Heimsendir?
Stuttsaga.
Ath. Þessi saga er ekki raunveruleiki þótt ég skrifa sem ‘’ég,,
Versti dagur lífs míns byrjaði á því að vera góður.
Ég, 14 ára stelpa var að gera mig tilbúna fyrir skólann. Yfir morgunmatnum velti ég mér upp úr draumnum sem mig dreymdi þá nóttina.
Hávaxinn maður gekk hægt að mér, ég sá ekki almennilega framan í hann en ég kannaðist svo eitthvað við hann, maðurinn nam staðar einum metra frá mér, það var allt í móðu, en skyndilega hljóp hann í burtu, reif upp hurð sem stóð stök og hvarf, en þetta var einhver manneskja sem ég vildi ekki losna við, þó að ég hafi ekki vitað hver þetta væri.
‘’Úúú, creepy draumur,, hugsaði ég og lauk morgunmatnum. Ég gerði mig fulltilbúna fyrir skólann, skellti mér í úlpu og skó og æddi út. Ég náði í skólann í tæka tíð, því það var jú,það sem ég var að reyna að bæta, því mætingin var frekar slök í fyrra.
Fyrsti tíminn var íslenska. Þegar ég steig inn í skólastofuna fór mig að svima, ég hlunkaði mér í stólinn sem var næst mér og reyndi að jafna mig. Ég horfði út í loftið og fékk störu á töfluna, þá sá ég fyrir mér drauminn sem mig dreymdi um nóttina, en þá sá ég andlitið á hávaxna manninum mjög skýrt, þetta var pabbi. En ég var ekki ég, heldur mamma. Ég varð svakalega ringluð en reyndi að hætta að hugsa um þetta, það tókst á endanum.
Í matnum sagði ég vinkonum mínum frá þessu, en áður en ég gat sagt kærasta mínum þetta þá sagði hann, ‘’við þurfum að tala saman,, ég vissi alveg hvað var í vændum. Mig tók aftur að svima, ég settist niður, og Andri kærasti minn settist við hliðina á mér. ‘’Kristín,, byrjaði hann, ‘’ég held að við þurfum að hætta saman,,. Hann horfði á mig, en ég ekki til baka, ég tók mér smá stund, en spurði svo, ‘’hver vegna,,? Hann virtist vera í vandræðum að finna svar en svaraði loks ‘’Ég, ég er bara ekki, hrifinn af þér lengur,,. Þetta var versta afsökun sem ég hafði nokkur tíman heyrt, en svo þegar ég hugsaði lengra, þá ‘’meikaði hún sens,,. Æjj þetta var svo flókið allt.
Ég hlakkaði til þess að komast heim úr skólanum, en það var nú hægara sagt en gert. Þegar heim kom, henti ég skólatöskunni inn í herbergi og fór í tölvuna. Svo kallaði mamma á mig og bað mig um að koma inn í eldhús. Þar sátu pabbi og mamma, en hundurinn minn Sesar át matinn sinn í róleg heitunum. Mamma var með tárin í augunum og pabbi ekki síður. Ónei þetta var ekki að fara gerast. ‘’Nú er komin upp sú staða að pabbi þinn ætlar að fara,,byrjaði mamma. ‘’Ég skil ekki,, sagði ég þó að ég vissi alveg hvað var að gerast. ‘’…Við pabbi þinn erum ekki ánægð saman lengur,,. Sagði hún en bætti svo við ‘’Við erum að skilja,,. Asma-kast dundi yfir mig,ég greip ''pústið,, og dró andan, augun urðu vot og tárin streymdi niður kinnarnar, ég skellti mér í fangið á pabba og faðmaði og knúsaði hann lengi vel.
Ég vissi að ég myndi ekki hitta hann í langan tíma á meðan hann væri að jafna sig. Mér fannst þetta vera heimsendir, mér langaði að fremja sjálfsmorð. Eftir faðmlög knús, kossa og kveðjur, fór pabbi, en þá rann upp fyrir mér ljós, draumurinn táknaði skilnaðin, þetta var sama hurðin og í draumnum líka, mig dreymdi fyrir. Var ég skygn?
