Halló, ég heiti Jónína og ég ætla að segja ykkur sögu mína.
Þegar ég var bara lítið grey, kom lítil stelpa í gæludýrabúðina þar sem ég bjó með mömmu minni og systkinum. Mér leist mjög vel á þessa stelpu, sá það á henni að hún var góð. Ég ýldi á hana og reyndi að láta hana taka eftir mér. Hún sá mig og ég sá í augunum á henni að henni langaði að kaupa mig. Hún hljóp og náði í mömmu sína, á nokkrum mínútum vorum við búnar að sannfæra mömmu hennar um það að það væri gaman og auðvelt að eiga gæludýr.
Ég var kvaddi fjölskylduna mína og hélt heim með litlu stelpunni og mömmu hennar.
Þegar heim kom kom ég mér vel fyrir í búrinu sem þær keyptu handa mér og fór svo að leika mér með litlu stelpunni minni, ég skýrði hana Ásu og hún skýrði mig Jónínu, Jónínu naggrís.
Ég lifði mjög góðu lífi hjá henni í 4 ár. Þegar ég var 3. ára gömul fékk ég krabbamein, og ári seinna dó ég. Ása var mjög leið og ég líka.
Ég sveif þarna í yfir Ásu í smátíma, en var svo allt í einu komin á stað þar sem allt var hlýtt, og gott, ég horfði í kringum mig og sá allt fullt af öðrum dýrum, líka dýr sem áttu að vera óvinir mínir en samt fann ég ekki fyrir hræðslu, ég vissi að þau mundu ekki gera mér neitt, ég bara vissi það.
Ég labbaði um og sá aðra naggrísi, ég fór og talaði við þá, þau buðu mig velkomin og sýndu mér himnaríkið, mér leist svo vel á þetta! Ég fann mér stað til að búa á, og hef búið þar alveg síðan, það hafa mjög margir skemmtilegir hlutir gerst hérna en ég sakna nú samt Ásu minnar, ég vona að hún muni lesa þessa sögu því ég vil segja henni að mér líður mjög vel og ég vona að henni líði líka vel!
Just ask yourself: WWCD!