Minningar,eitthvað sem hugur manns getur ekki sleppt af hendi. Stundum vildi maður bara geta gleymt hinu ósanngjarna lífi um stundarsakir.
Var ég 10 ára snáði og vissi varla upp né niður.
Fjölskyldulífið var eins og á flestum heimilum,sem sagt einn faðir,ein móðir og barn sem í þessu tilviki var ég.
Viðurkenni ég fúslega að ég hafði alltaf verið mömmustrákurinn af öllum þeim hálfsystkinum sem ég á,úr fyrra hjónabandi föður míns.
Var maður alltaf eitthvað á vappi með mömmu.
Alltaf útí búð að hjálpa til við að bera poka,og hjálpaði ég sem oftast við heimilisverkin þegar að ég var beðinn um það.
Eftir að hafa fengið foreldra mína til að hætta að reykja eftir stanslaust suð í þeim,þá leit allt út fyrir að vera að breytast og líf okkar allra að fara batnandi.
Pabbi varð hressari,en eitthvað virtist vera að hrjá móður mína,þó að hún hafði hætt að reykja.
Fór hún því til læknis eftir síendurtekna höfuðverki og uppköst. Eftir það kom hún heim og sat ég við eldhúsborðið og sötraði safa.
Var föður minn að horfa á sjónvarpið í þægindastól sínum. Var móðir mín eitthvað döpur og spurði pabbi hvað væri að,og svaraði móðir mín: ,,Ég er með Krabbamein''.
Var þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti enda voru viðbrögðin rosaleg. Fór ég inn í herbergi mitt og trúði ekki mínum eigin eyrum. Var þetta allt svo óraunverulegt. Kannski þetta væri bara draumur eða eitthvað álíka. Kleip maður sig í hendina en sársaukinn var til staðar,þetta var allt ekta!
Eftir það breyttist fjölskyldulíf okkar umtalsvert,enda var móðir mín aumari vegna lyfjana sem hún fékk til að berjast gegn krabbameininu.
En þótt að hún væri aum,þá stoppaði það hana ekki. Hún fór út í búð,eldaði mat og gerði allt sem hún var vön að gera. Þó var eitt sem ég hef á sálinni,og það er það að eftir þetta allt,þá fór ég að skammast mín fyrir hana. Ég fór ekki með móður minni út í búð,því ég vildi ekki láta sjá mig með sköllóttu konunni. En þegar að ég hugsa til baka,þá var þetta ekkert til að skammast sín fyrir. Hún var manneskja eins og við öll erum.
Eftir þrjú ár,þegar að ég var 13 ára helltist yfir mig mikil hræðsla vegna þess að mömmu fór ekki batnandi,heldur varð ástand hennar verra.
Hún var alltaf að leggja sig um hábjartann dag,og talaði lítið við mig.
Einn daginn þegar að ég var uppí rúmi heima hjá mér og las Andrés blað,þá luktust upp dyr heimilisins og inn stigu menn klæddir í slökkviliðsbúninga,eða svo sýndist mér.
Náðu þeir í börur og áður en að þeir tóku mömmu mína burt,þá sagði móðir mín: ,,Hvert eru þeir að fara með mig?'' daufri röddu.
Eftir það heyrði ég ekkert af henni fyrr en seinna um kvöldið þegar að föður minn kom heim,og spurði ég hann hvað hefði gerst.
Tilkynnti pabbi mér að búið væri að fara með mömmu mína í líknardeildina hjá Kópavoginum.
Var farið þangað næsta morgun og brá fyrir mér óhugnarleg sjón. Lá móðir mín þarna og hraut,og var tengd í öndunarvél. Hafði hún aldrei hrotið í návist minni,og kom þetta mér á óvart.
Eftir það fór ég heim og fór að sofa.
Næsta morgun var fjölskylda mín boðuð á fund í Kópavoginum. Sat þar kona inni í fundarherberginu. Fórum við inn og fengum okkur sæti. Voru þarna hálfsystkini míni,ég,amma og afi og pabbi. Eftir um 10mín tal,þá tilkynnti hún okkur að ekki myndi móðir mín þá bata og því þyrfti guð að taka hana að sér. Voru þetta verstu fréttir lífs míns,og leið mér mjög illa. Kvaddi ég mömmu með kossi og fór ég til frænku minnar í heimsókn. Var svo hringt til hennar og svaraði hún í símann,og skellti síðan á stuttu eftir. Spurði ég hvert tilefnið væri,og sagði frænka mín: ,,Sigurjón minn,mamma þín er dáin''
Helltust yfir mig tilfinningar sem ég hafði ekki roð við. Var þetta satt,eða var þetta grín?
Var mér keyrt niður í Kópavoginn og sá ég þar að móðir mín lá í rúmi sínu hreyfingarlaus,vel uppklædd og með rós í örmum sínum. Gekk ég uppað henni og ríkti mikil ró yfir henni. Felldi ég tár yfir henni og kyssti ég hana mjúklega á ennið. Sneri svo aftur við út að gangi og kvaddi hana með einföldu: ,, bless''. Eftir það kom jarðaför hennar í kjölfarið og síðan gekk lífið sinn vanagang. Eitt kvöld er mér þó minnistætt og það var þegar að mig dreymdi draum. Draumur lýsti sér þannig að ég var inni í björtu herbergi,og stóð ég í því í þó nokkurn tíma.
Eftir smá bið birtist fyrir mér vera í svörtum kirtli. Sá ég ekki í andlit hennar í fyrstu en síðan svipti hún hulunni af sér og var þetta móðir mín. Síðan vaknaði ég……..
Held ég að þetta hafi verið hennar leið til að segja bless við mig líka.