Og ég veit ekki hvernig ég á að byrja, ég hef aldrei skrifað neitt niður fyrir framan tölvuna eða gert eitthvað í ritgerðarformi, hvað þá setja það inn sem smásögu….mér er alveg sama.

Ég get kanski litið til baka og horft á þetta og hugsað “vá hvað ég er geðveikur”
en mér er alveg sama núna og það er það sem gildir býst ég við.

Ég er mjög líklega gaurinn sem flestir myndu benda á og hlæja, segjandi “þessi er pottþétt í dópinu, ég meina sjáðu hann bara”
Já það er greinilegt að ég er með orðið “Dópari” stimplað á hausnum á mér því það vill aldrei neinn tala við mig, fólk vill frekar stara á mig.

Ég vakna alltaf einn….alltaf, þannig að ég veit ekki hvernig er að vakna með einhverja aðra persónu með sér, en ég get samt alltaf stólað að sjá tóma glasið á skrifborðinu speglandi klukkuna sem liggur þar á bakvið. Þegar ég hugsa nánar út í það þá hefur glasið alltaf verið tómt og ég get ekki einu sinni munað afhverju ég kom með það.

Ég ligg upp í rúmmi og horfi á loftið og meðan líður tíminn mjög hratt og BÚMM! ég er kominn í vinnu að afgreiða fólki einsog það séi á leiðinni í slátrunn, kúnnar….ég þoli ekki kúnnana.

En allt á víst góða og gilda sálfræðilega eða líkamlega skýringu, nú eisog þegar ég var bara smá patti, þá var gert grín að mér, kallaður hommi, feitur, ljótur og var svo laminn af frændum eða ókunnugu skóla liði, seinna þegar ég óx upp hafði ég tekið upp á því að hætta borða, ég var farinn að sjá feita manninn í speglinum. Svo óx ég enn meira upp, var greindur veikur en það getur engin sagt afhverju, þannig að nú í dag er ég á svo mörgum lyfjum að ég get ekki gert neinn skapaðan hlut…..ég er algjörlega smurlaus og mér vantar olíu til að smyrja líkamann.

Ég þoli ekki að bíða þótt að ég séi talinn mjög þolinmóður maður, ég er ekki einu sinni talin það ég er það, eða var. Það er allt svo öðruvísi í hausnum, ég held að ég sé að missa mig eða kanski nenni ég ekki að bíða eftir sama svarinu sem hver einasti læknir kemur með “nú veit ég ekki hvað er að þér”

Núna langar mig mest til að deyja, öll þessi bið ég þoli hana ekki….ég ligg upp í rúmmi og reyni að sofan en ég get það ekki því ég þarf alltaf að hugsa, ég hugsa um einn hlut svo annan og svo aftur í fyrsta og svo hleður það sig upp en það er alltaf það sama ég er að reyna nota hugan til að stöðva í mér hjartað…….á hverri nóttu en það stöðvast aldrei, kanski á morgunn.

Ég veit loks hvað er að mér , ég er ekki að deyja úr þunglydi, ég er bara að deyja og fyrir mig tekur það 2-20 ár, þetta á skilið fögnuð, hjartað í mér mun gera mér það að það stoppar einvhern daginn og þá get ég losnað undan þessir prísund sem ég er fastur í. Ég er ekki hræddur við dauðan heldur held ég í hönd hans og dans vals og ég mun dans þar til ég dey, enn á meðan ætla ég að láta af mér gott leiða.

Þetta er ég, ég er sá sem ég er og er orðinn þökk sé þeim hlutum sem ég lendi í. Ég er þessi loner út í horni það er ég og er sáttur því á alltaf mína góðu vini sem geta stutt mig hvað sem ég geri, þetta er mín persóna þetta er ég

Þegar ég opnaði augun í morgun, þá var glasið ekki tómt….loksins get ég sofið.

—————————————————————————————–

Þetta er brot úr raunveruleikanum mínu og hvering ég hugsa, mér er alveg sama hvað ykkur finst mér langaði bara að skrifa svo aðrir gætið lesið það.