ég vona að einhver nenni að lesa þetta og ég hefði mjög gaman af því að fá álit því ég er búinn að vinna í þessari sögu mjög lengi…

(bannað innan 14)


Maggi sat fyrir framan litla skrifborðið sitt og horfði á skjáinn sinn, hann bara starði áfram á skjáinn sinn. Hann sat í básnum sínum. Básinn hans var mjög tómlegur, það voru nokkur tóm blöð á borðinu, ein tölva, sími, skrifborð og mynd af mömmu hans upp á vegg. Hann Maggi var í hvítri skyrtu, svörtum buxum og með rautt bindi. Engin hafði nokkurn tímann séð Magga brosa, ekki einu sinni mamma hans. Mamma hans var farinn að trúa því að hann væri með sjúkdóm í andlitinu út af brosleysi hans og þegar hún fattaði að það væri engin sjúkdómur þá fór Maggi til sálfræðings einu sinni í viku en hann brosti samt aldrei. Hann hætti hjá sálfræðingnum strax og hann varð sjálfráða.
Hann Maggi var að vinna, en samt ekki. Vinnan hans fólst í því að gera ekki neitt. Hann hafði fengið vinnuna fyrir nokkrum árum og hann mundi ekki eftir einu verkefni sem hann hafði raunverulega klárað.
Allt í einu hringdi síminn hans, Maggi starði hissa á símtólið, hann var ekki vanur að fá símtöl þegar hann var í vinnunni. Reyndar var hann ekki vanur að fá símtöl yfir höfuð. Hann færði höndina að símanum og tók hann upp. Hann hélt á símtólinu í smá stund og starði bara á það. Hann færði það hægt að eyranu á sér. Þetta var Þorlákur, stjórinn hans. Flestir kölluðu hann samt bara Tóta. Tóti var að hringja til að fá Magga inn á skrifstofu, hann vildi eiga við hann orð.
Maggi lét frá sér símtólið á borðið, ekki á símann. Hann stóð upp og gekk af stað, hann gekk hægt og var með frekar bogið bak. Hann gekk út langan gang og kom svo að stórum dyrum, þessar dyr voru dyrnar að skrifstofunni hans Tóta. Maggi bankaði hægt, hann heyrði að innan: “kom inn.” Maggi opnaði dyrnar og gekk inn. Þetta var stór skrifstofa en samt frekar tómleg. Það var bara eitt skrifborð, skápur og stórt fiskabúr.
Tóti bauð honum sæti og Maggi sast. Tóti fór að tala um það hvernig allir starfsmenn þyrftu að taka þátt í könnun, könnunin fólst í því að allir starfsmenn áttu að skila inn skýrslu um öll verkefni sem þeir gerðu og þannig væri hægt að meta mikilvægi hvers starfsmanns.
Magga leist ekki vel á þetta, hann gerði engin verkefni og yrði örugglega rekinn fljótlega.
Tóti hélt áfram að útskýra könnunina í smástund og svo sagði hann við Magga að hann mætti fara, Maggi sagði ekki orð og byrjaði bara að ganga út, Tóti sagði bless en Maggi gekk bara út. Tóti hristi hausinn á sér en fór svo aftur að vinnu sinni.

