Ok þetta er frumraun mín í að virkilega skrifa sögu, það eru nökkur tonn af ýminduðum veröldum og heimum í hausnum á mér, og slatti af sögum sem ég hef ekki getað sett niður á blað (eða tölvuna) þannig að mér líki við svo ég ætla bara að skella þessu hingað eins og það kom uppúr mér án þess að lesa hana yfir, ég sé líklega eftir því en núna er komin tími til að klára eitthvað. Vonandi er eitthvað vit í þessu, þar sem þetta er meira eins og tilfinning og myndir en orð í hausnum á mér.

Ég sit hér á vegg og horfi niður í iðandi flauminn fyrir neðan. Hendurnar kreptar um vegginn sem er háll af rigningunni sem rennur niður nefið á mér á leið sinni niður í djúpið. Kjóllinn minn er orðinn rennandi blautur og límist óþægilega við líkamann. Hárið er fullkomlega sett upp og kjóllinn líka. Fullkomin lítil brúða, brúða sem maður skreitir og setur upp á hillu, og dáist að, ég vorkenni alltaf fallegu brúðunum sem sitja í kösunum sínum uppi á efstu hillu í búðini, fallegar og einmanna. Fegurðin er bölvun þeirra, á meðan þær sitja svo fínar uppí efstu hillunum, fara litlu mjúku tuskubrúðurnar til barna sem faðma þær, elska þær, og þær verða aldrei einmanna, eins og puntudúkkurnar á efstu hillunni.
Ég hugsa um vini mína ég veit að þeir búa í huga mínum, að þeir eru ekki raunverulegir í þessum heimi en það er afþví að þeir eru galdravinir, þeir eru hvorki fallegir né ljótir og svo góðir, alltaf þegar hann öskrar á mig og lemur mig þá kemur hún besta vinkona mín, hún er ekki falleg eins og brúðurnar heldur eins og sætu tuskudúkkurnar sem eru í neðstu hillunum, elskaðar, og hún brosir, fólk er alltaf brosandi, en það brosir bara með munninum en ekki með augunum, en þegar hún brosir skína augun og hún réttir mér hendina og leiðir mig í burtu, burt frá barsmíðunum og brosandi munnum. Og við förum saman í annan heim, þar eru fiðrildi, falleg og frjáls, og ég er líka frjáls, við dönsum saman, berfættar í grasinu og fiðrildin dansa með okkur. Og brosum saman með augunum, og hlæjum. En svo fölna augun og firðildin fljúga í burtu og ég er ein eftir, liggjandi á köldu steingólfi, og ég hata þetta gólf, fallegar tígulsteins hellur, kaldar, harðar, fallegar.
Og ég finn tárin inní mér sem vilja brjótast fram en þau komast ekki, það er hnútur á hjartanu mínu sem lokar leiðinni fyrir tárin, sem safnast upp svo það mindast stærri hnútur, sem stækkar og stækkar og þrýstir á hjartað. Ég lít upp og sé dyrnar, það laumast lítil ljósræma meðfram hurðarstafnum, og ég finn þessa skrítnu tilfinningu þegar tárin þrísta á hjartað, og ég vil fara til vina minna, ég vil hlæja, ég vil vera þar alltaf, það sem eftir er og hlæja með góðu vinum mínum. Og ég sé fiðrildin dansa hjá mér, þau dansa í kringum mig og ég teigi mig eftir þeim, ó hvað þau eru falleg og frjáls og mig langar að vera frjáls með þeim og dansa. Ég skríð að dyrunum og þær opnast eins og af sjálfum sér. Og ég hlæ, ég hlæ og dansa á eftir fiðrildunum út um dyrnar. Brosandi með munninum og augunum. Og ég dansa að veggnum og teigi mig eftir fiðrildunum. Þau fljúga yfir vegginn og ég elti en svo hurfu þau, og ég verð reið, hvert fóru þau, afhverju, komið aftur!!! Og ég finn rigninguna renna niður nefið, og kjólinn límast óþægilega við líkamann og hárið er ekki lengur fullkomið, tigningin þvær burtu fegurðina svo ég er ekki lengur puntudúkka heldur lítil sæt tuskubrúða sem brosir breitt í bútasaums kjólnum sínum. Og ég man, man eftir fallegu brosandi andliti, vinkona mín, móðir mín, og ég græt. Tárin blandast regninu og augun ljóma, brosandi augu, og ég hlæ og hún brosir og faðmar mig að sér eins og ég litlu tuskubrúðuna mína áður en hann tók hana. Og ég sleppi takinu á veggnum og tek í höndina sem grípur í mína og dregur mig til sín og faðmar mig að sér. Líkami minn fellur niður, niður hamrana og skellur í ólguna fyrir neðan. En ég fer ekki með því hún heldur mér uppi. Hún heldur fast í hendina á mér og við leiðumst saman burt frá fallega kalda húsinu.

Við dönsum saman með fiðrildunum og núna er allt fallegt og gott, því núna er ég með vinum mínum, og ég dansa hönd í hönd við engil með brosandi augu.

Takk fyrir að lesa þetta og vonandi mun ég getað skrifað eitthvað meira af viti hérna seinna :)

kv Maurinn