Rauða Húsið
Ef þú hugsar um það vandlega. Hvað er þá sem þér finnst framtíðin?
Finnst þér að það ætti að vera fljúgandi bílar, töflur sem eru allar máltíðir dagsins. Eða finnst þér kannski að framtíðin ætti að vera með skýjarklúfra með endalausum gluggum? Fólkið gengur í plastsamfestingum með furðuhatta á hausnum. Kannski allir í sama litnum. Háþróuð tækni með allskonar rafræn húsgögn sem svara skipun með bara eitt að kalla í það. Vinnan verður einskins virði og fólk verður heima hjá sér atvinnulaustopg slappar af því vélmenni gera alla þeirra vinnu. Finnst þér að framtíðin verður svona?
Það held ég ekki! Ég lít á framtíðina sem von og tækifæri. Fyrir allt fátæka, sjúkt fólk sem á bágt. Fundið upp fleiri lyf fyrir allskonar sjúkdómum. Og fólk verður rausnarlegra og gefi meiri peninga fyrir þá sem þarf þeim á að halda. Fólk getur breyst, engir meiri glæpir, morð, naugðanir eða hatur. En þó að það muni kannski aldrei gerast, trúi ég samt á það.
Það er framtíðin. En kannski ekki, en það allt í lagi að trúa á það. Eins og ég.
Hver er ég? Ég er fangi númer 1026. Mitt mennska nafn er Kumo. Ég bý á jörðu en lifi andlega í mínum eigin hugarheimi. Takmark mitt er að lifa af. Til hvers? Svarið er einfaldlega framtíðin. Mig langar að sjá hvernig hún verður. Það gæti hljómað heimskulega en í mínum augum er það fullkomlega eðlilegt. Kannski ég hafi búið of lengi í þessum ímyndaða hugarheimi en það veitti mér samt fullkomið frelsi og hugarró. Ef þér langar að kynnast mínu lífi þá er það svona.
Ég bý í þröngum hvítum klefa sem tilheyrir löngum hvítum gangi. Gangurinn er auður. Á hverjum degi er ég vakin með ískurshljóði sem lætur hræðinlegt hljóð, eins og þúsund nálar stingast inn í eyrun. En ég finn ekkert fyrir því, ég er þrælvanur. Þegar ég er vakinn stend ég á fætur í hvíta samfestingnum mínum og vörðurinn í bláa samfestingnum gengur að klefanum mínum og réttur mér eina töflu og glas, fullt af vatni. Þegar ég tek allar þrjár máltíðirnar mínar inn og drekk vatnið er glasið hrifsað af mér. Vörðurinn opnar klefann og festir á mig fótahandjárn sem gefa raflost á hverju korteri. Vörðurinn gengur á eftir mér um hvíta ganginn og sömuleiðis allir hinir verðirnir við hina fanganna. Þegar við erum komnir við handa gangsins er mér hint inn um hvítar stálhurðir og lokað á eftir mér. Þar inni er öll þrælavinnan. Það eru mismunandi verkefni fyrir hverjan gang og á mínum gangi er verkefnið okkar að sauma rúmföt. Það er ekkert auðvelt verk. Það þarf að þvo hvítt efni, þurrka, pressa og loks sniða og sauma. Það á að gera 30 sængurver, kodda og lak á hvern fanga. Þessi vinna tekur allan daginn. Svo um sexleytið er fylgt mér aftur inn í klefann og þarf ég að vera þar í tvo klukkutíma. Eftir þessa tvo klukkutíma kemur vörðurinn aftur og setur fótahandjárnin á mig og fylgir mér inn um aðra hvíta stálhurð sem er hinu megin á ganginum. Það er mér hrint inn og lokað á eftir. Þar inni eru myndir af foringjanum. Foringja lífs okkar. Það er aðeins einn maður sem ræður jörðinni, og það er þessi maður. Hann ræður öllu, loftinu, vatninu, dýrunum, umhverfinu, jafnvel okkur mönnunum.
Þar inni eigum við að horfa á myndirnar og biðja bæn. Bænin hljómar svona.
Ó þú mikli guð minn.
Takk fyrir þetta örlæti að leyfa mér að búa á þinni jörðu.
Takk fyrir vatnið, matinn og fötin.
Ó þú mikli guð, þú æðstur er af öllum.
Þetta eigum við svo að biðja þessa bæn tuttugu og níu sinnum. Svo er farið með mig aftur í klefann og þá bíð ég til næsta dags.
Í mínum hugarheimi bý ég ásamt konu mini og börnum í sveitinni á kyrrlátum stað. Þar er lítill lækur fyrir leik barnanna, hvítur þvottur hengur alltaf hreinn á þvottasnúru fyrir utan litla rauða húsið okkar. Leikvöllur með ýmsum leiktækjum er rétt hjá. Stór sólpallur fyrir utan húsið og veröndin græn og falleg. Það er alltaf gott og gaman heima hjá mér. Öllum líður vel þarna, í litla rauða húsinu með hvíta hreina þvottinn fyrir utan.
Þetta er ástæðan hversvegna ég er alltaf í mínum hugarheimi. Allan daginn á þessum ömurlega stað er ég alltaf heima í litla rauða húsinu mínu í sveitinni ásamt konu minni og börnum.
Hversvegna er ég enn á lífi?
Vegna þess að ég er að bíða eftir framtíðinni.
Takk fyrir mig..
..AgLaH..