Í öðru húsi var annar maður, þessi maður var frekar lítill og leit út fyrir að vera mjög aumur. Hann var í bláum gallabuxum og í bol sem stóð á “kvennahlaup reykjarvíkur.” Hann leit út fyrir að vera mjög stressaður. Þetta var hann Geiri.
Geiri hafði búið allt sitt líf í Vesturbænum og á sínum yngri árum hafði hann verið lagður í einelti af öllum hinum krökkunum.
Þetta hús sem hann var í leit út fyrir að vera gamalt. Það var allt út í antik hlutum þarna inni. Tíminn var einhversstaðar á milli þess að vera kvöld og dagur.
Hann horfði bara út í loftið og leit á úrið sitt á um það bil fimmtán sekúndu fresti.
Allt í einu heyrðist í bíl fyrir utan. Nú sást það að maðurinn byrjaði að titra. Allt í einu heyrðist svo í einhverjum koma inn, og það var greinilegt að þessu manneskja var með lykla og var ekki að brjótast inn. Inn í herbergið sem maðurinn var, gekk risa stór kona. Þessi kona hét Anna, Anna var konan hans Geira. Anna var feit og með svart, slétt og sítt hár. Hún var með sígarettu og bjór í höndunum. Hún horfði illvitnislega á Geira. Sem sat skjálfandi í sófanum.
Hún gekk hratt að Geira, Geiri öskraði: “nei ekki.“ Anna hló bara. Anna hoppaði upp á hann og átti ekki erfitt með að rífa hann úr buxunum. Hún tók upp handjárn og handjárnaði Geira við ofninn.
Eftir smá tíma var hún búinn að nauðga Geira. Geiri lá hnipraður saman í sófanum, anna sat við hliðin á honum og kveikti sér í sígarettu.

Tóti var staddur á hóteli með leynilega kærasta sínum, honum Arnari. Arnar var með miklar krullur og með hár niður að augum. Þeir lágu upp í rúmi, berir að ofan og með sængina upp að mitti. Þeir höfðu verið saman í tvö ár og engin vissa af því að þeir voru saman.
Hótelið var tveggja stjörnu og herbergið sem þeir voru í var frekar lítið. Inn í því voru nokkur húsgögn en ekki mikið af þeim, stórt rúm, náttborð sitthvoru megin við það og lampi á einu náttborðinu.
Þar sem Arnar og Tóti lágu þá byrjaði Tóti að spyrja Arnar út í það hvort einhverjum gruni nokkuð um samband þeirra tveggja. Arnar reyndi að róa Tóta niður og sagði honum að það vissi örugglega engin neitt. Tóti hafði alltaf áhyggjur af ímynd sinni sem forstjóri, forstjórar áttu ekki að vera hommar. Arnar var alltaf á þeirri skoðun að Tóti ætti að viðurkenna að hann sé hommi en Tóti hélt fast í það að engin mætti vita þetta.
Tóti leit á klukkuna og fattaði það að hann þyrfti að fara. Hann kyssti Arnar og stóð upp. Hann byrjaði að klæða sig í fötin sín, kveður Arnar og gengur svo út. Arnar liggur en þá í rúminu og kveikir sér í sígarettu, óvitandi það að fyrir utan gluggann hjá honum var kona með upptökuvél.

Anna sat heima hjá sér, í eldhúsinu. Í eldhúsinu hjá henni var líka allt úr antik, það var frekar lítið en samt bara nokkuð huggulegt. Geiri var ekki heima.
Hjá Önnu sat önnur kona, þessi kona hét Begga. Begga var frekar feit, en samt ekki jafn feit og Anna. Hún Begga var með stutt, ljóst hár, með strípur í því og var með sígarettu í munninum. Það voru tveir bjórar á borðinu. Begga fór að forvitnast eitthvað um hvað Geiri segði gott, Anna svaraði með því að segja Beggu hvað hann vældi ótrúlega mikið og að það borgaði sig ekkert að eiga eiginmann. En Anna talaði ekki lengi um hann Geira, hún Begga hafði sagt að hún vildi sína Önnu eitthvað.
Anna spyr Beggu um hvað hún ætlaði að sína sér, Anna beið örvæntingarfull. Begga tekur upp Myndbandsspólu og þá kom stórt bros á munninn á Önnu.
Begga stakk Spólunni í tækið. Það var lítið sjónvarp fyrir ofan ískápinn. Á myndbandsskjáinn kom mynd þar sem Tóti og Arnar voru að stunda samfarir. Brosið á Önnu stækkaði, hún spurði hverjir þetta eiginlega væru. Begga svaraði með því að segja að þetta séu einhver gaur og Þorlákur sem á Aftra samsteypuna. Þær horfðu örlítið lengur, þangað til þeir voru búnir og þá heyrðist í þeim Tóta og Arnari tala um það að Tóti vill ekki að neinn viti þetta um þá.
Begga fór og ýtti á stopp og byrjaði svo að útskýra hvernig þær gætu fjárkúgað Tóta. Önnu leist mjög vel á þá hugmynd ákvað strax að vera með. Þær fóra að gera plön um hvernig þær ætluðu eiginlega að gera þetta.

