Ég sendi inn sögu fyrir nokkru sem fjallaði um lítinn strák sem var eitthvað að dunda sér og blah blah… einhver kom með þá frábæru hugmynd að halda áfram að skrifa um þetta efni, og það gerði ég. Lítið smásögusafn um Fólkið í Borginni.
Fólkið í borginni
I
Gamall maður stendur fyrir framan nýtískulegt hús og fylgist með bílunum keyra framhjá glannalega á ógnar hraða. Gamli maðurinn horfir á borgina í tímaþröng, lypjast áfram alltof hægt og á sama tíma á feiknarlegum hraða.
Gamli maðurinn ber aldurinn vel. Í rosknu andlitnu má varla finna hrukku en augun, sem eru svo yfirnáttúrulega blá og skær, eru spræk, líkt og hjá tíu ára dreng. En á bak við þessu spræku augu búa leyndarmál, sem fá aldrei að líta dagsins ljós, sorgin, depurðin og tilgangsleysið.
Gamli maðurinn hefur gengið um þessa jörð brátt í sjötygi ára. Lífið hefur aldrei verið honum erfitt, hann hefur alltaf getað eignast alla gersemar jarðar, hvar sem er, hvenær sem er, hvernig sem er. Hann hefði getað fengið hvaða konu sem er og gert hvað sem er. En samt er hann ekki hamingjusamur.
Gamli maðurinn fylgist með tilgangsleysi, tímaleysi og lífleysi lífsins þjóta framhjá í formi bíla. Það er flautað. Svartur eðalvagn stoppar fyrir framan nýtískulegt hús. Gamli maðurin gengur í átt að bílnum hægum skrefum. Skrefum gamalmennis. Í sama mund gengur roskin kona full hratt í átt að honum og rekst lauslega í hann. Úr svörtum jakkavasa rosknu konunnar dettur penni. Gamli maðurinn tekur hann upp með hægum hreyfingum en þegar hann lítur við er roskna konan horfin. Hann sest inn í bílinn og finnur nú hvernig stóra, gráa borgin gerir hann svo smáan, svo máttlausan, svo einmanna.
II
Roskin kona gengur hröðum skrefum í átt að verslun. Hún er sein. Vaktin hennar er byrjuð. Hún gengur inn í verslunina með bros á vör og afsakar sig. Ljóst hárið, sem farið er að grána, fellur niður fyrir axlir. Þar sem eitt sinn voru þykkir lokkar er nú bara hægt að greina þunna liði og í kringum grænu augun eru baugar, en brosið er samt breitt. Brosið er alltaf breitt.
Roskna konan fer á bak við afgreiðsluborðið og bíður. Kunnugleg lykt af málningu og pappír umlykur hana og ferlið byrjar. Það eina sem hún kann. Að brosa, að þjóna, það að gera öllum til geðs.
Roskna konan hefur alið manni sínum þrjá fagra, hæfileikaríka, brosmilda og sterka syni. En aldrei hefur hún fengið neitt til baka. Hún bara brosir. En á bak við brosið leynist þrá, djúp þrá um að komast burt frá þessu lífi, sem hún er búin að skuldbinda sig til að lifa. Burt frá eiginmanninum sem hefur haldið framhjá henni. Burt frá þessari stóru gráu, borg sem gerir hvern mann vesælan, leiðan og dapran. Hún vill frels. Frelsið sem kona hefur aldrei fengið sig til að eignast, en hún brosir.
Roskna konan brosir framan í fólkið sem kemur með vörurnar sínar til að borga. Brosir og brosir, þakkar með auðmýkt. Það eina sem hún kann. Eina sem hún getur. Eina sem lífið býður upp á. Ungur maður gleymir að taka við skiptimyntinni sinni. En roskna konan rennir þeim bara vasann. Hún brosir.
III
Ungur maður hleypur niður eftir götunni með poka í hönd. Engin svipbrigði eru að sjá í andlit þessa unga manns. Hörundið er brúnt, hárið fellur niður að öxlum í liðum og er tekið aftur í teygju. Augun, augun eru brún, en það er glampi í augunum. Eftirvænting. Á bak við eftirvæntinguna er hægt að greina sársauka, ótta og eirðarleysi.
Ungi maðurinn fær sér sæti í svörtum bíl og heldur af stað út úr gráu borginni. Það eru marblettir á bakinu eftir hina ýmsu hluti, rispur á maganum og skurðir á handleggnum mynda sársauka sem ekki er hægt að lýsa með orðum. Sársaukinn er það sem hann nýtur mest. Það sem gefur honum stundarfrið fyrir öllum vandamálum heimsins, leyfir honum að gleyma sársauka sálarinnar í nokkrar sekúndur. Það er þess virði.
