Þetta er svona nokkurn veginn leikþáttur eða saga sem ég er að skrifa, ætla birta hérna fyrstu 2 kaflana og birti framhaldið seinna ef ég sé ástæðu til þess.

————————————-
Guðmundur var um tvítugt. Það var sunnudagur og Gummi sat heima hjá sér og lét sér leiðast, sólin var úti og mamma hans hafði dregið frá öllum gluggum og opnað alla glugga. Gummi varð reiður þegar hún gerði þetta, hann öskraði á hana. “af hverju ertu að gera þetta, við þurfum ekki að vera úti þegar við erum inni” Mamma hans var steinhissa á Gumma en Gummi gaf henni ekki tækifæri á að segja eitthvað því hann rauk út í góða veðrið og skellti hurðinni. Móðir hans sagði með lágri röddu “Guðmundur þó”. Það mátti heyra hneykslunartón í rödd hennar.

Guðmundur var kominn út, hann var reiður og vissi ekkert af hverju. Eina sem hann vissi var að þessar helvítis tilraunir móðir hans til að hleypa sólinni inn væru heimskar og asnalegar. Hann ákvað að slá þessu upp í göngutúr víst hann var í það fyrsta kominn út, hann mætti nágranna sínum á leiðinni út. Nágranninn sem var gamall kall og hét Alfreð bauð honum góðan daginn en Gummi var í engu stuði til að vera kurteis og svaraði engu, setti bara upp skemmtilegan svip, svipurinn hefði getað sagt “Þú ert gamall hálfviti, láttu mig vera”.

Guðmundur hafði alltaf verið talinn skrýtinn. Hann vissi að hann væri öðruvísi því hann hegðaði sér oft undarlega að mati annars fólks. Hann elskaði að hegða sér undarlega og hneyksla fólk. Hann stóð núna fyrir utan strætóskýli því hann hafði ekkert betra að gera. Hann hafði staðið þar í svona 40 mínútur án þess að taka strætó eða hreyfa sig. Hann tók eftir því að fólk fygldist með honum og var hissa af hverju hann fór aldrei upp í neinn vagn. Helga vinkona hans síðan úr grunnskóla kom inní skýlið.

Helga: “hæ gummi”
Gummi “hæhæ”
Helga “hva segiru”
Gummi “ég er í stuði”

Hann nennti ekki að spyrja hana hvað hún segði, hann hafði engan áhuga á því að vita hvað hún segði. Það myndaðist vandræðleg þögn uppúr þessu og stóð hún yfir í nokkrar mínútur. Gummi hafði vanið sig á að mynda svona þagnir og segja síðan eitthvað óvænt. Hann lét vaða.

G “kisan mín var að deyja”
H “ha er það?”
G “já, mamma eitraði fyrir henni”
H “ertu að meina þetta, er þetta eitthvað grín?”
G “heyrðu vinan, kisan mín var að deyja, hvað helduru eiginlega að ég sé?”
H “nei fyrirgefðu, æji þetta eru nú ekki góðar fréttir, hva afhverju eitraði mamma þín fyrir henni?”
G “heyrðu já mér líður ekki vel að tala um þetta, getum við ekki rætt um eitthvað annað”
H “jújú”
H “jájá þú segir það, hva ertu að fara í strætó nr 140?”
G “nei”
H “nr hvað þá?
G “ég stend bara hérna”

Guðmundur gekk í burtu þegar Helga fór uppí strætó. Hún sagði bless við hann og tjáði honum að það hefði verið gaman að sjá hann. Hann sagði já bless en kallaði síðan svolítið hátt þannig allir í kring heyrðu “ég þarf held ég bara að gubba”

Hann settist á bekk fyrir utan einhverja sjoppu. Tveir unglingspiltar gengu upp að honum. Annar þeirra var í slipknot bol og hinn í Metallica bol, þeir reyktu sígarettur en voru sífellt að passa sig á því að enginn foreldri eða eitthvað svoleiðis sæi þá. Gummi hló að þeim. Þeir spurðu hann fullir eftirvæntingar “hey þekkir þú ekki Ragga Pirr?” Gummi glotti og sagði “jú þann mongolita þekki ég” og asnalegu unglingarnir sem voru að reyna vera töff ljómuðu allir upp.