Maggi sat í básnum sínum. Hann var í sömu fötum og hann var í áður nema hann var með grænt bindi í þetta skipti. Hann var að skrifa: “ég hata þennan heim” aftur og aftur á skjáinn.
Hann gerði þetta í smá stund og stóð svo upp. Hann gekk út sama gang og áður og þegar hann kom að dyrunum hans Tóta heyrði hann í Tóta að öskra eitthvað svo hann Maggi ákvað að hlera, hann setti hausinn við dyrnar og heyrði þá mjög vel það sem Tóti var að segja. Það hljómaði eins og Tóti væri að tala í símann, hann var mjög reiður. Allt í einu heyrði Maggi í Tóta öskra hátt og skýrt: “mér er alveg sama hvað hann segir, við erum að verða gjaldþrota. Hann verður bara að sætta sig við það. Við erum að fara á hausinn, fattaðu það ljóta rolla.” Það heyrist svo í Tóta lemja símanum í skápinn. Það líða tvær sekúndur og svo heyrist mjög skýrt að skápurinn dettur ofan á fiskabúrið. Eftir smá stund flæðir vatn undir dyrnar og á skóna hans Magga.
Maggi gekk hægt og rólega í burtu og Tóti stóð bara þarna rennandi blautur og fúll.

Geiri var hjá sálfræðingnum sínum, sálfræðingurinn var kona. Konan var mjög falleg, hún var í stuttu og svörtu pilsi. Konan var með gleraugu, í svörtum jakka, með svarta hárið sitt í hnút, í háhæluðum skóm og með litla skrifblokk og penna í höndunum.
Sálfræðistofan var frekar stór og mjög tæknileg í útliti, það voru nútískulegir pennar á borðinu og fullt af einhverjum skrítnum ljósum.
Hún sat í stól með eina löppina ofan á hinni, Geiri lá í sófanum við hliðin á.
Geiri var að segja henni frá draum sem hann hafði oft fengið síðan hann giftist Önnu. Í draumnum var hann að hlaupa frá risastórri önd á skriðbelti, en hann var í rauninni ekki að hlaupa heldur hélst hann alltaf á sínum stað á teppinu sem hann stóð á. Það er greinilegt að sálfræðingnum leiddist þessi frásögn. Þegar Geiri hafði lokið máli sínu þá spyr sálfræðingurinn hann ekki hvort þessi draumur sé ekki bar afsökun, hún fór að segja honum hvernig hann gæti alveg yfirgefið Önnu en Geiri vildi ekki fallast á það, hann var hræddur um að Anna myndi drepa hann.
Geiri byrjaði að gráta, sálfræðingurinn fór að tala um það að þau myndu bara byrja lágt og fara svo hærra og hærra. Hún sagði geira að taka mynd af Önnu og rífa hana. Geiri féllst á að gera það og þá var tíminn búinn.
Geiri stóð upp og þurrkaði af sér tárin. Hann gekk út, sálfræðingurinn tók þá upp sígarettu og kveikti í henni, sagði svo þreyttri röddu: “ aumingi.”

