Tilgangsleysið
Það að vakna er erfiðasti hluti dagsins, ekki útaf því að hann var svona þreyttur frekar af því hann vissi ekki hversvegna hann ætti að fara á fætur.
Hvað bíður mín? Hugsar hann, ekkert!
Hann vonar að hann sé að dreyma, vonar að hann muni skyndilega opna augun og sjá að gamla hvíta loftið með bleiku ljósakrónunni sé horfið.
Hvaða missir væri það ef ég myndi bara sofa hér í allan dag og láta engan vita, ætli einhver myndi hringja? hvenær myndu menn taka eftir því að ég væri ekki mættur, væri það fyrir hádegi, eftir hádegi eða væri það einhverntímann á morgun, myndu þau bara spyrja mig á morgun hvort ég hefði örugglega ekki verið í vinnuni í gær.
Hann hugsar með sér, ef ég færi í vinnuna þá myndi ég bara fara í sama stólinn líkt og ávallt, bjóða góðan daginn og spyrja hvernig ég gæti aðstoðað.
-taka 5000 út?
-hver er kennitalan?
-kvitta hér.
-gjörðu svo vel og takk fyrir. Næsti!
Hvers konar líf er það þegar það er farið að snúast um annara manna pening, er það líf, hugsar hann með sér.
Og þá gerist kraftaverkið, hann sem lá þarna hreyfingarlaus líkt og látinn væri lýkur upp augunum. Sér til mikilla vonbrigða sér hann sama gamla loftið og enn hangir ljósakrónan þar. Hann klæðir sig í gjaldkerafötin sem hann hafði svo mikla óbeit á og hitar kaffi. Á stofuborðinu liggja átta vídeóspólur og drasl eftir snakk og gos. Hann kveikir sér í sígarettu og drekkur kaffibollan sinn og les moggann og flettir aftur á bak. Fer út og læsir ekki, honum er í raun slétt sama enda lítið sem hægt væri að stela frá honum og þó svo það myndi gerast þá myndi það bara lífga upp á tilveruna, hræra við einhverri tilfinningu sem sennilega væri í ætt við reiði.
Hann gengur inn í bankann og býður góðan daginn, það heyrir engin í honum enda talaði hann lágt er hann heilsaði.
Sest á gamla stólinn, kveikir á tölvunni og fer að telja peninga, notast við þvalt vax svo peningarnir renni ljúfar og hraðar er hann telur þá, eitt þúsund, tvö, þjú, fjögur, ahh! hvert var ég kominn.
Þetta er það sem mér var ætlað, hugsar hann með sér, og samt á ég enn til helvítis að hlakka.
-Næsti!
kallar hann og gömul kona gengur til hans löturhægt.
-Ég þarf að taka út ellilífeyrinn.
-hver er kennitalan?
spyr hann hastarlega.
-220727-2919
-gerðu svo vel og kvittaðu hér.
Konan gerir það, hægt, allt of hægt og spyr svo.
-hvernig heldur þú að það muni viðra í dag.
honum gat ekki verið meira sama en tók þó þátt.
-það mun verða léttskýjað og norðanátt vinan. Næsti!
segir hann áður en henni tækist að koma upp úr sér áframhaldandi samræðum. Dettu niður dauð, beinþynnta skrugga með blóðskitu á þriðja stigi, hugsar hann og vonar.
Eftir miklar peningaútleggingar og veðurathuganir að hálfu fólksins kom kaffi. Honum fannst eins hann hafði vaknað fyrir nokkrum öldum og fer á kaffistofuna og fær sér meira kaffi.
Skyndilega grípur hann þessi óendanlega löngun, löngun til þess að fara og gera eitthvað, eitthvað, bara eitthvað annað.
Hann læðist inn á klósett og fróar sér eins og hann eigi lífið að leysa og gerir betur þegar hann gerir það í annað skiptið í röð.
Hann lýkur sér af og ætlar að þvo sér um hendur en hættir þó skyndilega við. Hann gengur út með kaffibollann og sest í gamla góða sætið sem gæti alveg eins verið rafmagnstóll í hans huga og kallar glaðvær, fullur tilhlökkunar.
-næsti!
Til hans gengur miðaldra maður með derhúfu og segist vilja taka út 15000 þúsund krónur.
Kvitta hér takk.
segir hann og byrjar að telja peningana fyrir kúnnan og kúnnin grunar hann ekki um græsku, hann hlær innra með sér þegar kúnnin sleikir á sér puttan og byrjar að telja peningana sjálfur líkt og hann treysti honum ekki. Fáviti, hugsar hann með sér.
-Takk fyrir herra og vertu sæll.
segir hann næstum glaður í bragði.
Og tíminn líður……..hægt en líður þó.
Vísirinn slær 4 og bankinn lokar, hann stendur upp gengur frá eftir sig, klæðir sig í og gengur á næstu vídeóleigu.
Hann skoðar vel allar myndirnar og hann hafði meir að það segja séð þær allar. Þetta var það sem hann gerði daglega, tók vídeóspólur og át snakk, hann hafði leitað í um það bil hálftíma þar til hann loks fann spólu sem hann hafði ekki séð, þetta var einhver eldgömul mynd sem leit út fyrir að vera einstaklega slæm, en það breytti engu hvað ætti ég svo sem að gera annað, hugsaði hann með sér. Hann borgar fyrir spóluna og lætur stimpla fríkortið sitt og átti enn nokkrar spólur eftir í fríspóluna.
Hann fer heim og horfir á myndina, hún er svo sannarlega sú alversta og hann hugsar um fullt af hlutum sem hann gæti verið að gera í stað þess að horfa á hana. Myndinni lýku honum til mikillar ánægju, hann les aðeins kreditlistann sökum vanans og fer síðan inní vaskahúsið og nær í gamlan kaðal. Hann slengir honum yfir burðarbita sem var í stofunni hans og bindur hann tryggilega, hnýtir snöru úr öðrum endanum á kaðlinum og nær í stól. Hann fer upp á stólinn og slengir kaðlinum yfir hálsin á sér, síðan stendur hann í 15 mínútur og reynir að rifja upp hvort það hafi verið einhver bíómynd sem honum yfirsást.
Honum dettur enga í hug svo hann ýtir stólnum undan sér og sveiflast til og frá í loftinu er hann reynir í vonlausri örvæntingu að losa um kaðalinn, ekkert gengur og hann hættir að veita viðnám. Hann kveður heiminn með einni sterkri hreyfingu sem voru ósjálfráð, næstum brosandi, næstum grátandi.
- Næsti!