Í DJÚPUM SKÍT

Sigmundur lá í rúminu sínu og leit á klukkuna. Hún var að ganga fjögur. Hann leit í kringum sig, mundi þá allt í einu og hrópaði:
„Sjitt ég á eftir að taka allt fokking draslið saman, og mamma og pabbi koma heim frá Spáni klukkan átta í kvöld. Þau eiga eftir að drepa mig ef þau komast að því að ég hafi verið með partý í gær.“
Sigmundur sem er 17 ára, dökkhærður með krullur og dálítið stór, hljóp niður stigann, tók upp símann og hringdi í nokkra vini sína og bað þá um að koma til sín og hjálpa sér að taka til. Sigmundur sem býr hjá foreldrum sínum í Grafarvoginum hafði haldið „big tæm“ partý kvöldið áður. Hann labbaði að ískápnum og sá ekkert þar nema úldna jógúrtdollu og jólasíld frá því í hitt í fyrra. Hann hringdi á Papa John´s Pizza og pantaði sér tvær sextán tommur með skinku, sveppum og lauk, og kók svo hann hefði nú eitthvað fyrir vini sína líka. Á meðan hann beið eftir vinunum og pítsunum þá byrjaði hann að taka smá til. Í því hringdi dyrabjallan, hann opnaði hurðina og þar stóð Jonny Nas með tvær pizzur í annari og kók í hinni. Sigmundur borgaði honum og kvaddi svo með stæl.
Heimir, Elísabet og Vignir komu labbandi eftir götunni og Sigmundur sagði:
,,Hæ, má bjóða ykkur pizzu frá Papa John´s ?“
Þau settust að snæðingi og Sigmundur sagði þeim að foreldrar sínir kæmu heim klukkan átta um kvöldið, svo þau þurftu að hafa hraðann á. Eftir að hafa stritað og púlað í nokkra klukkutíma voru þau loks búin að bóna, fægja og þrífa allt hátt og lágt, en þá var klukkan bara hálf átta. Í þann mund var útidyrahurðinni þrykkt upp og Gunnar, pabbi Sigmundar, og Sigurlaug, mamma hans, komu þeysandi inn um dyrnar.
,,Hva, bara komin strax ?“, sagði Sigmundur.
„Já, fluginu var flýtt en hvernig hefur þú haft það?“
Hann leit á Heimi, Elísabetu og Vigni og svo á foreldra sína og sagði:
„Ég hef bara haft það fínt, en þið?“
„Sama hér, en það var spáð stormi á Spáni og þess vegna þurftum við að leggja svona snemma af stað. En afhverju er allt svona hreint hérna?“, sagði mamma hans Sigmundar svolítið ringluð.
„Ég vissi að þið kæmuð í kvöld svo að ég ákvað að taka til hérna fyrir ykkur og Heimir, Elísabet og Vignir hjálpuðu mér líka.“
„Voðalega eruð þið dugleg“, segir Sigurlaug og grunar ekkert.
Foreldrar Sigmunds löbbuðu inn í stofu og Sigurlaug leit í kring um sig og varð skrítin á svipinn.
„Hvað, er eitthvað að mamma mín? “, spurði Sigmundur.
„Ha, nei, nei eða ég veit það ekki mér finnst bara eitthvað vanta, en það getur líka verið vegna þess að ég hef ekki verið heima hjá mér svo lengi.“
Sigmundur leit á vini sína og Elísabet horfði á hann og bað hann að koma til sín. Þau fóru inn í eldhús og Elísabet sagði:
„Heyrðu ég gleymdi að segja þér það sko, en í partýinu í gær þá voru Magnús, Baldur og Jóhannes að fíflast eitthvað eins og venjulega og Magnús rakst í vasan á hillunni inní stofu sko, og hann brotnaði.“
„Ertu ekki að grínast, þetta var uppáhaldsvasinn hennar mömmu. Gamla á eftir að kála mér ef hún fattar þetta. Hvað gerðuð þeir annars við brotin?“
„Þeir fóru með þau út í ruslatunnuna, þau eru örugglega ennþá þar sko.“
Sigmundur bað Elísabetu um að fara og ná í brotin. Hann fór aftur inn í stofu og spurði foreldra sína hvort hann ætti ekki að hjálpa þeim að pakka upp úr töskunum. Heimir og Vignir sögðust þurfa að fara heim að læra og Sigmundur hjálpaði foreldrum sínum. Þegar hann var búinn að því þá sögðu foreldrar hans honum að hafa ekki hátt af því að þau ættluðu að fara að sofa því að þau væru svo þreytt eftir flugið. Sigmundur labbaði inn í herbergið sitt og læsti á eftir sér. Elísabet lá í rúminu hjá honum og hún sýndi honum vasann og sagði að það væri hægt að laga hann með smá tonnataki. Sigmundur sagðist ekki eiga svoleiðis og bara ætla að kaupa svoleiðis á morgun. Hann lagðist hjá Elísabetu í rúmið og horfði löngunaraugum á hana. Skyndilega byrjuðu þau að kyssast. En allt í einu stoppaði Elísabet.