Maggi var að versla, hann var í stórri matvörubúð. Hann var í vinnufötunum sínum en það eina sem var öðruvísi var það að hann var með appelsínugult bindi.Hann var með stóra kerru. Hann gekk í smá stund og horfði allan tímann beint fram fyrir sig. Svo allt í einu stoppaði hann, hann tók einn osta pakka úr hillunni og setti hann í körfuna, hann horfði samt allan tíman fram. Hann hélt áfram að ganga.
Hann kom að búðarkassanum, þar var rauðhærður strákur að afgreiða. Strákurinn bauð Magga góða kvöldið, Maggi starði bara drungalega á hann. Strákurinn renndi ostinum í gegnum afgreiðsluborðið og sagði svo hálf stamandi: “hundrað tuttugu og níu krónur.” Maggi rétti höndina hægt fram og í henni var kortið hans. Strákurinn tók kortið, alveg skíthræddur, og renndi því í gegnum vélina. Smá stund leið og allan tímann starði Maggi á strákinn. Miðinn kom út úr vélinni, og strákurinn lét miðann ásamt kortinu á afgreiðsluborðið. Maggi krotaði eitthvað strik á miðann og gengur svo út án þess að taka kortið sitt, strákurinn kallaði á eftir honum en Maggi bara gekk áfram.

Tóti var á skrifstofunni sinni, hann sat bara og horfði fram. Hann var í gráum jakkafötum. Það var búið að taka til eftir óhappið með fiskabúrið en það var orðið alveg miklu tómlegra þarna inni.
Allt í einu hringdi síminn, Tóta brá alveg rosalega. Tóti tók upp símann og strax og hann setti tólið upp við hausinn á sér blasti við honum ekkert nema stunur, hann varð hissa en hlustaði samt í smá stund. Svo allt í einu hurfu stunurnar og kvenmansrödd byrjaði að tala, þetta var Anna. Hún sagði honum dimmri röddu: “ ef þú hlustar vel þá gætirðu kannski heyrt það að þessar stunur koma frá þér og Arnari.” Nú brá Tóta alveg rosalega. Hann hugsaði strax um það ef allir myndu fatta að hann væri hommi. Honum leið ekki vel. Anna hélt áfram að tala, hún sagði: “ ég er með spólu með þér og Arnari að ríða og ég veit að þú vilt að engin viti leyndarmálið þitt. Ég vil fá tíu milljónir, ég vil að þú farir niður á Austurvöll og skilur þar eftir poka með fénu í. Á morgun klukkan hálf þrjú.” Tóti sagði henni hvernig hann gæti aldrei náð slíkri upphæð á svona stuttum tíma og bað hann um viku í staðinn, Anna féllst á það og sagðist ætla að hringja í hann að viku liðinni.

Geiri sat heima hjá sér, sitjandi í sófanum, og var með mynd af Önnu í hendinni, hann skalf. Hann horfði lengi á myndina, skíthræddur um líf sitt ef Anna kæmi heim. Hann horfði aðeins lengur og ákvað svo að rífa. Hann reif myndina í tvennt, það var þögn í smá stund. Allt í einu kom lítið bros framan í Geira, í fyrsta skipti í langan tíma var hann hamingjusamur. Hann byrjaði að hlægja, hann hafði aldrei upplifað slíka hamingju. Hann fór í algert hláturskast og veltist um í sófanum.
Allt í einu heyrðist í einhverjum koma inn og þá fór brosið strax af Geira. Anna var kominn, hún horfði á Geira og brosti. Hún var með höndina á bak við bak. Geiri vissi alveg hvað var þarna á bakvið. Hún rétti fram höndina og í henni lágu handjárnin.
Anna nauðgaði Geira allt kvöldið og skemmti sér konunglega, auk þess var hún mjög hamingjusöm yfir samningnum milli Beggu, Önnu og Tóta. Sæluvíman hans Geira var hinsvegar búin.

