Ég slamma hendinni á klukkuna í von um að lenda á réttum taka.
Eftir nokrar tilraunir þagnar klukkan og ég held áfram að sofa.
eftir tíu mínútur af aukasvefni hálf opna ég annað augað og lít út um gluggan sem er þakinn snjó.
Um leið og ég dreg andann finn ég þessa yndislegu lykt sem er bland af smákökum og sjóðandi hamborgarahrygg.
Ég fer í nýpressuð fötin sem ég ætla að vera í fram eftir degi eða þangað til að allt verður heilagt klukkan 6.
í sömu andrá og ég stíg fyrsta skrefið niður stigann heyri ég að einhver hefur sett uppáhalds jólalagið mitt á.
Þetta er allt einhvernveginn of fullkomið til að vera satt.
Ég geng niður stigann fullur af hamingju og ætla að hringja í kærustuna þegar ég er búinn að faðma fjölskylduna.

Ég sé að það er enginn vaknaður nema ég sem er skrítið því að klukkan er orðinn frekar margt miðað við að þetta sé aðfangadagur.
Ég þramma inn í eldhús og sé að á borðinu eru smákökur á borðinu ásamt ískaldri mjólk sem eru greinilega ætlaðar mér því að ofan á disknum er miði stílaður á mig með efirfarandi skilaboðum:
,,Njóttu þeirra meðan að þú getur".
Ég skil ekkert hvað þessi skilaboð meina en leiði það hjá mér enda líta smákökurnar meira en vel út og bragðið ennþá betra.
Þegar ég hef klárað smákökurnar geng ég aftur upp og lýt inn í herbergi mömmu og pabba sem eru mér til mikillar furðu ekki þar og rúmið er umbúið eins og enginn hafi sofið í því, ég geng inn í herbergi bróður míns og sé að þar er það sama upp á borðinu og koll af kolli í öllum svefniherbergjum hússins.
Í gegnum huga minn fer einhver smá óttatilfinning og eitthvað segir mér að það sé ekki allt með feldu.
Ég segi við sjálfan mig að vera ekki með þetta rugl. Fólkið sé ábbygilega bara úti að fara með síðustu jólakortin.

Án frekari hugsana fer ég inn í sjónvarpsherbergi til að horfa á pappírspésa en það hefur verið hefð okkur í kringum árin. Ég kem mér þægilega fyrir í besta stólnum og kveiki á sjónvarpinu.
í stað pappírspésa fer videoið í gang og á skjáinn kemur ekkert nema texti neðst á skjánum sem er svo lítill að ég sé hann varla.
Þegar ég horfi betur sé ég að í textanum er nafnið mitt meðal annars.
Ég reyni að sjá betur hvað stendur og eftir smá stund verður mér það ljóst að á skjánum stendur Afhverju ég? og svo nafnið mitt.

Um mig grípur mikill ótti og hjartað hamast hratt. Ég finn fyrir vanlíðan en skil samt ekki afhverju.
Hafði ég gert eitthvað? Ég vissi ekki að ég ætti í nök við neinn mann.
Einhvernveginn vissi ég að eitthvað hafði gerst fyrir mömmu og pabba og hina í fjölskyldunni en ég gat ómögulega skilið hvað, hvernig og síðast en ekki síst afhverju.
Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og hljóp í símann í von um að ná í símann hjá pabba en hann var lokaður og það sama gilti um gsm síma allra hinna.

Ég var í sjokki og átti erfitt með andadrátt. Tárin streymdu niður kinnarnar því að ég vissi einhvernveginn að það hefði eitthvað komið fyrir og það sem var verst:
Ég átti einhvern hlut í máli !!!
——————————-

bara eitthvað að þylja upp úr mér en ef ykkur lýst vel á skal ég koma með framhald