Þóra og Selma voru í sumarfríi á Tælandi. Þóra var hálftælensk og gat því aðeins bjargað þeim þegar þær lentu í einhverjum vandræðum með að panta mat, kaupa föt og fleira.
Þetta var lítið gistiheimili í sveit í borginni Surin. Surin var kölluð borg fílanna, því mikið var um fílasýningar þar sem þjálfaðir fílar sýndu listir sínar. Þær leigðu pínulítið mótorhjól til að ferðast um á næstu 5 daga.

Einn daginn voru þær akandi um á litla hjólinu er þær mættu ungum strák á veginum með fílsunga í bandi. Þetta fannst þeim Þóru og Selmu æðisleg lífsreynsla að hitta fíl úti á miðjum vegi. Þær stoppuðu og Þóra spurði strákinn (á tælensku) hvort þær mættu ekki klappa fílnum og það máttu þær. Fíllinn var vel þjálfaður og kunni að heilsa með rananum. Selma var búin að kaupa sér fullan poka af hnetum á útimarkaðnum og fékk leyfi til að mata fílinn. Það var svo gamna að sjá hann taka hneturnar úr lófa Selmu með rananum og stinga upp í sig. Þetta var eins og fíllinn Dúmbó….svo sætur og pattaralegur með stór eyru. Hann var höfðinu hærri en Þóra…en Þóra var aðeins minni en Selma.

Þetta var skemmtileg lífsreynsla. Þær fóru í annan leiðangur þennan dag og ákváðu að heimsækja einhvern sögulegan stað. Þarna var stór hellir með óteljandi tröppum niður. Niðri voru Búddhamúnkar með einhverja athöfn og þær léku sér í að taka þátt í þessari athöfn og voru velkomnar. Tæland er oft kallað “The Land Of Smiles” og nóg var af fallegu og brosmildu fólki og vel tekið á móti Þóru og Selmu allsstaðar.

Þegar þær komu út úr hellinum voru óteljandi apakettir umhverfis þær og annað fólk sem fékk sér hnetur,banana eða kókoshnetur. Þær fengu sér allar tegundir. Það vildi svo til að allt þetta var uppáhaldsmatur apanna og þeir sníktu eins og þeir gátu og voru einnig mjög þjófóttir. Þær fengu sér kókoshnetur sem þær drukku mjólkina úr með röri og tæmdu þær síðan að innan og átu það….afgangana fengu aparnir. Þeir voru svo spakir að taka hnetur úr lófum fólksins. Selma tók smá áhættu og greip í hönd eins apans þegar hann tók hnetur úr lófa hennar. Þá fékk hún grimmdarlegt augnaráð frá apanum og sleppti honum strax svo hann réðist ekki á sig. Þeir gátu sko klórað!

Aparnir urðu aldrei saddir, enda grindhoraðir. Það fyrsta sem manni datt í hug var litli apinn hans Aladdíns…þessi litli horaði þjófur :)

Nú voru þær orðnar þreyttar í fótunum og voru búnar að upplifa mikið ævintýri hvern einasta dag og það var mikið eftir. Þær ákváðu að fara daginn eftir að kaupa sér ódýrt silki í tonnatali og láta sauma á sig fallega silkikjóla.

Þær fóru á gistiheimilið í niðamyrkri. Það var mjög fallegt úti…sérstaklega þegar þær horfðu upp í kolsvart loftið með öllum þessum stjörnuþyrpingum, það varla sást í sjálft myrkrið vegna stjarnanna, mikið var þetta fallegt. Svona ferðalag gleymist aldrei og þær langaði mikið til að heimsækja Tæland aftur.

ENDIR