Indæll matarilmur fyllir húsið. Marta tekur sér hlé frá matseldinni og lítur á símann. Heimir skoppar inn í eldhúsið á fimm mínútna fresti og spyr hvort að maturinn sé ekki að verða til en Marta rekur hann alltaf aftur fram í stofu og segir honum að halda áfram að læra heima.
Loksins er maturinn þó tilbúin og þau háma hann bæði í sig enda ekki búin að fá neitt almennilegt að borða síðan í hádeginu í gær.
“Afhverju glápiru svona á símann?” spyr Heimir og starir á Mörtu.
“Ég er ekki að glápa á símann,” segir Marta. “Ég er bara að hugsa.
”Um hvað?“ spyr Heimir og skefur af disknum sínum.
”Ekki neitt,“ svarar Marta hratt.
”Þú getur ekki hugsað um ekki neitt,“ segir Heimir spekingslega. ”Ef þú ert að hugsa og hugsar ekki um neitt þá ertu ekki að hugsa.“
”Ég held að það sé kominn tími til að þú drífir þig í háttinn, klukkan er orðin níu,“ segir Marta og leiðir Heimi inná baðherbergi.
Hún hjálpar honum að tannbursta sig þótt hann fullyrði að hann sé orðinn nógu stór til að geta gert það sjálfur og finnur svo náttfötinn hans. Hún lofar sjálfri sér að á morgun þá skuli hún setja í þvottavél því það er stór skítaklessa þvert yfir brjóstið á bolnum hans Heimis og buxurnar orðnar stífar af drullu.
Hún býr um hann í neðri kojunni, biður með honum bænirnar og innan skamms er litli bróðir hennar horfinn inn í draumalandið.
Hún fyllir þvottavélina og sest við hliðina á henni þegar hún er byrjuð að þvo. Hristingurinn er rólegur og innan skamms byrjar hana að syfja. Símhringing vekur hana upp og hún hleypur fram í forstofu til að svara.
”Halló, er María heima?“ er spurt kurteisislegri röddu.
”Þetta er hún,“ segir Marta og brosir.
”Ó, vá þú hljómar allt öðru vísi í síma.“ segir Friðrik og Marta getur fundið hann roðna í gegnum símalínuna.
Áður en hún veit af eru þau komin út í rokna samræður um allt og ekkert. Marta veit brátt allt um þennan feimna en viðkunnalega strák og hann veit allt um hana.
Hann bjó upphaflega úti á landi en svo skildu foreldrar hans og hann og litla systir hans búa núna með mömmu hans hér í Reykjavík.
Marta brosir næstum stöðugt á meðan samtalinu stendur og á í erfiðleikum með að slaka á brosvöðvunum þegar hún er búin að kveðja og er löggst upp í rúm.
Hún hugsar um hitt skiptið sem að hún beið eftir símtali. Pabbi hennar var nýstungin af og alltaf þegar hann fór einhvert í langann tíma var hann vanur að hringja. Hún stóð fyrir framan símann í marga klukkutíma. Sama hversu oft mamma hennar sagði henni að hætta þessum fíflaskap, þetta var enginn fíflaskapur henni var fyllsta alvara, þá sneri hún sér við og glápti tómum augum á hana þangað til að hún gafst upp og hrökklaðist undan.
Allt þökk sé pabba sem þurfti að gefast upp þá var líf þeirra núna í enn meiri rúst en það hafði einhvertíman verið.
Drykkja móður þeirra hafði verið talsverð en hún margfaldaðist þegar pabbi þeirra var stunginn af.
Nú veit hún loksins hvað hafði gerst um hann. Fyrir um ári kom það í mogganum: ”Drukkinn maður keyrir út af vegi og bíllinn rúllar ofan í sjóinn.“
Marta getur enn munað geðveikisglottið á mömmu þeirra þegar þetta kom í sjónvarpinu. Illgyrnislegann hláturinn þegar hún grýtti bjórflösku í sjónvarpið og öskraði: ”Karlhelvítið átti þetta svo sannarlega skilið."
Marta veit að hún á ekki að lifa í draumi en stundum vonar hún ennþá að pabbi hennar hringi. Ef maður snýr hausnum að hurðinni þegar maður liggur í kojunni getur maður séð símann. Hún getur alltaf glápt á hann þegar henni líður hræðilega.
Vonað að pabbi hennar hringi og segi að hann hafi ekki lent í bílslysinu, að þetta hafi bara verið maður sem var mjög líkur honum, tvíburabróðir eða einhvað. Og að núna ætli hann að koma heim.
Núna er hún ekki að hugsa um hann en engu að síður glápir hún á símann. Hún er að vonast til að heyra rödd Friðriks aftur.
Friðrik heldur Mörtu þétt að sér og hvíslar óskiljanleg orð í eyra hennar. Marta brosir og þrýstir honum fastar að sér. Allt í kringum þau snýst veröldin í hringi, hún má snúast þangað til hana byrjar að svima fyrir þeim. Andartakið virðist eilíft.
Grimm vekjaraklukkan rífur unglingana tvo upp úr draumaheiminum og kemur þeim í samband við raunvöruleikann enn á ný.
Kannski framhald ef að fólk er ekki orðið þreytt á þessu.