Palli átti enga vini og hann var skrítinn. Í raun var það þess vegna sem hann átti enga vini. Palli fékk aldrei að vera með í boltaleik og stóð alltaf úti í horni á meðan hinir voru að leika sér. Meira að segja feiti krakkinn í hjólastólnum.
Einn dag í frímínútum, þegar allir voru í boltaleik nema Palli, sem stóð eins og venjulega úti í horni. Svo allt í einu kastaði einn krakkinn bolta í Palla. Palla leið illa. Svo sagði krakkinn: “Hey, þessi gaur er auli!HAHAHAHAHA!”. Allir hlógu. Meira að segja feiti krakkinn í hjólastólnum.
En Palli hló ekki. Hann öskraði yfir hláturinn og háðsglósurnar: “ÉG SKORA Á ÞIG Í EINVÍGI!”…
Ég var búinn að segja það, hann var stórfurðulegur.
Palli var reiður og það sást á honum. Augun á honum voru orðin gul og andlitið svona svipað eins og keisarinn í Star Wars.
“Allt í lagi, ég samþykki,” sagði krakkinn og steig fram svo að hann stóð andspænis Palla.
Palli fór að veggnum, dró blýant upp úr vasanum og teiknaði takka á vegginn. Svo ýtti hann á takkann og í ljós kom stærðarinnar vopnabúr, fullt af allskonar vopnum. Þarna voru sverð, hnífar, rifflar, gamlar einsskota púðurbyssur, gaddakylfur, hjólabretti, frisbee-diskar með beittum brúnum, heygafflar, handsprengjur, golfkylfur, lásbogar, venjulegir bogar, kúlupennar og ýmislegt fleira sem ég nenni ekki að nefna.
“Hvaða vopn velurðu?” spurði Palli. Krakkinn hugsaði sig um og leit svo beint í augun á Palla.
“Strokleður.”
Allir tóku andköf. Meira að segja feiti krakkinn í hjólastólnum. Ein stelpa skrækti “ Nei, ekki strokleður! Hvað sem er, bara ekki strokleður!”
“Jú, ég verð að gera þetta.” Svaraði krakkinn um hæl.
“Jæja, eigum við að byrja?” spurði Palli.
“Já,” svaraði krakkinn “Byrjum.”
Palli og krakkinn sem ég er núna búinn að ákveða að kalla Plebba stóðu andspænis hvor öðrum í hringum sem var búið að setja upp. Áhorfendurnir stóðu við jaðar hringsins og fylgdust með. Spennan í loftinu var áþreifanleg. Líka feiti krakkinn í hjólastólnum.
Flautan blístraði. Einvígið var byrjað.
Í smástund gerðist ekkert. En þá byrjaði Plebbi, kvennabósinn sem hann var, að reyna við einhverja stelpu sem stóð við brún hringsins.
Palli stökk til atlögu, strokleðrið góða í hægri hendi, og strokaði eyrað á Plebba út. Plebbi öskraði af sársauka á meðan Palli hófst handa við að stroka hitt eyrað út.
“DEYÐU!” öskraði Plebbi og byrjaði að stroka í klofið á Palla. Palli öskraði og áhorfendur fögnuðu. Þetta var orðinn spennandi slagur. Palli greip fastar um strokleðrið og beindi því að augunum á Plebba. Svo byrjaði hann að stroka. Áhorfendurnir öskruðu og klöppuðu. Snilldarslagur marr!
Plebbi öskraði og hélt um augun á sér “Ég sé ekki neitt!”. Palli bakkaði frá honum og brosti. Einvígið var unnið.
“Gefstu upp?” spurði Palli. “ALDREI!” öskraði Plebbi til baka og byrjaði að sveifla strokleðrinu í allar áttir. “Þú ræður.” Plebbi steig hægt fram og strokaði af Plebba vinstri öxlina, svo handleggurinn datt af.
“Gefstu upp?” spurði Palli aftur. “Nei!” “Allt í lagi þá.” Palli steig fram aftur og strokaði hægri hlið mjaðmarinnar af Plebba og fótleggurinn datt niður.
“Gefstu upp núna?” spurði Palli aftur, handviss um að segði hann nei myndi hann drepa hann. Segði hann já…. þá væri hann líka dauður.
“ALDREI!!!” öskraði Plebbi og hljóp áfram ,öskrandi, með strokleðrið í viðbragðsstöðu. Palli brást skjótt við og vék sér frá og stakk strokleðrinu sínu ofan í kokið á Plebba.
Áhorfendurnir tóku andköf. Meira að segja feiti krakkinn í hjólastólnum.
Plebbi bakkaði óstyrkum skrefum inn á miðju hringsins. Allt í einu datt hausinn af honum og allar stelpurnar öskruðu. Hægt, mjög hægt, strokaðist svo restin af búk Plebba út.
Palla leið vel.
Autobots, roll out.