Tækifærissinni
Aron var að spjalla við Selmu og þetta hrökk upp úr honum upp úr þurru “Nei, ég er sko varla einmana, ekki þá frekar en þú,, Selmu brá, þetta kom úr hörðustu átt og hún sagi varla neitt, henni brá. “ Er allt í lagi hjá þér Aron, ég var ekkert að segja að þú værir einmana,, Selma spurði Aron en það var eins og að Aron hafi ekki hlustað, hann var öðruvísi. “þá er ég bara farin, bæ,, Selma var farin, og áður en Aron vissi af því, hann var eitthvað svo utan við sig, hann var eitthvað svo skrítinn. Aron fór að sofa, án þess að vita hvar hann væri, hann vissi ekki neitt, hann var svo innantómur. Dagarnir liðu, hann lá bara í rúminu, hann sagði ekkert, borðaði ekkert og lá bara, innantómur. Þá voru foreldrar hans byrjaðir að hafa áhyggjur, og hringdu á lækni. Það var sagt við þau að hafa ekki miklar áhyggjur, þau ættu bara að hringja niður á geðdeild og spyrja þar, en það gerðu þau ekki. Það var málið með foreldra Arons, þau voru of snobbuð, héldu að geðlæknar myndu bara eyðileggja einkason sinn, hann væri nú nógu ónýtur fyrir. Selma áttaði sig á þessu strax og að Aron mætti ekki í skólann á mánudagsmorgun og ákvað því að heimsækja hann. Þegar komið var heim til Arons, bankaði hún ekki einu sinni og hljóp beint inn í herbergið hans og lagðist hjá honum. Hún vissi strax að eitthvað væri að, og talaði við mömmu hans. “Þú verður að fara með hann til læknis, þú verður,, veinaði Selma. Hún mátti það til, enda hafði besta vinkona hans líka áhyggjur, þannig að þær féllust á það að hringja á geðlækni. Geðlæknirinn kom í heimavitjun, út af ástandi Arons. Það var slæmt, það slæmt að það þyrfti helst að leggja hann inn, og það var gert.
Nokkrum dögum síðar…
Aron rankaði aðeins við sér, vissi ekkert hvar hann var og hringdi bjöllunni sem var hengd á vegginn og á stóð, hringið aðeins í neyð. Semsagt þetta var neyð… eða var þetta neyð, hann vissi ekkert hvar hann var staddur, lokaður inni á herbergi og hann vissi ekkert, ekkert í sinn haus. Þá var þetta neyð, hann ýtti varlega á takkann, og fyrir utan heyrðust köll… “Hann er vaknaður, drengurinn er vaknaður,, Mamma Arons hljóp inn og faðmaði drenginn sinn… “Hver í fjandanum ert þú svo?,, spurði Aron þegar hann var næstum kæfður í kossum og ömmuklípi af svokallaðri móður sinni, en þrátt fyrir allt, þá þekkti hann ekki til neins, nema þá Selmu. Hann stökk upp og faðmaði hana að sér; “ Ég elska þig, ég elska þig svo heitt, þú veist ekki hvað ég mátti þola til að ná til þín,, hann hreint og beint öskraði upp í eyrað á Selmu, sem fékk alveg þokkalegt högg frá öskrinu. Augu hans voru ennþá innantóm, hann vissi ekkert, hvað var eiginlega að honum, hvað hafði gert hann svona veikann? Selma stóð örvæntingarfull upp, reif í geðlækninn og bað hann um að tala við sig í einrúmi. Hann stóð upp og gekk út eins og að Aron væri ekki þarna. Á meðan að Selma spjallaði við lækninn, var Aron að spígspora um, tosaði í grænmyglóttu gardínurnar til að athuga festu, og opna og loka hurðinni, allveg þangað til að mamma hans öskraði “Veistu það Aron, að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þig, þú áttir að verða svo greindur, svo fallegur, svo, svo…,, hún gat ekki komið upp fleirum orðum brást í grát og hljóp út. Þá komu læknirinn og Selma inn aftur en fundu ekki mömmu Arons, “hún grét úti,, hreytti í Aroni, hann var orðinn andstyggilegur og með leiðinlegan tón. “Hvað gerðirðu henni Aron , af hverju varstu svona vondur?,, spurði Selma Aron. Hann svaraði henni ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við hann, hann var aftur kominn í sama farið, hann var aftur kominn á byrjunarreit. Selma ákvað að segja foreldrum Arons frá samræðunum hennar og geðlæknisins. Hún var vel undirbúin, með “cleenex” bréf í vasanum og örrugga útgönguleið, ef hana þá þyrfti.