Ungi maðurinn stöðvar bílinn fyrir framan almenningsgarð. Hann tekur sárabindi af vinstri úlnliðnum. Sárið er grænt, gult. Þrátt fyrir það tekur hann beitt hnífsblað og rennir yfir dökka húðina. Í byrjun myndast hvít rák, en seinna rennur blóðið niður eftir upphandleggnum. Tár læddðast fram í augnkróka unga mannsins, en á sama tíma læddist friðsældarsvipur yfir andli hans. Í nokkrar sekúndur nær hann að gleyma öllu saman, öllu nema friðinum sem fylgir sársaukanum. Hann finnur hvað sársaukinn er sterkur. Það sterkur að hann rekur allar minningar á brott, yfirbugar sorgina og eyðir biturleikanum. Sársaukinn heldur honum gangandi.
Ungi listamaðurinn býr um sárið í skyndi og fer út úr bílnum. Hann leggur leið sína í átt að garðinum. Stúlka nokkur opnar hliðið fyrir honum í kurteisissakiri. Hann sér tárin í augnkrókum hennar, sársaukan í augum hennar.
Ungi listamaðurinn gengur í aðra átt en unga stúlkan. Hvert skref er sársaukafullt. Fullt af hinum dýrðlega sársauka sem gaf honum stundarinnar frið frá tímaleysi heimsins.
IV
Stúlka nokkur gengur röskum skrefum inn í almenningsgarð. Hún er hætt að reyna að temja tárin og þau leka niður úr steingráum augum hennar. Rautt hárið hefur einhverntímann verið sítt, en er nú klippt stutt.
Stúlkan sest á bekk fyrir framan stóra eik. Fyrir nokkru hafði tilgangur hennar fyrir lífinu verið tekinn undan fótum hennar. Í einni andrá hafði allt sem hún hefur lifað fyrir orðið einskins vert. Hann hafði sagt að þetta mundi ekkert meiða. Að hann ætlaði bara… Hún sagði nei. Hann gerði það samt…
Stúlkan starir út í loftið með tómlegan svip. Svips án tilgangs. Hún hefur engan tilgang. Henni finnst hún vera óhrein, einskisverð. Allar minningar hennar tengjast honum. Hann, sem tók tilgang lífs hennar í burtu með einu litlu andartaki. Minningar síðustu klukkutíma eru óumflýjanlegar. Hún reynir, hún reynir að bæla þær. En sársaukinn er óumflýjanlegur, andlegi sársaukinn, sem ekki er hægt að lýsa með orðum.
Stúlkan starir framan í borgina og fær spegilmynd sína til baka. Stór, grá, tóm. Sársaukafull. Hleypur eins hratt og fætur bera, en stendur í stað. Hún horfir framan í lífið.
Stúlkan sér lítinn strák í stórri eik, horfa yfir borgina. Hann virðist þekki öll leyndarmál heimsins, öll vandamál heimsins. Hann horfir yfir borgina með saklausum augum barns. Hún saknar þess að fá að horfa á heiminn með augum barns. Hún saknar þess að vera barns. Hún saknar þessa að vera hrein.
V
Upp í stærstu eikinni situr lítill drengur, varla nema níu eða tíu ára. Hann var að uppgötva svolítið. Nokkuð sem fáir uppgötva fyrir nírætt, eða oftast yfir höfuð ekki. Á sínum níu árum hefur hann upplifað margt. Fæstir þrítugir karlmenn búa yfir jafn mikilli visku um lífið og litli drengurinn. Það sem hann hefur þurft að ganga í gegnum; ást, sorg, líf, dauða, tár og bros, sitthvað af öllu. Á yfirborðinu virðist litli drengurinn samt ekkert vera frábrugðinn öðrum 9 ára drengjum. En augun. Djúp, blá og skínandi virðast ekki vera augu hans, heldur augu gamals sjómanns sem hefur lífsreynslu á við tvo.
Lítill drengurinn horfir yfir borgina. Svo stór, svo há, svo grá. Svo einmanna. Vitandi tilgang lífsins, aðeins níu ára gamall. Tilgangur lífsins svo einfaldur, en samt svo fjarrænn, svo langt í burtu frá hans lífi… Tilgangur lífisins, sem allir heimspekingar keppast um að finna, er hamingjan. Það að vera hamingjusamur er það að sem hvern og einn dreymir um. En drengurinn uppgötvaði líka það að of mikil leit af hamingju gerir illt verra. Það að reyna endalaust að skilja hamingjuna og öðlast hana með peningi og valdi… Drengurinn gerir sér grein fyrir því að hamingjan kemur af sjálfu sér. Hún er dýrmætari en allir gersemar heimsins en ódýrari en kossinn. Hún er ekki alltaf til staðar og aldrei þegar maður þarf á henni mest að halda. En hamingjan er til… Þess vegna lifum við. Því að tilgangur lífsins er til. Tilgangur sem okkur er ekki ætlað að skilja eða leitað að, heldur njóta.
Níu ára gamall drengur horfir yfir borgina úr hæstu eikinni. Hann sér langt yfir húsin, yfir trén, yfir bílana. Hann sér það sem aðrir sjá ekki. Hann sér hamingjuna.