“Ég trúi þessu ekki! Við erum á leiðinni í skólann!” Þórður var fúll í skapi yfir því að skólinn væri að byrja. “Það er bara betra að við þurfum ekkert að læra fyrstu vikurnar, fáum nýjan kennara og nýja bekkjarfélaga!” sagði Davíð, vinur Þórðar. Þórður var dökkhærður með dökkgræn augu og mjög vinsæll í skólanum. Davíð, vinur hans, var brúnhærður og bláeygður, óeðlilega jákvæður, en skapbráður og uppstökkur þegar verið var að ráðast á aðra, jafnt minnimáttar sem meirimáttar. Þarna gengu þeir og kvörtuðu yfir skólanum þegar þungt hlass lagðist á axlir þeirra svo þeir kiknuðu í hnjánum. “Nei hvað segið þið strákar?” sagði Fylkir, vinur þeirra og bekkjarbróðir. “Allt ææðislegt.” svaraði Davíð en Þórður muldraði bara eitthvað sem leit út fyrir að vera ‘allt í lagi’. Lengi gengu þeir og ekki leið á löngu þar til skólinn blasti við. Bjallan hringdi hvellt svo strákarnir hrukku við. Þeir hlupu inn í skólann og upp á bókasafn. Þar fengu þeir skammir fyrir að koma seint, þó ekki munaði nema fimm mínútum. Strákarnir settust hjá Gísla og Agnari og biðu eftir að þeirra bekkur yrði lesinn upp. Skólastjórinn hélt langa og þreytandi ræðu sem ætlaði engan enda að taka. Loksins var ræðan þó á enda, og kennararnir lásu upp bekkina sína. Fyrsti, annar, þriðji, fjórði, þetta ætlaði að verða endalaust. En loksins kom þó að því. Fyrst var hinn bekkurinn lesinn upp, en engir nýjir nemendur voru víst þar. Davíð hafði rétt fyrir sér, þegar kom að þeirra bekk, fór miðaldra maður með stutt skegg og grábrúnt hár upp á svið til að lesa upp nemendurna. “ 9.GK. Agnar Sveinsson, Baldvin Helgason, Davíð Shrater.” “Það bera þetta allir fram vitlaust.” hvíslaði Davíð að Fylki á leiðinni upp á svið. “Emilía Eysteinsdóttir, Eyrún María Karlsdóttir, Fylkir Fylkisson, Gísli Valsson, Herdís Lárusdóttir, Hugrún Eiríksdóttir, Hörður Sigríðarson.” Meirihluti krakkana flissaði lágt þegar brúnhærður, meðalstór strákur gekk upp á svið. Kennarinn lét sem hann heyrði ekki í þeim en hélt áfram að lesa. “Klara Helgadóttir, Kristján Þór Einarsson, Rakel Ágústsdóttir, Rán Erla Þorleifsdóttir, Vera Sigrún Dagsdóttir, Þóra Pétursdóttir og Þórður Pétursson.” Kennarinn leit upp til að sjá hvort allir væru komnir í röðina, og gekk svo út úr bókasafninu með bekkinn á eftir sér. Þegar komið var inn í skólastofuna fengu allir krakkarnir sér sæti, og kennarinn stóð við töfluna.
“ Góðan dag. Ég heiti Guðmundur Karlsson og kenni ykkur núna í vetur. Eins og þið vitið og sjáið eru komnir nokkrir nýir krakkar í bekkinn og ég vil að þið farið ekki að stríða þeim eða eitthvað þannig.” sagði hann strangur.
“Ég vona að þið takið eftir því að það eru miðar á borðunum ykkar með nafni hvers einstaklings. Ég vil að þið finnið miðann með nafninu ykkur og setjist við það borð sem miðinn er á. Svona verður þetta í vetur, en kannski leyfi ég ykkur að velja sæti svona við og við sjálf.”
Síðan dreifði hann stundaskrám og leyfði þeim að fara.