Tóti og Arnar Lágu saman upp í rúmi, þetta er sama rúm og áður, á hótelinu.
Tóti átti mjög erfitt með að segja Arnari frá fjárkúgunarmálinu, en það endaði með að hann sagði Arnari frá því. Arnar var hissa en allir vissu að hann væri hommi svo honum var alveg sama þótt fólk myndi vita það en hins vegar var honum ekki sama um hann Tóta. Hann elskaði Tóta mjög mikið. Hann spurði hvað Tóti ætlaði eiginlega að gera. Tóti sagði honum þá frá því að Aftra Samsteypan væri að fara á hausinn og að hann ætti engan pening.
Allt í einu segir Tóti reiður: “ég hata guð fyrir að hafa gert mig svona.” Arnari brá og spurði: “kennirðu guði um?” já sagði Tóti þá “ ég tel mig hafa fullan rétt á því.” Arnar spurði þá: “skammastu þín svona mikið fyrir að vera hommi?” já svarar Tóti ”ég hata að vera hommi, fyrr dey ég heldur en að fólk fatti þetta.” Arnar stóð þá upp og byrjaði að klæða sig, hann leit út fyrir að vera reiður á svipinn. “ég hélt þú værir einn af góðu gaurunum en þú ert víst bara týpískur Íslenskur aumingi.” Arnar gekk út og skellti hurðinni á eftir sér. Tóta leið alls ekki vel núna, kærastinn hans var hættur með honum, það var verið að fjár kúga hann og fyrirtækið hans var að fara á hausinn.

Geiri var að ganga niður götu, hann var bara einn, það var ekki mikið af fólki í bænum enda var mjög hvasst. En Geira líkaði vel við vindinn, eiginlega bara því Önnu líkaði illa við hann. Hann gekk fram hjá byssubúð, hann stoppaði fyrir framan. Nú datt honum í hug að fá sér byssu, gæti það verið að það sé það sem hann þurfti. Hann gekk inn í búðina og byrjaði að skoða. Búðarmaðurinn, sem var frekar stór og feitur sköllóttur kall, gekk að honum og spurði hann hvort hann þyrfti einhverja aðstoð. Geiri var óvanur því að fólk aðstoðaði hann svo honum brá örlítið, hann spurði manninn hvort hann ætti nokkuð einhverjar litlar byssur til varnar, maðurinn hugsaði í smá stund og sagði svo: “OTs-03 SVU Groza.” Geira bregður við þetta langa nafn, búðarmaðurinn segir svo að þetta sé lítil varnar byssa sem hann gæti alltaf verið með á sér. Geiri hugsaði sig vandlega um og ákvað svo að kaupa byssuna. Honum leist ekkert á að láta Önnu vaða yfir sig allt sitt líf. Hann keypti byssuna og hún kostaði ekki mikið, en hann þurfti reyndar að bíða í viku eftir henni, en hann hugsaði bara: “ég hef beðið í þrettán ár og ég get alveg beðið í viku í viðbót.” Hann gekk út úr búðinni stressaður en samt hamingjusamur.

Tóti stóð fyrir utan banka, hann leit ekki vel út. Hann var í skítugum jakkafötum og með hárið allt út í loftið. Allt í einu tók hann upp grímu og setti á sig, þetta var gríma eins og svín í laginu. Hann tekur svo upp afsagaða haglabyssu. Hann hljóp svo inn í stóra bankann.
Það var ekkert af fólki í bankanum, nema ein afgreiðslu kona. Hann gekk hægt að afgreiðslunni, og sagði svo hátt og skýrt: “ég vil fá tíu milljónir eða þú deyrð.” Konan, sem var að mála sig í framan, fór að hlægja og hélt áfram að mála sig. Tóti starði á hana í fáeinar sekúndur og sagði svo: “ertu ekki að grínast, ég er að ræna þig.” Konan leit á hann og sagði: “ég veit, það eru kannski einhverjir peningar í rauðakross dollunni þarna.” Tóti öskraði á hana: “opnaðu helvítis kassann þinn.” Konan starði á hann og sagði svo: sérðu einhvern Kassa?” Tóti lítur á búðarkassann á borðinu og segir svo: “þú veist hvað i andskotanum ég á við, viltu fá skot í rassgatið á þér?” “Ef ég er hér og þú ert þarna og ég sit á stól, hvernig ætlarðu að skjóta mig í rassgatið?” sagði konan. ”láttu mig fá pening núna, eða þú deyrð” sagði Tóti og Konan sagði þá “ég get ekki látið þig fá pening, við erum að fara á hausinn.” Tóti starði á hana í smá stund og öskraði svo eins hátt og hann hugsanlega gat. Hann byrjaði að hlaupa út en þá kallaði konan á eftir honum: “ætlarðu nokkuð að loka á eftir þér?” Tóti hljóp út og lokaði á eftir sér.

