Þetta er verkefni sem ég gerði í íslensku og fannst það flott :D En bara enjoy og tek öllum gagnrýnum ;) slæmar eða góðar. Sagan er dálítið hröð og ruglingsleg en það er bara akkúrat svo þið getið lesið hana aftur ;) :P
Í gegnum skráargatið
Aftur komin upp við skráargatið, ég horfi í gegnum það eins og ekkert annað sé til. Ég er 15 ára stelpa, ég heiti Jasmin Ólöf og er heyrnalaus. Alltaf á sama tíma á hverjum degi sest ég við hurðina og horfi í gegnum skráargatið, til að sjá dýrðina. Dýrðin er ómetanleg, ég fell inn í heim ímyndunaraflsins og kraft hugarins, ég sé allt milli himins og jarðar, eða himins og heljar. Ég sé oftast allt gott og hughreystandi, en í dag var það einhvernveginn öðruvísi, ég sá skelfilegan hlut, ég sá fram í tímann. Ég sá byggingu, eld og börn, sem voru augljóslega með tár í augunum, svo varð allt svart, ég heyrði í sírenum, hróp og köll ómuðu í eyrum mínum, ég varð hrædd, en losnaði ekki frá gatinu, ég var föst í mínum eigin huga.
Ég komst ekki burt, ég gat enganveginn losað mig sama hvað ég reyndi, en þá, þá vaknaði ég. Ég heyrði í pabba ganga inn hurðina, ég heyrði, bros breiddist um andlit mitt og ég byrjaði að hoppa um af kæti. Ég hljóp til pabba og faðmaði hann, hann sagði eitthvað um að langt sé síðan ég væri svona glöð, hann kveikti á sjónvarpinu og ég settist við hliðina á honum stutta stund og horfði á fréttirnar, ég dottaði aðeins þangað til að ég heyrði í sírenum, hróp og köll hljómuðu um allt. Sýnin er að rætast, og ég veit ekki hvað ég á að gera, get ég virkilega séð inn í framtíðina? Get ég það virkilega, er ég skyggn, eða er það eitthvað við skráargatið?
Ég sit aftur við þetta forláta skráargat, og kíki aðeins í gegnum það, allt er svart, en síðan kemur ljós, ég sé stelpu, hún líkist mér, maður gengur upp að henni, tekur í hálsinn á henni og skallar höfðinu upp við vegginn, rauður vökvi lak niður hvítan vegginn, sletturnar létu vegginn líta út fyrir að vera stórt málverk. Mér dauðbrá, hljóp inn í herbergi og læsti, ég tók eftir því að veggirnir inn í herbergi voru hvítir, ég sé glitta í einhvað undir koddanum mínum, það er lykill, hvítur lykill, ég hef aldrei áður séð þennan lykil. Ég opna upp hurðina mína og geng upp stigann, hurðin mín blasir við og skráargatið, ég prufa hvort lykillinn passar, og viti menn hann gerir það. Ég sný lyklinum hægt og rólega og “klikk” hurðin opnast upp á gátt og ég geng inn, herbergið er hvítmálað og ég geng aðeins lengra inn í það, ég heyri raddir, og hurðin skellist aftur, og ég hníg niður máttfara, hvað hefur gerst? Er ég að upplifa það sama og ég sá. Er ég stelpan sem ég sá vera myrta. Endalok mín færast nær, ég er viss um að þetta sé refsing fyrir að sjá fram í tímann, ég heyri fótatak, ég lít á hurðina, sé auga kíkja í skráargatið, ég finn að veran færist nær, ég finn sársaukafullt högg og allt er orðið svart aftur.
Vá hvað málverkið á hvíta veggnum er fallegt.
Cristiana
P.S. Það tók mjög mjög langan tíma að finna endirinn þannig að hann er dýrmætur í mínum huga ;)