„Hvað ertu að gera?“, sagði hún.
„Nú kyssa þig en ekki hvað? Má ég það ekki?“
„Ég veit það ekki, eigum við ekki frekar að fara núna út í búð að kaupa tonnatakið svo að mamma þín fatti ekki á morgun að vasinn sé horfinn?“
„Nei kommon, gerum það bara á morgunn, hún fattar það ekkert. Höldum bara áfram að kyssast.“
„En við erum búin að vera vinir svo lengi, alveg frá því í sjöunda bekk. Eigum við að fara að spilla því núna sko?“
„Við spillum því ekkert, við getum allveg verið vinir þótt við kyssumst aðeins.“
„Allt í lagi”, sagði hún.
Þau héldu áfram að kyssast og Sigmundur vildi meira. Hann laumaði hendinni inn á brjóstin hennar en þá sagði Elísabet aftur STOPP!!! Sigmundur var orðinn óþolinmóður og pirraður á þessu.
,,Hvað er eiginlega að þér?”,sagði Sigmundur. „Af hverju ertu alltaf að stoppa mig?”
,,Ég samþykkti koss en ekki þetta. Ég er ekki til í að missa vin minn fyrir þetta. Kossinn var í lagi en nú er ég farin sko.”
,,Nei ekki fara”,sagði Sigmundur. ,,Ég skal bara kyssa þig, ég lofa.“
„Æi, ég þarf hvort sem er að koma mér heim.“
„Djöfullinn. Kemurðu samt ekki með mér að kaupa límið á morgun?”
„Æi ég veit það ekki ég tala bara við þig í skólanum á morgunn“
„Ok bæ.“
Hún skellti hurðinni á eftir sér og fór heim. Næsta dag þá svaf Sigmundur yfir sig og mætti ekki fyrr en í öðrum tíma. Í frímínútunum þá töluðu Sigmundur og Elísabet saman og hún sagði að þetta gengi ekki upp og að þau ættu bara að halda áfram að vera vinir. Sigmundur tók undir það og spurði hana hvort hún ætli ekki að koma með honum að kaupa lím og hún játaði því. Eftir skólann fóru þau saman og keyptu límið og löbbuðu heim til Sigmundar. Þegar þau voru komin nálæg húsinu þá heyrðu þau öskur. Þau hlupu inn en sáu engan svo þau fóru bara upp í herbergi. Þar var mamma hans Sigmundar og hún hélt á brotunum af vasanum. Hún var alveg eldrauð í framan. Hún spurði Sigmund hvað hafi eiginlega gerst og hann var dálítið hikandi í fyrstu en svo viðurkenndi hann að hann hafi verið með partý og að vasinn hafi brotnað óvart. Hann sagðist hafa keypt tonnatak og ætlaði að líma vasann saman. Mamma hans fór niður og Sigmundur byrjaði að líma.
„Ég hélt að hún ætlaði að drepa þig eða eittvað sko“, sagði Elísabet.
„Hún hefði verið miklu reiðari ef að þú hefðir ekki verið hérna“
„Já örugglega, þetta var líka uppáhaldsvasinn hennar.“
Klukkan hálf sjö fór Elísabet heim til sín en þá voru þau búin að líma brotin saman. Hálftíma seinna var kallað á Sigmund í mat og þá var Gunnar kominn heim úr vinnunni. Sigmundur kom niður með vasann, lét hann á sinn stað og settist við matarborðið. „Fiskur, það er alltaf fiskur í matinn.“
„Hvað meinarðu, við erum ekki búin að vera heima í þrjár vikur og við höfum ekki fengið neinn fisk, og örugglega ekki þú heldur.“
„Já, já, en það er samt alltaf fiskur í matinn.“
Þau halda áfram að borða en svo spyr Gunnar hve djöfullinn það hafi verið að halda partý hérna án þeirra leyfis og að brjóta vasa mömmu sinnar.
„Í fyrsta lagi þá hefðuð þið aldrei leyft mér að halda partý ef að ég hefi spurt ykkur fyrir fram, og í öðru lagi þá var það ekki ég sem braut vasann heldur einhver strákur.“
Sigmundur labbaði frá matarborðinu og hljóp út. Hann fór til Elísabetar og litli bróðir hennar kom til dyra.
„Hæ, er Elísabet heima?“, spurði Sigmundur.
„Já“, segir strákurinn og kallaði á hana.
„Hæ“, segir Sigmundur.
„Hæ, afhverju ertu hérna út í kuldanum? Afhverju kemur þú ekki inn?“
Sigmundur labbar inn og Elísabet tekur utan um hálsinn á honum.
„Hvað á þetta að þýða?“, segir Sigmundur.
„Uss“, segir Elísabet og kyssir hann djúpum kossi. Ég var að hugsa. Ég vil að við verðum meir en vinir sæti mömmustrákurinn minn.“



Ásgeir Magnússon