“ Sko þetta var eiginlegha ekki okkur að kenna, eiginlega,, Selma dróg upp svip sem mamma Arons hafði aldrei séð áður, hún var alvörugefin en um leið hrædd. “Þannig er málið, munið þið þegar við fórum í útileguna í ágúst?,, Mamma hans þorði ekki að svara en pabbi hans tók af skarið “Jú jú, við munum eftir því er það ekki Guðrún?,, Hann ýtti við henni og sagði henni að vera vakandi. “Já… það komust fíkniefni inn í spilið, og Aron leið útaf, ég var ekki á staðnum þegar það gerðist en þegar ég kom til baka þá var hann að ranka við sér, útældur og fölur,, Selma hætti ekki að tala um einhvað sem Guðrún hafði verið að reyna að forða Aroni frá alla hans ævi. “Ég gat ekki stoppað hann, ég var of upptekin, við að vera “dauð”, ég ætlaði mér aldrei að fá mér sopa, en það gerðist bara,, Selma brást í grát, og Guðrún sá hvað hafði komið fyrir, henni voru gefin svefntöflur án hennar vitundar og hún sofnaði, auðvitað, en hvað kom fyrir á meðan?
Selma hljóp út og ætlaði upp í herbergi til Arons, en hann var ekki þar, hann var upp á spítala, hún hafði gleymt því. Hún tók strætó, en strætóinn kom aldrei, hann vildi ekki koma, en að lokum gafst hún upp og byrjaði að labba frá Kópavogi upp í Landspítala. Á leiðinni settist hún niður og beið, hún var að senda sms;
To:Silli
Hæ, gæskan ;)
Hvað sejiru?
Nenniru að skutla
Mér upp á landspítala..
Ég er við Smáralind ;)
Kveðja… Selma
Hún hafði sent Silla sms, sms sem átti eftir að breyta lífi hennar, HANN nauðgaði henni, hann gerði þetta við Aron. Hún hafði ekki sagt foreldrum Arons réttu söguna, Silli hafði nauðgað Selmu og þegar Aron hafði verið að reyna að hjálpa lamdi Silli hann í hausinn með fyrrgreindum afleiðingum. Núna er Aron veikur, allt Selmu og Silla að kenna. Silli keyrði upp að henni og kallaði “Hæ sæta rúsína,, Selma reyndi að innbyrða reiðina og sýna “ástúð” en hún gat það einfaldlega ekki. En hún var að bíða eftir fullkomna tækifærinu, hún var í mjög flegnum bol þannig að það sást léttilega í skoruna… og hún vissi einhvernveginn hvað Silli myndi gera. Og hann gerði það, tækifærissinni, hann keyrði inn í skot og var byrjaður að káfa á henni, þá tók Selma upp hníf og stakk Silla nokkrum sinnum í magann og bakið, hálsinn, hún var reið, hún drap hann.
Þarna sat Selma, 15 ára stelpa með framtíðina fyrir sér, með alblóðugan hníf í hægri hendinni, dauðan strák í bílstjórasætinu, hún hafði drepið.
Alblóðug keyrði hún upp á Landspítala, hljóp til Arons og sagði sín síðustu orð við Aron “Ég drap hann,, Aron leit upp og sá Selmu, hann gerði sér grein fyrir því að ekki var allt með felldu, hann stóð upp og faðmaði Selmu “Hvern hefur þú drepið, Selma?,, Hún fjarlægðist Aron og hann sá að verðirnir voru að draga hana út. Hann sá hana aldrei aftur.
Christiana
Hann hefði aldrei gewrt það ef hann hefði mátt það ;)