horfið nema einar nærbuxur með fimm sentimetra bremsufari. Ástæðan fyrir henni gæti verið burritoið sem húsráðandinn fékk sér í gær, en hann veit betur. Þetta var konunni að kenna. Litlu feitu konununni sem bjó á hæðinni fyrir ofan. Það var hún sem gleymdi að þvo þvottinn, það var hún sem hringdi í guð og sagði að hann væri ekki maður að sínu skapi. Það var hún sem var svo undarlega róleg yfir ástandinu í Palestínu að æðri máttaröld sáu sig knúna til að senda Gabríel í formi halastjörnu og brenna rassgatið af feitu kellingunni og þar með að þurrka út tilvist eggertsgötunnar, þar til ekkert var eftir nema áðurnefndar nærbuxur.
Þetta var á forsíðu allra helstu fréttamiðla heimsins. Fréttamenn streymdu frá öllum heimsins hornum að skoða þennan válega atburð. Þeir urðu fyrir nokkrum vonbrigðum þegar þeir sáu enginn ummerki af þessum hildarleik. Engin sprengjugígur, enginn eldur. Bara alls ekki neitt. Afsakið hlé, búið og bless. Vinsamlegast komið aftur seinna. Ekki gleyma að læsa, ta,ta.
Gamli maðurinn sem var þó ekki gamall lét þó ekki blekkja sig. Hann var búinn að lesa allar bækurnar hans Arnaldar Indriðasonar og vissi að þetta væri ekki svona einfalt. Það væri eitthver óhreinn ánamaðkur í mysunni eða jafnvel tveir.
Hann settist upp í gömlu rauðu löduna sína og krosslagði fingur og bað til guðs að hún færi í gang. Þó það væri nú bara í þetta eina skipti. ,, Gerðu það guð eða hvað sem þú heitir” öskraði hann ,, láttu drusluna fara með mig í þessa síðustu ferð, eftir það er mér sama hvað þú gerir við mig. Plís guð. Plís mar!
Að sjálfsögðu fór hún ekker í gang þannig að hann neyddist til að setja undir sig nýju skóna sem hann keypti í rúmfatalagernum í síðustu viku og byrja að hlaupa. Þá gæti nú einhver byrjað að hugsa,,, Heyrðu af hverju hringir hann ekki í leigubíl eða biður einhvern um að skutla sér, en ástæðan er einföld kæri þú. Hann er ekkert venjulegur gamall ljótur maður. Hann er ekkert goddamn normal pípol. Hann vill alls ekki vera upp á aðra kominn. Hann vill ekki að sín guðlega forsjá smitist eins og vírus og ræni sig tækifærinu að verða einstakur. Loksins einstakur.
Þegar hann var búinn að skrölta í marga tíma komst hann loks á Eggertsgötuna. Hann varð að ryðja sér leið í gegnum mannþröngina og ýta frá sér þreyttum blaðamönnum sem gláptu á hann eins og að þarna færi lík á ferðinni. Gamallt ljótt lík í ferlega ósmekklegum skóm frá rúmfatalernum.
Gamli maðurinn lét þetta ekkert á sig fá. Hljóp eins og fætur toguðu, stökk léttilega yfir borðana sem lögreglan hafði girt utan um svæðið. Hann hljóp síðasta spölin eins og súrelískur boðhlaupari sem gerir sér grein fyrir hinum æðri tilgangi lífsins. Hinu besta, nirvana, algleymi eða what the fokk. Hann skrensaði á svæðinu þar sem húsið á Eggertsgötu stóð áður, stoppaði í stutta stund, brosti og byrjaði loks að syngja með sinni einstöku afkræmdu röddu.
Ó þú,,, enginn elskar eins og þú-úú. Engin brosir líkt og þú engin ,,,,,,
Long time no seen;
Krystall