Davíð gekk einn heim til að ná í fótbolta, því að strákarnir voru að fara í fótbolta út á skólalóð. Á leiðinni til baka sá hann klíkukrakkana úr 10. og 9.bekk, Gísla, Helgu, Veru, Pétur og Runka að umkringja einhvern. Davíð fylltist reiði og kastaði boltanum í höfuðið á Runka. Runki blótaði og leit við. Davíð stóð þar og sá að þau voru að hlæja að nýja stráknum, en hann leit mjög skringilega út. Hann var í slitnum smekkbuxum sem voru allt of stórar á hann, brúnum stuttermabol og svörtum stígvélum. Hann var með úfið og skítugt, brúnt hár og skærblá augu. Andlit hans var þakið freknum. Það var augljóst að hann var úr sveitinni. Davíð gekk stórum, hröðum skrefum í átt að klíkunni og æpti á þau að láta strákinn vera. Þau bara hlógu og Pétur spurði: “ Og af hverju ættum við að gera það?” Hinir krakkarnir bara hlógu og milli hlátursroknanna ráku þau Davíð inn í hringinn og potuðu í þá. “ Af því að það er ljótt að stríða öðrum og þeir sem gera það eru ekkert nema aumingjar og aular sem hafa ekkert betra við tímann að gera en þetta.” svaraði Davíð með fyrirlitningu. Klíkan hætti að hlæja en byrjaði að kalla þá ljótum nöfnum. “ Hah! Og hvernig ætlar ‘vælukjóinn’ svo að bjarga ‘sveitasvíninu’?” Þá var Davíð öllum lokið. Hann öskraði svo allir nærstaddir hrukku í kút, réðst á Runka, ruddi honum úr vegi og togaði nýja strákinn með sér. Að því búnu tók hann boltann upp og dró bekkjarfélaga sinn á eftir sér að fótboltavellinum. “Þakka þér fyrir.” sagði strákurinn með vestfirskum hreim. “Það var lítið. Hvað heitirðu annars?” svaraði Davíð.
“Ég heiti Hörður og er frá Flateyri.” sagði Hörður. “ En hvað heitir þú?”
“Ég heiti Davíð. Viltu vera með í fótbolta?” sagði Davíð brosandi. Hörður
nennti því svo þeir gengu að fótboltavellinum. “ Af hverju varstu svona lengi?” spurði Einar,strákur úr 8.bekk. “ Týndi boltanum.” svaraði Davíð. “Eigum við ekki að byrja?” Strákarnir voru byrjaðir að velja í lið þegar stelpurnar komu og vildu vera með. Þeir samþykktu með því skilyrði að það væru strákar á móti stelpum. “OK” sagði Hugrún og blikkaði Emilíu svo að aðeins stelpurnar sáu. Leikurinn hófst og strákarnir tóku forustuna strax í byrjun. Baldvin var í marki og varði hvert mark af kostgæfni. Kristján og Þórður voru varnarmenn og Einar var miðjumaður. Hörður virtist kunna vel fótbolta, hann var miðherji og lék það hlutverk vel. Fylkir og Davíð voru sóknarmenn og Agnar kantmaður. Stelpunum gekk ekki vel í fyrstu, kannski var það út af því að þær voru með lélegan markmann. Klara var í marki, Rakel og Þóra voru bakverðir, Rán kantmaður, Hugrún miðherji og Eyrún og Emilía sóknarmenn. Davíð skoraði fyrsta markið. Stelpurnar náðu boltanum og gerðu árángurslausa tilraun til að skora mark. Fylkir náði boltanum og skoraði annað mark strákana. Þá sparkaði Klara boltanum til Hugrúnar sem sendi hann til Eyrúnar. Hörður tók af henni boltann og sendi hann til Davíðs.
Davíð og Emilía skiptust á að ná boltanum sem endaði með því að Emilía skoraði mark. Eftir um það bil 10 mínútur var staðan orðin 6-5 fyrir stelpunum. Hörður jafnaði metin með því að skora eitt mark. Brátt voru strákarnir aftur yfir þegar Baldvin skoraði mark alla leið frá hinum enda vallarins. Þegar leikurinn stóð sem hæst þurfti Fylkir að fara heim svo þau þurftu að hætta. Þá var staðan 9-8. Hörður var samferða Davíð heim. Einhver potaði í öxlina á Davíð og hann öskraði: “ BEYGÐU ÞIG!” um leið og hann sneri sér við með bogin hné. Harður hnefi barði í ljósastaur og Gísli æpti af undrun og sársauka. “ Svo þú þykist vera sniðugur, hah?”
Davíð kreppti hnefana og barði Pétur í nefið svo blæddi úr. Gísli reyndi að hefna vinar síns en Davíð greip hnefann og sló Gísla utan undir með hinni hendinni. Að því búnu strunsaði hann í burtu með Hörð á eftir sér. “Vá. Hvernig gastu séð hver var fyrir aftan þig?” spurði Hörður undrandi.
“Ég sá það í spegilmynd bláa bílsins þarna.” sagði Davíð og benti í átt að klesstum, bláum bíl. Áfram gengu þeir í þögn en kvöddust þegar komið var að húsinu hans Harðar, stórri, grárri blokk. Davíð gekk áfram einn og hugsaði hvað pabbi hans myndi segja ef hann kæmist að því að hann væri með blóð á hendinni. “Auðvitað myndi hann ekki gera neitt, hann myndi ekki einu sinni taka eftir því að ég væri kominn heim.” hugsaði hann.
“ En hvað hefði mamma sagt?” hugsaði Davíð um leið og stórt tár rann niður andlitið.
Nothing will come from nothing, you know what they say!