þessi saga er tileinkuð littla manninum, danny devito , annars hef ég verið svolítið tregur varðandi það að senda inn smásögur hérna eftir mig þar sem að það var drullað allrækilega yfir síðustu sögu sem að ég senti inn. En hérna er gróf útgáfa af inngangskafla fyrir sögu sem að ég ætla að skrifa, smá vísindaskáldskapur, - gjörið svo vel
——————-
1.“Vindurinn kallar ekki á hjálp!”
.Þau höfðu staðnæmst við ströndina aðeins fimm mínútum áður til að “fullnægja dýrslegum hvötum sínum” eins og hann vildi kalla það.
-Hún þoldi hann ekki, …en hann dugði þó alveg þangað til að hún yrði næst ástfangin. Ást ást ást, hvað sem það nú væri.
.Þó svo að í hennar huga væri lítill skilningur á tilfinningunni sem að ást bæri með sér , jafnvel hvað “það að vera ástfangin” væri þá vissi hún nú að þetta væri að minnsta kosti ekki það . Hann var alltaf svo klaufalegur þegar að það kom að því en upp að verknaðinum sjálfum, ódæðinu bar hann sig ávallt eins og einhver guðsgjöf til kvenna. Hún vildi ljúga að sjálfri sér að það sem að hún leitaði í karlmanni væri persónuleiki yfir kynþokka en hún var svo hræðilega lélegur lygari.
(…Já hún þoldi hann ekki en djöfull var hann mmm ríkur..)
.“Ég elska þig” rennur úr vörum hans í miðjum klíðum og orðin brennimerkja hana, og núna iðar hún sem músarangi að reyna að sleppa úr klóm uglunnar. Hann tekur ekki eftir því, heldur líklegast að þetta hafi virkilega kveikt í henni, “etta virkar á allar kellingarnar” er hann eflaust að hugsa.
(Vei, .Hann er hættur, eflaust búinn að fá´ða, eftir bara hvað… 3 mínútur? ó amor þendu mína vængi…)
.Hún horfir á hann með svip sem að hún málaði sérstaklega á sig fyrir hann, “fullnægingarsvipinn”, framhjá rigningarbarðri bakrúðunni þjóta pappírar eða svo virðist, rennandi augunum frá rúðunni niður bílsætið meðfram sveittum líkama mætir henni fölt andlit án svipbrigða. Hvert getur hugur einfeldnings ráfað þegar að allir vegir eru ófær vegna heimsku? spyr ung stelpa með esjuna og mann sem að hún gæti aldrei elskað gnæfandi yfir sig.
“það var einhver að kalla , ég get svarað!” rymur hann allt í einu upp úr sér, með jólasteikinni og öllu
Þurrkandi slefið hans framan úr andlitinu svarar hún “æi, er þetta ekki bara vindurinn , það er alltaf svo hvasst undir fjallinu”
“vindurinn kallar ekki á hjálp!”
Augu beggja ferðast óravíddir og beinast að ströndinni, skilngarvitið fylgir ekki með - það átti aldrei eftir að gera það. Sjón sú sem beið þeirra var eins og klippt út úr aðrari vídd og breitt yfir svört sandkornin aðeins fyrir þau.
Á ströndinni situr bifreið yfirlætislega eins og hún eigi allan heiminn, hurðin er galopin bjóðandi alla velkomna inn í sig. Augað fylgir pappírslóð frá hurðinni upp að sjónum þar sem að “jakkaklæddur” maður liggur sem rekaviðsdrumbur með haglabyssu í hendi sér og með tóma skjalatösku undir hinum handakrikanum. Innviði hans skreyta venjulega koldimman
sandinn, ópin tilheyra vegfaranda.