þetta er fyrsta sagan mín hérna, og ég er ekkert viss um að hún verði mjög góð eða löng. Hún er byggð á sönnum atburðum og sögð frá mínu sjónarhorni. Vona að ykkur líki hún bara.








Við sátum við eldhúsborðið og borðuðum saman. Mamma stóð við vaskinn döpur, ég vissi aldrei af hverju hún var svona oft döpur…hurðinn opnaðist…ég heyrði röddina hans, röddina sem ég man ekki lengur en ég hata samt meira en allt annað.
Raddirnar hækkuðu, þær öskruðu, mamma öskraði. Mér var illt, ég sagði við þær….þær sem ég elska svo mikið….ég sagði þeim að ekki hlusta, ekki horfa.

Mamma datt, hún datt í gólfið….hann sparkaði og öskraði, mamma var brennd eftir kaffið sem hann hellti á hana….en ég hlustaði ég horfði, ég mundi……ég man ennþá.
Hann horfði á mig, hann horfði á mig reiður og fullur hatri….ég skildi ekki af hverju hann var svona reiður….mamma gerði ekkert rangt…. hún gleymdi bara að vaska upp.

Hann gekk út, hann gekk út í síðasta sinn….mamma lá bara þarna…svo kjurr. En ég skildi ekki af hverju allt var svona, af hverju var hann svona reiður…ég vissi bara að þetta var ekki rétt og við urðum að komast í burtu frá honum….mamma hreyfði sig, hún las hugsanir mínar….við urðum að komast burt, frá honum.

Mamma stóð upp og byrjaði að taka saman dótið okkar, hún sagði okkur að taka allt það sem við hafa með okkur…..við værum að fara í ferðalag. Ég sá að mömmu var illt, ekki bara á líkamanaum, líka í hjartanu….hann hafði skilið eftir stórt sár á sálum okkar allra sem aldrei gréri að fullu. Við fórum allar út í bíl….mamma sagði okkur að hafa engar áhyggjur, þetta yrði allt í lagi og hann fegni aldrei að meiða okkur aftur…..Ég vissi að það var ekki rétt, hann myndi alltaf finna okkur aftur….

Við keyrðum af planinu, keyrðum frá hrörlegu íbúðinni sem hallaði líkt og hún væri að líða útaf….Litla húsinu með litlu íbúðinni, þar sem allt hafði gerst, allt sem aldrei gleymdist…













þetta er bara smá uppkast og ég á örugglega eftir að bæta meiru við hana og laga hana og þannig…..samt ekki vera með skítköst þó hún sé ekki frábærlega uppsett eða eitthvað…..það er svo leiðinlegt.
(\_/)