——————————————–

Alfreð var nýorðinn 65 ára. Hann hafði haldið gríðargóða veislu í tilefni afmælisins þar sem margir hefðu mætt og verið mikið fjör. Alfreð hélt svo góða ræðu og fólkið klappaði fyrir gamla.

Alfreð var einmanna, konan hans Geirþrúður dó fyrir 6 árum þegar hún varð fyrir strætó. Alfreð hafði búið einn síðan í blokkaríbúð. Honum leiddist mikið og ákvað að fara heimsækja barnabörn sín, honum þótti svo vænt um þau. Hann lagði frá sér krossgátuna sem hann var að reyna við, klæddi sig í frakkann og setti upp pípuhattinn. Hann var í góðu skapi, hann var svo hress þennan sunnudag að honum langaði helst að stíga dans og taka lagið en hann þorði því ekki. Hann lokar hurðinni og læsir vel, brosir og lagar hattinn.

Guðmundur, vitleysingurinn sem býr fyrir ofan hann kemur niður stigann og strunsar framhjá honum. Alfreð hafði í góðmennsku sinni boðið honum góðan daginn en hefði aðeins fengið óvirðingu á móti. Ungi pilturinn setti upp reiðisvip og Alfreð fékk sting í hjartað. Gamli maðurinn átti ekki von á þessu, hann sem skrapp bara út til að fara í heimsókn til barnabarnana sinna, hvað hafði hann gert til að verðskulda svona dónaskap hugsaði hann með sér. Alfreð kenndi sjálfum sér um.

Alfreð var ekki lengur í góðu skapi, hann var kominn uppí bílinn sinn, gamla rauða toyotu og leið illa. Honum fannst hann vera ömurlegur og að öllum líkaði illa við hann.

Hann dinglaði á bjöllunni, Halldór sonur hans kemur í dyrnar. Þeir heilsast og Halldór býður Alfreð uppá kaffi. Alfreð sest við eldhúsborðið.

A: “Hvar eru krakkarnir og Elsa?”
H: “Ragnar er einhverstaðar úti og tvíburarnir eru í sundi með móður sinni”
A: “nújæja, afi hefur bara misst af gríslingunum”
H “já pabbi minn, hvað er að frétta”

Alfreð brotnar niður, tárin léku niður kinnar hans og hann fer að hágráta. “hvað er að pabbi minn?” “það eru allir á móti mér, hata mig allir” “hvaða vitleysa er þetta” “ég er bara gamall ljótur kall sem enginn vill elska eða láta sér þykja vænt um” “pabbi hvað er að gerast, þetta er ekki satt, manstu ekki í afmælinu þínu – allir að koma með gjafir og þú hélst ræðu og svona”

Alfreð kom heim til sín, settist á stól og hlustaði á útvarpið, rás 2 var uppáhaldið hans, hann tók undir allar pælingar útvarpsmannsins og hló með öllum brandörunum. Hann hafði náð að jafna sig eftir áfallið áðan hjá syni sínum og var nú kominn heim, var hálfpartinn rekinn heim áðan. Hann átti það svosem skilið, hann sá eftir að hafa látið svona asnalega, gamall maður að gráta, hann tók ákvörðun um að reyna hafa hemil á sér í framtíðinni og reyna hafa gaman að þessu lífi.

Nú kom gamalt Elvis lag í útvarpið, jailhouse rock og sá gamli stóð upp og tók nokkur dansspor, hann söng með og dansaði alveg eins og í gamla daga. Hann brosti og söng en skyndilega fékk hann sting í hjartað og féll niður. Alfreð er dáinn.