Þátíðin:

Þegar ég hugsa aftur í tímann, til gömlu góðu daganna þegar að maður var lítill og saklaus. Þegar að maður vissi ekki hvað snéri upp né niður, já þá var nú gott að lifa. Standa uppúr minningarnar frá sveitinni. Að hitta krakkana, kíkja á dýrin og að leika sér í óspilltri náttúru Íslands. Að geta setið í leti með strá uppí munninum og finna goluna leika um sig. Heyra fuglasöng sem ómar um sveitina og gefur manni öryggis tilfinningu. Að sitja í pottinum í sveitinni og loka sig frá umhverfinum með því einu að kafa ofan í vatnið með hausinn á undan.
Að sjá trén dansa með vindinum og grasið færast í takt.

Nútíðin:

En margt hefur breyst frá því þá. Nú er maður alveg hættur að hafa samband við fólkið í sveitinni og flest ættmenni sín.

Svona er það að vera unglingur, og missa samband við fólkið sem maður ann. Annars verð ég að segja að það var öðruvísi í mínu tilfelli.

Eftir að móðir mín féll frá, þá hafa allir draumar mínir fjarað út. Veit ekki hvers vegna það var en hefur maður lokað sig af einhvernveginn. Er ég í góðu sambandi við fólkið í fjölskyldu föður míns, en fólkið í fjölskyldu mömmu hefur ekki heyrt í mér í langan tíma. Fer maður oft að hugsa til baka eins og hér fyrir ofan, og vonast til að hægt sé að taka þetta allt til baka og bæta hlutina.

Pælingar:

En svo er víst ekki. Hafið þið annars ekki, kæru lesendur hugsað um dauðann eftir að ættmenni fellur frá. Ég er ekki í sjálfsmorðshugleiðingum eða einhverjum þannig, enda er ég á móti því að fólk svipti sig lífi. Ef ég fer nú aðeins yfir í dulspekina þá hef ég velt fyrir mér hvað er að handan. Er himnaríki einhver staður sem maður fer á og ræður ekkert um það, eða ræður maður hvernig himnaríki verður ósjálfrátt? Er það kannski þannig að maður getur sérsmíðað himnaríki eftir eigin þörfum þegar að maður deyr?

Það er spurning sem ekki er hægt að svara.

Þrái ég ekkert heitar en að geta farið aftur til þess dags er ég fór fyrst í sveitina og eyða hverjum degi eftir það með móður minni, því nú sér maður hvað minningar eru dýrmætar……

Summi þakkar fyrir sig…..