Það var eitt sinn heimavistarskóli úti á landi, ekki er þess getið hvar.
Við þennan heimavistarskóla var afar illur skólastjóri. Hann stjórnaði nemendum sínum með harðri hendi.
Sumir nemarnir vildu meina að hann gæti varla verið mennskur, og höfðu máli sínu til stuðnings mörg dularfull atvik sem gerst höfðu við skólann í skólastjóratíð hans.
En það var ekki til sá maður sem gat sannað eitthvað af þessum fullyrðingum, nema ef til vill skólastjórinn sjálfur.

Eina nóttina gerðist nokkuð hræðilegt.
Nemandi hvarf á dularfullan hátt. Hvort sem það var tilviljun eður ei, þá var þetta nemandi sem skólastjóranum líkaði hvað verst við.
Þá fór allt á haus í skólanum. Nemendur og starfsfólk þurftu að mæta í yfirheyrslu hjá sýslumanninum þannig að nemendur skólans hlutu litla kennslu næstu daga.
En allt kom fyrir ekki, enginn vildi játa á sig manndrápið og að lokum gáfust allir upp á að leita mannræningjans og hættu því.

Þremur vikum síðar hvarf matráðskona skólans, einnig á mjög dularfullan hátt.
Nú voru allir gripnir óhug, nemendur sem og kennarar. Enginn vildi verða næsta fórnarlamb.
Nú var hafin umfangsmikil rannsókn á öllum í skólanum.
En svo fór eins og í fyrra skiptið, enginn játaði á sig sökina.

Aftur liðu þrjár vikur, og nú var það mjög efnilegur nemandi sem hvarf.
Nú var svo komið að enginn þorði að vera í skólanum stundinni lengur. Alir fóru til sinna heima nema skólastjórinn.

Seinna viðurkenndi hann að hann væri hálft tröll og hálfur maður og að hann hefði þurft að fara með mannfólk í matinn til hálfbræðra sinna, tröllanna, á þriggja vikna fresti yfir háveturinn.
Í dögun var hann drepinn og segir sagan að hann gangi aftur í skólanum enn þann dag í dag.


Þessa sögu gerði ég í íslensku í fyrra (8 bekk).
Hvernig finnst ykkur?