Þetta er svolítið skringilega uppsett og líka dálítið hoppandi(ekki mín eigin orð, en vona að hún sé lesanleg.




Af hverju?

“Ég sit hér í glugganum, með skærbleikar varir og raula ástarlög í takt við rigninguna.”

Sumir segja að ég sé lík mömmu.
En ætli það skipti einhverju máli…?

9.C
Ég steig inn í skólastofuna, feimin við nýja bekkin. Enda eðlilegt.
Það var hvískrað og pískrað, en hann bara sat þarna og brosti.
Kannski var það brosið sem ég féll fyrir. 
En hvað veit ég?
- Ég hafði verið í aðlögun í nýja skólanum.
Þeim fannst ég víst undarleg, þar sem ég sat við gluggan, eða upp í gluggakistunni og las.
Eftir skóla var ég bara heima.
Heima,, ja, ef maður getur kallað það “heima”, var kjallaraíbúð í Endagötu.
Ég bjó með stóru systur minni og kærasta hennar. Núverandi kærasta hennar.
Hún var nú alltaf að fá sér nýja. Ég hafði lítið herbergi með rúmi, spegli, litlu náttborði með lampa og svo auðvita bókahilluna og bækurnar mínar.
Bestar fannst mér nú Charles Dickens bækurnar.

- Ljósastaurinn breytti öllu.
Ég var á leiðinni að kaupa mér skó,, mínir voru orðnir nógu slitnir…
Þegar ég sá hann, ég hafði aldrei vitað hvað hann hét.
Hafði reyndar aldrei talað við krakkana í bekknum.
Ég horfði á hann dágóða stund á meðan ég gekk.
*BANG*
Ái,, þetta er…
- mjúkt. Ég lá í þessum fína rauða sófa, var að drepast í hausnum.
Hann kom inn og rétti mér glas af köldu vatni og klakapoka á höfuðið.
Glotti og sagði að ljósastaurar væru ekki til að klessa á.
“Annars heiti ég Kári.” Sagði hann og rétti kurteislega út höndina, “ég er í bekknum þínum.”
“Lilja.” Þetta var orðið of undarlegt fyrir mig, og ég reyndi að standa upp.
“Áhhh,” stundi ég, og lagðist útaf aftur.
“Jæja, þetta á eftir að taka svolítinn tíma, en þú getur verið hér á meðan…á ég að hringja í foreldra þína?” Gleðin skein úr þessu fallega andliti.
“Öhh,, þú getur hringt í systur mína.” Svo fékk hann nú auðvitað númerið hennar.
-Það leið ekki á löngu þangað til höfuðið var komið í lag, og við farin að spjalla.
-Hann var að verða 14 í næsta mánuði.
Með fallegt tinnusvart hár og blá augu.
Bjó einn með pabba sínum á 3 hæð í Búrahverfinu, Búrahjalla nánar tiltekið.
Mamma hans, Fríða hafði farið frá þeim þegar hann var 3ja ára
Ég, ég var nú 13 ára stelpuhnáta með kastaníubrúnt hár og augu sem ekki var hægt að lýsa.
Bjó með Önnu og Villa. Mamma mín, Kristjana og pabbi minn, Jón dóu í bílslysi þegar ég var 8 ára.

- En þarna sátum við, töluðum um uppruna okkar, áhugamál og bara allt milli himins og jarðar. Hans uppáhalds bækur voru líka Charles Dickens.

- Eins og þú kannsi veist, þá er ekkert betra en að vera ástfangin.

- Þeir höfðu enga skýringu…
Hjartað bara stoppaði.
Það var of mikið álag á það.
- Hann var á æfingu. Var að taka hornspyrnu, þegar hann hneig niður.

- Mig langar ekki að lifa.


Elsku Kári.
Ég geri þetta til að komast til þín.
Til að gets legið í örmum þínum aftur.
Ég vil gera þetta stutt.

Vona nú bara að þetta verði ekki kynjaskipt Rómeó og Júlía,
Þú manst nú örugglega eftir 3. þætti.
Þar sem Júlía drekkur seiðin og Rómeo telur hana eilífshorfna, og hverfur sjálfur.
Svo er Júlía vaknar finnur hún Rómeó, liðin við hlið sér.
Lætur sig sjálfa líða.

Þú veist að ég hef ætíð elskað þig.

Þín Lilja.

- Bréfið setti ég í flösku og hendi á haf út.

- Hvar ég fékk drykkinn, fær enginn að vita.
En munið að Rómeó og Júlía voru saman á endanum.


Af hverju?
Það veit enginn,
Nema Shakespeare…