Kexkakan


Einu sinni var kexkaka sem hét Flibbi. Flibbi átti heima í ljótum og illa förnum kexpakka. Hann hafði átt heima með systkinum sínum en þær kexkökur voru allar búnar, farnar ofaní magann á gömlum karli sem bjó í húsinu sem kexpakkinn var í. Flibbi var sá síðasti.
Það var eitt sinn sem Flibbi ákvað að flytja. Hann pakkaði niður í lítinn bakpoka sem Hallgrímur bróðir hans hafði átt. Hann pakkapi niður öllu sem hann þurfti. Svo lagði hann af stað.
Fyrst fór hann út úr kexpakkanum. það var mjög langt niður af borðinu sem kexpakkinn stóð á. En Flibba datt ráð í hug, hann dró upp reipi úr bakpokanum og batt annann endann um mittið á sér en hinn batt hann við krók sem var á einni skúfunni. Svo lét hann sig síga niður. Flibbi labbaði eftir eldhúsgólfinu hjá gamla manninum. Eldhúsgólfið var risastórt og það var langt að labba. Þegar Flibbi var kominn út úr eldhúsinu sá hann langan gang. Flibbi labbaði eftir ganginum. Svo kom hann að forstofunni. LOKSINS!!!! hrópaði Flibbi en þá var vandinn að komast út.
Flibbi hafði tekið boga, örvar, og teygju. Það gat komið að góðum notum. Flibbi hitti könguló. Góðann daginn sagði köngulóin. Get ég hjálpað? Já sagði Flibbi. Flibbi skaut ör í útidyrahurðina við hliðina á bréfalúgunni. Svo sagði Flibbi: Þú mátt fara með teygjuna og festa annann endann á henni við örina og koma með hinn endann til mín. Köngulóin fór upp með teygjuna og festi annann endann við örina og fór með hinn endann til Flibba. Flibbi tók við endanum, en Flibbi var svo léttur að hann skaust upp. Svo fór Flibbi út um lúgunna.
Það var glaðasólskin. Flibbi hoppaði niður úr lúgunni. Þar sá hann mús. Flibbi spurði: Getur þú farið með mig út í bæ? Já já, sagði músin. Flibbi hoppaði á bak og músin fór af stað.
Þau voru lengi á leiðinni. Veistu um pylsubar? Spurði Flibbi. Já, hann er skammt undan. Svo stoppaði músin fyrir framan pylsubar. Flibbi var orðinn svangur. Hann keypti 2 pylsur. Eina handa músinni og eina handa sjálfum sér. Allt í einu byrjaði að rigna. Flibbi flýtti sér í skjól en músin fór aftur heim.
Það rigndi lengi. Það hætti að rigna þegar klukkan var orðin átta. Þá fækkaði fólkinu í bænum. Flibbi hélt áfram að labba. Hann labbaði lengi. Hann varð fljótt þreyttur. Svo lagðist hann útaf undir gömlum barnavagni sem hann fann í kjallaraskoti.
Hann vaknaði við að hávaðann í bílunum. Allt í einu fann hann eitthvað blautt á bakinu. Hvað gat þetta verið, hugsaði hann. Svo heyrði hann mjóróma rödd væla: Ó, æ, ó æ´! Ég er föst. Hver ert þú, spurði Flibbi. Ég? Já, hver annar? Ég er Ópal. Af hverju ertu á bakinu á mér? Ég var hálfbráðnuð í munninum á lítilli stelpu þangað til hún missti mig og ég lenti á þér.
Flibbi stóð upp. Hann labbaði út á gangstéttina. En allt í einu fann hann að hann var þrifinn upp af gangstéttinni og hvarf upp í hungraðan flækingskrakka.