Geiri lá hjá sálfræðingnum sínum. Hann var að segja henni hvað honum liði vel að hafa rifið myndina af Önnu. Sálfræðingurinn sagði honum þá að hann ætti að fara aðeins lengra og rífa einhverja peysu sem hún á, Geiri var smeykur í fyrstu en ákvað svo að gera það, hann yfir gaf sálfræðinginn tilbúinn að takast á við það að rífa peysuna hennar Önnu.

Maggi sat heima hjá sér, í stofunni. stofan hans var ekki stór, en það var mjög huggulegt. Það var frekar dimmt, vegna þess að veggirnir voru málaðir dökkgrænir á litinn og það voru engir gluggar. Það voru nokkuð margar myndir upp á vegg, allskonar myndir af bátum og fjöllum. Í stofunni var eitt eldgamalt sjónvarp, sófi, borð og nokkrar plöntur. Maggi var í vanalegu vinnufötunum sínum nema hann var með grátt bindi í þetta skiptið.
Hann Maggi sat fyrir framan sjónvarpið sitt og starði bara á það, það var spennumynd í gangi. Hann var með hníf í hendinni, nú var hann tilbúinn að gera aðra tilraun til að drepa sig. Hann setti hnífinn upp að púlsinum á sér.
Allt í einu gekk mamma hans inn með bakka í höndunum, á bakkanum voru smákökur og mjólkurglas. Mamma hans var gömul og með bogið bak eins og Maggi. Mamma hans setti bakkann á borðið fyrir framan hann, hún tók eftir hnífnum og sagði þá: “elsku Magnús minn, viltu ekki hætta þessu, þú gætir meitt þig” og svo gekk hún aftur inn í eldhús.
Maggi þrýsti hnífnum fastar að púlsinum en það byrjaði samt ekki að blæða. Allt í einu kom sprenging í spennumyndinni fyrir framan hann, þetta var stór sprenging. Maggi starði á sjónvarpið í smá stund og tók svo hnífinn frá púlsinum.
Hann setti hnífinn á borðið og tók upp eina smáköku, stakk henni svo í munninn.

Geiri sat heima hjá sér í stofunni. Fyrir framan hann var stór ullarpeysa. Hann starði á hana í smá stund og teygði hendurnar svo fram. Hann var alveg skíthræddur við það sem hann ætlaði að fara að gera, en honum fannst hann samt vera tilbúinn.
Hann tók peysuna í hendurnar og reyndi að rífa hana smá, það tókst ekki. Hann reyndi svo að rífa hana aðeins fastar en það tókst heldur ekki. Þá reyndi hann að rífa eins fast og hann hugsanlega gat en það tókst heldur ekki, þá varð Geiri alveg brjálaður og byrjaði að rústa allri stofunni.
Hann hafði aldrei skemmt sér svona vel, hann braut allt sem hann sá. Eftir að hann var búinn að rústa allri stofunni þá settist hann niður. Hann leit til hliðar og sá þar peysuna, órifna. Hann varð alveg hreint stjarfur.
Allt í einu heyrðist í Önnu koma inn. Anna gekk inn í stofu og sá þar Geira sitja í stofunni og allt í rústi í kring. Hún horfði í smá stund á hann og spurði hann svo reiðilega: “hvað gerðist hérna?”, hann starði bara á hana og sagði svo: “ég get útskýrt.” Anna sagði þá “litla rottan þin.” Hún tók upp handjárnin og gekk að honum.

