Hún sat þögul í sama horni og áður, andköf hennar urðu til þess að ekkarnir ómuðu enn hærra en áður, ég horfði á tár þessarar stúlku, hún hafði týnt móður sinni.

Tárin streymdu niður kinnar stúlkunar, og ég sat bara aðgerðarlaus, ég horfði bara eins og ekkert væri.

Ég sá síðan móður hennar, og hún öskraði einhver orð að stúlkunni, einhver sem ég skildi ekki. En tárin héldu áfram að streyma, það var eins og hún sæi ekki né heyrði ekki í móður sinni, en ég, aftur á móti heyrði allt og sá hana, en skildi ekki það sem hún sagði.

Ég tók í hönd stúlkunnar, leiddi hana að kistunni, og sagði við hana, hinsta kveðjan er hingað komin að þessari kistu, kveddu nú móður þína.

Það heyrðist ekkert í stúlkunni, en sorgarsvipur andlitsins komu tárum mínum af stað, ég grét, en það var ekki eins og mitt starf átti að vera, mitt starf var að vera sterk.

Ég hjálpaði stúlkunni að klifra upp í kistuna, og ég horfði á hana, tárin streymdu enn, en þau sáust ekki, nú var hún friðsæl.

Ég hélt áfram mínu starfi, eins og ekkert annað var, venja mín var að fylgja þeim til grafar, en núna lá mér á. Sál þessarra stúlku var hrein, af hverju dó hún.

Sál stúlkunnar hélt fast um hönd mína, og ég enn fastar um hana, ég vildi ekki sleppa henni, hún var dýrmæt.

Síðasta skrefið upp klukkuturninn var erfiðast, ég sast á sama stað og áður, vani. Sál stúlkunar var enn í greipum mínum, ég afhenti englinum hana og sagði “ekki missa hana”. Á því augnabliki steig engillinn sig til lofts, breiddi út vængi sína og hóf sig til flugs, tár mín flæddu úr augum mínum.

Í klukkuturninum staldra ég við í stutta stund, geng svo hljóðlega niður tröppurnar, sál stúlkunnar fellur aftur í arma mína. Hann missti hana, gat ekki hlustað á mig.

Ég breiddi út vængi mína og hóf mig til lofts, sál stúlkunnar var hrædd, en ég sagði henni að óttast eigi staðinn sem við færum á.

Ég hef aldrei áður stigið fæti inn í þvílíka dýrð.


Christiana