Þú uppskerð eins og þú sáir: Vertu góður við aðra, sýndu áhuga á þeim með því að spyrja um áhugamál þeirra og þeir munu launa þér í sömu mynt. Svona aflar þú vinsælda hvert sem þú ferð. Þegar þú deyrð þá á mest af þessu fólki eftir að fylgja þér til grafar.
Klara var óvinsæl í skóla og kenndi öðrum um að vera vonda við sig og skilja hana útundan. Hún klagaði í skólastjórann án þess að gera sér grein fyrir að hún uppgötvaði að það var hún sem var með leiðindi og öll upptök að rifrildum. Kennararnir stóðu með henni og trúðu öllu sem hún laug uppá hina.
Einn daginn byrjaði ný stelpa í bekknum sem hét Þórunn. Hún varð fljótt vinsæl. Þetta byrjaði með því að fyrsta daginn var Klara beðin um að leiða hana í gegnum skólagangana, en þar sem Klara hafði lítið jákvætt um skólann að segja var Erla, gömul vinkona Klöru (nú ein af öllum óvinunum) beðin um það.
Það voru frímínútur og Þórunn (sem talaði við alla og gerði ekki upp á milli fólks) kom og spjallaði við hana. Hinir nemendurnir misstu andlitið yfir að hún skyldi þora að yrða á þennan leiðindapúka.
Þórunn: Hæ, hvað segirðu gott? Viltu ekki koma með mér í mötuneytið og tala við mig? Ég hef ekkert fengið að kynnast þér.
Klara:(undrandi yfir að einhver sýndi sér áhuga) Ha, jújú. Ætlarðu að fá þér heitan mat, eða…?
Þórunn: Eruð þið með heitan mat? Frábært.
(þær gengu um gangana og Þórunn náði bara heilmikið af upplýsingum uppúr Klöru)
Klara: Hvað kemur til að þú vilt tala við mig en ekki aðrir?
Þórunn: Hefur þú einhvern tímann þorað að ganga uppað einhverjum og spyrja hann um eitthvað sem þú veist að hann hefur áhuga á?
Klara: Ég hef ekki hugmynd um hvað allir hafa áhuga á en að sitja úti í sal í frímínútum og kjafta um eitthvað sem ég hef engan áhuga á.
Þórunn: En þú hefur ekki spurt þá er það?
Klara: Þeir mundu hiklaust reka mig burt!
Þórunn: Hefurðu prófað?
Klara: Neiii, ég man ekki eftir því en fólk sýnir mér ekki vingjarnlegan svip þegar það gengur fram hjá mér.
Þórunn: En ef þetta fólk sér þennan sama svip á þér? Þau hafa ekki fengið að kynnast þér og eru viss um að þér líki illa við þau fyrst þú ferð ekki og talar við þau
Klara: Váá…það er erfitt að taka svona ákvörðun!!! Hvað á ég að segja???
Kannski það sama og ég sagði við þig. Manstu hvað ég sagði? Ekki rakstu mig í burtu er það? Ég get lofað þér því að þú verðir ekki rekin í burtu. Þau munu sjá að þér er ekki sama. Prófaðu þetta og þú munt alltaf verða þakklát. (Þórunn brosir). 'Eg var svona eins og þú. Ég ákvað einn daginn að láta vaða og hér er ég í dag…hamingjusöm :)
Klara: Hvað ef þau segja:“Hvað kemur til að þú ert hér?” Hvernig bregst ég þá við???? Ég hleyp grátandi í burtu og verð enn lokaðri (hún fær tár í augun og kökk í hálsinn)
Þórunn: Viltu að ég komi með þér?
Klara: Nei þá verð ég eins og leikskólakrakki…skömmustuleg og roðna, fel mig á bakvið þig.
Þórunn: Prófaðu að æfa þig heima, fyrir framan spegilinn og gerðu þetta á morgun. Ókei?
Klara: Fyrst þú ert svona hjálpsöm að gefa mér ráð og sýna mér áhuga…JÁ!
Þórunn: Þarna kom aðalpunkturinn…að sýna öðrum áhuga. Veistu t.d. hvaða áhugamál einhver af þessum krökkum hefur?
Klara: Hmm…Fía hefur áhuga á því að prjóna litla bangsa og mig hefur alltaf langað að læra það. Þeir eru svo fallegir hjá henni.
Þórunn: Þá ættirðu ekki að vera í vandræðum með að ganga að henni á morgun og spyrja….Hvað myndirðu segja?
Klara: Ég ætla að segja: "Hæ Fía. Hvað segirðu gott? Ertu ennþá að prjóna bangsana? Ég tók eftir því að þú gerðir einn í jólasveinabúningi sem mér leist rosa vel á. Áttu fullt af uppskriftum?
Þórunn: Frábært. Fía yrði svo ánægð að hún myndi hiklaust hlaupa heim í frímínútum og sækja uppskriftirnar og kenna þér að prjóna þá. Haltu svona áfram. Fylgstu svo með því hvaða áhugamál aðrir hafa og þú ert komin í hópinn.
(Þetta gerði Klara og fólk hópaðist að henni)
Endi