Halla tók fullt af einhverjum geðpillum og drakk
kaffi með. Þetta voru víst pillur sem voru
mikið gefnar geðsjúklingum. vinur Höllu hafði
komist yfir þessar pillur og gefið henni og Steinu
vinkonu hennar nokkrar á kjaft. Stelpurnar fá að
gista hjá mjög góðum vini Höllu, og þær eru á leið
heim til hans. Gummi hét hann, ofsalega góður strákur
sem óð ekkert í stelpum, en Halla var aðeins að spá í
hann. Hann tók aldrei pillur til að komast í vímu, hann
drakk bara og varð augafullur og slóst við alla karlmenn
sem yrtu á hann. Þau eru komin. Þetta var ekkert party,
bara staður til að hvíla sig á svo að þau fara öll að
sofa. Halla sefur uppí rúmi hjá Gumma. Steina og Gummi
sofna. Halla er orðin eitthvað skrýtin, orðin paranojuð
og finnst vera fullt af tröllvöxnu fólki inní herberginu.
Þetta fólk var allt svona extra breytt, með hjúds putta
og einn þeirra í vesti og undan gatinu sem annar handleggur
hans kemur út þar er skjaldbökuhöfuð. Lifandi skjaldbaka.
Hvað er í gangi? Svefnpokarnir á gólfinu í kringum Steinu
voru allir orðnir að fólki. Halla er sko ekki að fara sofa.
Hún er greinilega í einhverskonar vímu. Hún lítur á vegginn
fyrir ofan sig. Þar er tréhilla. Þar birtast hendur og
neglurnar eru hvítar og svartar á víxl. Þær hreyfast.
Haus birtist, svart hár, myndavél, þetta var kínverji.
Halla sefur ekkert alla nóttina.
Þegar þau hin vakna snemma um morguninn og fara út í bíl
þá spyr Halla Gumma hvort hann ætli ekki að segja afa
sínum frá fólkinu? Gummi spyr; “Hvaða fólk?”
Gummi keyrir stelpurnar niður á Hlemm.
Þau trúa Höllu ekki.
Endir.