Unga konan hafði alltaf verið góð við músina sína.
Einn dag fór unga konan út að labba, hún tók músina sína með sér eins og venjulega því það var ekki hægt að skilja hana eftir eina hjá kettinum.
Þær löbbuðu í langan tíma, lengur en venjulega, allt í einu komu þær að fljóti sem unga konan hafði aldrei séð áður, hún sagði, “æi, hvað mig langar nú að gá hvað er þarna hinu megin” litla músin stökk úr hendinni hennar og hljóp upp með ánni, stelpa elti hana, litla músin hljóp að trébút sem fallið hafði yfir ána og stöðvaði þar. Stelpan varð svaka ánægð með að geta komist yfir ána en pældi ekkert í því að músin hennar hafði sýnt henni hvar hún gæti komist yfir. Þær löbbuðu lengra og komu að skógi, stelpan hægði ekki einu sinni á sér hélt bara áfram að ganga, skógurinn varð þéttari og þéttari og dimmri og dimmri, en hún pældi ekkert í því, var svo ánægð með að hafa komist yfir ána til að sjá þetta land.
En allt í einu tók hún eftir því hvar hún væri, hún var í miðjum skógi, dimmum og drungalegum skógi og það var tekið að dimma. Hún varð hrædd, hún rataði ekki heim og henni var farið að verða kalt, þá sagði hún “æi, hvað ég vildi að ég rataði heim” Litla músin gerði ekkert í þessarri bón stelpunnar, enda var henni sama. Þetta var bara gott á þessa drós sem veitti hana varla viðlits lengur.
En þá fór músinni að líða illa, auðvitað varð hún að bjarga stelpunni sinni, þótt svo að hún væri ekki góð við hana, þýddi það ekki að músin þyrfti að vera vond við stelpuna.
Músin stökk upp á öxl stelpunnar og hvíslaði að henni að elta sig, stelpan vissi ekki hvaðan af henni stóð veðrið, en ákvað að elta músina, hvað annað gat hún svo sem gert.
Eftir tveggja tíma göngu í skóginum fóru þær að nálgast ánna, unga konan tók gleði sína á ný, og faðmaði músina sína.
Upp frá þessu var komið fram við músina eins og hún væri algjör drottning, enda hafði hún bjargað prinsessunni ;)
Just ask yourself: WWCD!