Þegar pabbi fór kom mamma til mín og faðmaði mig og hvíslaði í eyrað mitt ‘’Hann verður samt alltaf pabbi þinn,, Við þessi orð leið mér aðeins betur, þó að ég vildi af sjálfsögðu frekar hafa hann hjá mér. Sesar haltraði til mín, hann var með svo mikla gigtveiki. Æjj greyjið. Ég fór inn í herbergi og upp í rúm og lá þar í 2 klukkutíma og hugsaði og hugsaði um daginn í dag og grét úr mér síðustu tárin. Mamma kom inn í herbergi og spurði hvort það væri ekki allt í lagi. Ég kinkaði kolli og reif mig fram úr rúminu, og ætlaði út með Sesar, en fann hann hvergi, ‘’Sesar,, hrópaði ég en fékk ekkert svar frá litlu dúllunni minni. ‘’Mamma hvar er Sesar,, spurði ég. ‘’Hann… hann er hjá Guði, hann þjáðist svo mikið af gigtveiki ástin mín, ég fór með hann og lét lóa honum, þetta var honum fyrir bestu,, Ég brast í grát…aftur, var þetta ekki komið gott í dag, var Guð að refsa mér?
Þetta var vertsi dagur lífs míns. Ég hljóp aftur inn í herbergi og grét og grét í klukkutíma í viðbót, ég hafði örugglega grátið úr mér öll tár ævi minnar. Ég fór inn á bað og ég var eldrauð í framan og sveið svakalega en átti engin tár eftir til þess að gráta undan sársauka. Ég hljóp til baka inn í herbergi, upp í rúm og sofnaði. Í draumnum gekk Sesar að mér, og hvíslaði í eyrað á mér ‘’Ég er kominn í andaheiminn, ekki syrgja mig eftir minn dag, ég verð ávallt hjá þér,, hann talaði mína tungu. Ég varð mjög ringluð því Sesar tók að breytast, hann tók að breytast í mannsmynd, svo vaknaði ég.
Ég settist upp og sagði upphátt ‘’svakalega var hann sætur,,. Ég rauk fram og var litið á klukkuna, hálf 1 að nóttu. Ég settist við eldhúsborðið og íhugaði sjálfsmorð, þetta var hvort eð er heimsendir fyrir mig. Ég stóð aftur upp, gekk að hnífaparaskúffunni, valdi beittasta hnífinn og ætlaði að skera mig á púls. Skyndilega fraus allt, tíminn stóð í stað og ég gat hvorki hreyft legg né lið. Sesar birtist mér, og ég reyndi að öskra en gat það ekki. Þá byrjaði Sesar að breytast í mannsmynd, sömu og í draumnum. Svo hóf hann mál sitt ‘’Kristín, þú veldur mér vonbrigðum, geriru þér ekki grein fyrir hve mikil sjálfselska þetta er?,, Ég gat engu svarað. ‘’Þú getur ekki ýmindað þér hve margir myndu sakna þín, mamma þín, pabbi, amma, afi, frænkur og frændur og allir ættingjar þínir og vinir, þú myndir valda þeim sorg og tárum, Mamma þín myndi drekka sig fulla hvern einn og einasta dag, nýbúin að skilja og með dauða þinn í ofanálag, tala nú ekki um þegar það er sjálfsmorð, hún myndi kenna sér um þetta allt,,. Svo varð þögn. Ég gat hreyft mig aftur, ég lagði hnífinn frá mér og skammaðist mín svo mikið fyrir þetta. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja, ég meina hvað átti ég að segja? Þetta var Sesar, dáinn í mannsmynd, og ég, nýbúin að hætta við tilraun á sjálfsmorði. ‘’Fyrirgefðu mér,, var það eina sem ég gat sagt. Sesar hvarf á ný og mér var litið á hnífinn, ég stakk honum aftur í hnífaparaskúffuna og fór inn í stofu og settist í sófann og hugsaði minn gang, hvað ég átti mikið eftir ólifað og ógert. Þetta var sko sannarlega ekki heimsendir, lífið… var rétt að byrja.
Þetta var kannski meira svona boðskaps-saga. :)