Kláus og klikkaða krákan
Það var rétt farið að gægjast í sólina þegar ráðst var á gluggan “Vaknaðu asninn þinn!” Öskraði krákan úti við gluggan og hamaðist á glugganum. “Haltu kjafti kráku fífl” Ökraði Kláus til baka og lét koddan yfir hausinn á sér. En krákan gafst ekki upp og hrópaði “Vaknaðu drullusokkurinn þinn , ég þarf að ÉTA!”
“Éttu skít” öskraði Kláust til bara og kastaði koddanum í gluggan.
“Það er vel boðið en ég held ekki krullufés” krunkaði krákan til baka. Kláus var komin með nóg og labbaði að glugganum og lét eins og hann ætlaði að gefa krákuni eitthvað en opnaði gluggan beint á krákuna svo að hún datt á grasið fyrir neðan gluggan. “Og hafðu það kráku fífl!” öskraði Kláus til krákunar og skellti aftur glugganum og lagðist upp í rúm.
Klukkutíma seinna rankaði krákan við sér á grasinu og fann garnirnar gaula. “ Bévítans krakka fífl” Tautaði krákan með sér og tók á loft. Krákan hringsólaði um húsið í leit að opnum glugga og loksinns sá hún glugga opin á neðstu hæðinni , rétt nógu stór til að hún geti troðið sér inn um hann. Þegar krákan kom inn þá sá hún að hún hafði lent í lukkupottinum . Hún var komin inn í eldhúsið. Krákan flaug um eldhúsið í leit að mat og sá svo loks ávaxta skál á miðju borðinu og byrjaði að japla á rauðu og safaríku epli.
Eftir að hafa étið hálft eplið þá heyrði krákan eitthvað hljóð. Hún leit að stiganum og sá hvar Kláus labbaði letilega niður stigan í náttfötum og inniskóm. Krákan tók sig til og flaug upp í loftið og faldi sig fyrir ofan opnu hurðina sem lá að eldhúsinu. Þegar Kláus labbaði inn í eldhúsið þá flaug krákan af stað beint á hnakkan á Kláusi og byrjaði að bíta í hnakkan á honum.
“Núna færðu það borgað krulluhaus” Gargaði krákan.
Kláus öskraði og reyndi að slá krákuna af sér með sleif , en endaði bara með því að lemja í bakið á sjálfum sér.
“Hvað ertu að gera kráku fífl!” öskraði Kláus og barðist um.
“Þú gafst mér ekki að éta krakka asni” Öskraði krákan og reyndi að naga hálsinn á honum.
“Jú víst ég bauð þér skít” Gargaði Kláus til baka.
Loks náði Kláus að berja krákuna af hálsinum hans og krákan lenti hrakalega á eldhúsgólfinu.
“Þarna náði ég þér kráku asni” sagði Kláus og gerði sig tilbúnan að stíga á krákuna.
En krákan varð fyrri til og flaug af gólfinu og sagði “ þú átt eftir að sjá eftir þessu Kláus krullufés” og flaug út um gluggan.
Ekki sá kláus til krákunnar um nokkurn tíma en allt í einu heyrði hann fjölda krunk. Kláus hjóp út í dyra gættina og þar sá hann kráku her og klikkuðu krákuna fremst.
“Nú færðu sko að finna fyrir því krullu haus! Gerðið árás!” Gargaði krákan og hvít drit skutust úr hverjum einasta kráku rassi.
Kláus hljóp upp í herbergið sitt og sótti teyjubyssuna sína og skot og hjóp út og gerði árás á kráku herinn. En viti menn eftir dágóða stund þá láu allar krákurnar á grasinu með stein upp í afturendanum á sér nema náttulega klikkaða krákan.
“Þó þú hafir unnið fyrsta bardagann þá áttu ekki eftir að vinna stríðið” Gargaði krákan og flaug í burt. Kláus stóð eftir á jörðinni og heyrði ekkert annað en vein í krákunum sem veltust um á grasinu. Kláus labbaði sallarólegur inn og fór að horfa á teiknimyndir.
Eftir að hafa horft á teiknimyndir í nokkurn tíma þá datt sjónvarpið út og Kláus sá ekkert á sjónvarpinu nema gráar og hvítar línur hendast um á skjánum. Kláus bölvaði með sjálfum sér og hljóp svo út og klifraði upp á þak. Þegar hann var komin upp á þakið þá sá hann hvar klikkaða krákan stóð upp á loftnetinu (ef þá má kalla það en þá lofnet) . Það var búið að naga á alla víra sem sjáanlegir voru og loftnetið allt beyglað.
“Þar hafðir þú það krullufés” gargaði krákan og flaug í burtu.
Kláus horfði á sitt ástkæra sjónvarpsloftnet og reiðin gaus í hausnum á honum.”Nú var það nóg komið” sagði Kláus með sjálfum sér og hugsaði um hvernig hann gat hefnt sér á klikkuðu krákunni.
Kláus labbaði inn og settist fyrir frama bilaða sjónvarpið og hugsaði og hugsaði hvernig hann átti að ná sér niðri á krákunni. Hann hrökk upp út hugsunum sínum þegar dyrabjölluni hans var hringt. Þegar Kláus kom til dyra þá sá hann póstbera með stóra pakka í höndunum. Áður en póstberinn gat sagt orð þá tók Kláus eftir loftgötum á pakkanum og sá krákuna í kremju inn í kassanum. “Já , þessi pakki kominn hingað það er nú vitleisan hann átti að fara til Japan” Sagði Kláus með uppgerðar röddu.
“Ó,” Sagði póstberinn og hélt áfram. “ég get stundum verið svoldið gleyminn, jámm þessi pakki fer beint til Japan.” Öskur og læti heyrðust innan úr pakkanum þegar póstberinn fór með pakkan aftur út í póstbílinn. Kláus skelltu hurðinni feginn og lifði hamingjusömu lífi þangað til hann vaknaði daginn eftir við dúfu og þið viljið ekki heyra meira!
ENDIR
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."