Ég veit ég lýsi bæði fortíðinni og nútíðinni í nútíð en mér fannst það gefa sögunni flottari stíl. Enskusletturnar eru líka gerðar viljandi.
Rauð kerti lýstu upp lítinn part af gangstéttinni. Notaleg birtan gaf staðnum næstum heimilislegann blæ en eftir því sem lengra leið á nóttina slokknaði á þeim, einu af öðru.
Fólk sem labbaði framhjá yfir daginn stoppaði flest og sumir signdu sig jafnvel. En enginn tók eftir manneskju sem sat álengdar og starði tómum augum á kertin.
Hún var dökkhærð og þykkt hárið flæddi niður axlirnar og bærðist örlítið í golunni. Hún gaut grænum lýsandi augunum í átt til kertanna. Þarna sat hún með sorg í augum og tómleika í hjarta.
Ef bara. Það var alltaf ef bara.
Harpa skellti hurðinni á eftir sér. Hún heyrði mömmu sína öskra að svona hegðun væri ekki ásættanleg.
Hún öskraði til baka að sér væri alveg drullusama hvort henni þætti einhvað ásættanlegt eða ekki.
Hún tók sígarettupakkann sem hún hafði vandlega falið undir dýnunni fram og læddist svo út.
“Hún hafði alveg rétt fyrir sér,” hugsar Harpa. “Ég hafði engann rétt á að tala svona við hana. Hún var líklega bara að reyna að vernda mig.”
Hún hniprar sig saman og bölvar í hljóði. Óskar þess að hún gæti tekið til baka alla hlutina sem hún sagði við hana.
En það er of seint.
“Fokkin kjaftæði,” tautar Harpa og fleygir sígarettustubbnum í öskubakkann.
“Opnaðu gluggann,” segir Brynja og ýtir við Hörpu. “Ef þau fatta að ég er byrjuð aftur að reykja þá er ég dauð.”
“Hvernig á ég að fá hana til að leyfa mér að vera svona lengi úti á morgun?” segir Harpa og hallar sér aftur. Nikótín víman er byrjuð að segja til sín og henni svimar af vellíðan.
“Þú segir henni bara að þú gistir hjá mér,” segir Brynja.
“Nei það virkar ekki lengur,” segir Harpa. “Nú þarf hún alltaf að hringja í foreldra þess sem ég gisti hjá. Fokkin paranoja í manneskjunni.”
“Farðu þá bara út þegar hún er sofnuð eða einhvað,” segir Brynja og kveikir sér í nýrri sígarettu.
“Nei það heyrist allt of mikið í hurðinni,” segir Harpa hugsandi. “Ég mæti bara á morgun og sé hvað ég geri þá.”
Harpa liggur í rúminu sínu.
“Fokkin hálviti gat ég verið,” hugsar hún. “Alltaf takandi áhættu. Datt aldrei í hug að ég ætti eftir að tapa á því.”
Hún mætir í partíið um tíuleytið en þá eru nokkrir strax orðnir dálítið vel drukknir. Þremur klukkustundum síðan svífur hún sjálf á skýi áfengisvímunnar.
“Shit,” segir hún þegar hún lítur á klukkuna. “Ég átti að vera komin heim fyrir klukkustund.”
“Blessuð, slepptu því bara,” segi Brynja drafandi röddu. “Mamma þín er orðin drullupirruð hvort eð er. Getur varla gert það neitt verra.”
“Líklega ekki,” segir Harpa. “Ég kem bara heim á morgun.”
“Ábyrgðarlausi fáviti,” hugsar Harpa og gnístir tönnum. “Ef ég hefði bara drullast heim þá hefði ekkert af þessu gerst. á væri allt þetta fólk ekki svona sorgmætt núna. Allt mér að kenna!”
Hún kemur ekki heim fyrr en það er tekið að birta. Hún sér einhvern í glugganum.
“Harpa Guðrúm Heimisdóttir!” segir mamma hennar sem er núna komin út á gangstétt. “Hvar í ósköpunum hefur þú verið?”
“Kemur þér ekki við,” svarar Harpa og reynir að láta röddina hljóma rólega og yfirvegaða.
“Hefurðu einhverja hugmynd um vandræðin sem þú ert búin að koma þér í?” segir mamma hennar og labbar út á götuna í átt til Hörpu.
Svo gerist það allt svo snöggt.
Öskur, ískur í hemlum, undrunarsvipurinn á mömmu hennar.
Svo kemur allt það hæga og langvarandi. Gráturinn, sorgin, örvæntingin, allt blandað saman á þessum hlýja sumarmorgni.
Harpa stendur við legsteininn. Marglitum blómum hefur verið raðað fyrir framann hann og þau skýna í allri sinni dýrð líkt og regnboginn sjálfur. En hún sér það ekki.
Hún heyrir ekki í fuglunum sem fagna sumrinu né finnur lyktina af blómstrandi plöntunum.
Hún finnur að hún er að hverfa. Hægt og rólega. Hún gýtur augunum einu sinni enn á legsteininn.
“Hér hvílir Harpa Guðrún Heimisdóttir.”
Hún er að yfirgefa þessa jarðvist. Hún hlakkar til að sjá hvað tekur við en rígheldur engu að síður í það litla sjálf sem er eftir.
Það er einhver að koma. Það er Brynja.
Hún lætur rósa á leiði bestu vinkonu sinnar og grætur sárann.
Harpa háir baráttu við að koma sínum síðustu skilaboðum til eftirleifendans.
En að lokum hvefur hún líkt og dögg fyrir sólu, ekki fullviss um hvort henni tókst ætlunarverk sitt.
Brynja snýr sér við. Hún er handviss að hafa heyrt einhvað. Henni líður líkt og vindurinn hvísli í eyra hennar.
“Ef bara.”
Sic transet gloria mundi.