Er hún lyfti pennanum enn einu sinni uppúr blekinu vissi hún að hvert orð var lygi. Hvert einasta orð. Frásögnin hafði stjórnað fingur hennar sem léku létt yfir grófan pappírinn. Ein blaðsíðan á fætur annari. Skriftin eins og prentuð…svo fullkomin. Líkt og frásögnin, lygin, draumurinn. Því hún vissi að það var draumur sem fyllti brúnu flekkóttu blaðsíðurnar. Draumurinn hafði mótast allt frá barnæsku hennar. Blindað hana. Svo falskur, breiddist hann eins og þungt rykugt teppi yfir veruleikan og umbreytti líf hennar í lygi. Stórkostlega lygasögu. Kæfandi lygasögu.
En í þessu augnabliki opnuðust augu hennar og allt sem hún sá var rykuga teppið. Allt var horfið…ströndin, hafið, húsið, fjölskyldan. Hún heyrði hljóðlátu dropana á gluggan og vissi að hún var alein. Hún skildi hversu blind hún hafði verið. Tárin streymdu þung og vot niður á blöðin og smurðu blekið út. Skriftin hvarf hægt líkt og snjór bráðnar á sólfylltum vordegi…

En……líkt og blómin vakna til lífsins eftir langan vetur vissi hún þrátt fyrir allt að hún var frjáls. Hún vissi að tárin höfðu frelsað hana frá fangelsi draumsins. Hurðin út í veruleikann opnaðist og útsýnið fyllti hjarta hennar tilfinningu sem hafði verið grafin djupt inní rykuga hjarta hennar árum saman…líkt og einhver hefði þurrkað af með silkiklút.
Í fyrsta skipti á ævi hennar vissi hún nákvæmlega hvað hún ætlaði að gera og var óhrædd við hið óvissa.

*********

Ruggandi hljóðið í lestinni gerði hana syfjaða og leiddi hana inn í djúpan svefn þar sem hægt og rólega byrjaði að myndast nýr draumur…..draumur um farsæla ævi.


Þetta er fyrsta smásagan mín hérna á huga og bara endilega segið mér frá villum og allt svoleiðis. Er til í harða gagnrýni.
www.folk.is/inga_zeppelinfan