Drífur þú ? Dríf ég ?
Öll getum við drifið, en samt ekki allveg..
Sumir drífa með naumindum aðrir með særindum, en samt ekki allveg allir..
Þessi dreif með viljanum, staðfastur á sínu og gaf ekkert eftir, og nú er hann staddur á toppnum, með þrjú brosandi börn,gullfallega konu , mikla peninga á milli handanna og nýjann jeppa.
En þá kom stormurinn, Páll var ekki lengur í himnaríki, konan hans var tekin frá honum á örskotstundu, honum að óvörum fjaraði líf hennar út. Hann sat einn eftir með hágrenjandi þrjú börn sem slefuðu í eyrað á honum. En hann átti samt enn nóg af pening og borgaði líftrygging konunar allt sem hann skuldaði.
Hann fékk sér annan jeppa, Páll átti tvo jeppa en enga konu..
Einn á “toppnum” gekk Páll niður í bæ, tóbakslaus, allslaus og ekki síðast en síst konulaus. Hann var tómur, galtómur og langaði að fara sömu leið og konan gerði.. en hann hugsaði þá hvað myndi verða um börnin… hann gat ekki en hann langaði svo.. Einn á brúninni Páll stökk, lenti í sjónum og splasss hann sökk, lengra og lengra þar til hvítt ljósið gleypti hann inn í dimma eilífðina.