Tóti var í skrifstofunni sinni að bíða eftir símtali frá Önnu og Beggu. Hann sat við skrifborðið sitt og hélt höndunum upp við hausinn á sér. Hann gat ekki hætt að hugsa um það ef heimurinn myndi fatta að hann sé hommi, hann vissi að hann myndi gera hvað sem er til þess að stoppa það.
Allt í einu var bankað á dyrnar, Tóti leit upp og sagði rólega: “hver er?” hann heyrði að hinum megin við dyrnar kom lítið: “þetta er ég.” Þetta var arnar. Tóti hleypti honum inn, Arnar sagði strax fyrirgefðu fyrir hvað hann var leiðinlegur um daginn. Tóti sagði strax að þetta væri allt í lagi. Þeir töluðu smá saman og Tóti sagði honum að hann ætti ekki að stoppa lengi, að hann væri að bíða eftir símtali frá kúgurunum. Þegar Arnar ætlaði að fara þá hringdi síminn. Þetta voru Anna og Begga, Rödd Beggu í símanum sagði strax: “breytt plan, við erum á leiðinni.” Tóta brá og þegar hann ætlar að segja Arnari að drífa sig í burtu þá var bankað á dyrnar. Arnar og Tóti frusu og stóðu þarna í smá stund, þeir störðu bara á dyrnar. Allt í einu heyrist bankað aftur á dyrnar. Arnar læðist að dyrunum og opnar þær mjúklega. Anna og Begga ruddust inn, með kúa grímur á andlitinu. Begga sagði þá strax: “nei, er það ekki bara hinn riðilinn á myndbandinu. Hvað er hann að gera hér?” Tóti svarði: ”hann á alveg jafn mikinn rétt á að vera hérna og ég, hann er líka á myndbandinu.” Þær féllust á það og spurðu Tóta svo hvar peningarnir væru. Hann var mjög hræddur en sagði þeim samt að fyrirtækið hans væri að fara á hausinn. Þær hlógu fyrst og sögðu honum bara að hætta þessu bulli, en svo þegar hann sagði þeim að þetta væri ekki bull þá breyttist svipurinn framan í þeim.
Þær urðu mjög fúlar við þetta en ákvoðu að láta þetta ekki eyðileggja kvöldið sitt svo Anna tók upp tvö handjárn.
Þær nauðguðu þeim allt kvöldið, þær leiktu sér að þeim eins og þeir væru dúkkurnar þeirra.
Þegar þær voru búnar að klæða sig í fötin sín og voru gangandi út ganginn á fyrirtækinu, fyrir utan skrifstofuna, kom Geiri með byssu í hendinni. Anna hlær, segir honum að hún sé með handjárnin og að hann ætti að hætta þessari vitleysu. Geiri miðaði byssunni að henni og sagði svo: “ ég þoli þetta ekki lengur”.
Hann skaut, skotið lenti í hálsinum á henni og eftir smá stund lá hún dauð á gólfinu. Begga var stjörf, hún stóð alveg grafkurr, Geiri miðaði byssunni að henni.
Tóti og Arnar voru en þá inn á skrifstofu að jafna sig, þeir höfðu aldrei upplifað jafnmikla píningu. Tóti varð allt í einu reiður á svipinn og sagði “ég líð ekki svona framkomu,” Arnar hafði aldrei séð þennan svip á Tóta áður. Hann hljóp inn í eldhúsið hjá fyrirtækinu og náði þar í stærsta hníf sem hann fann. Hann hljóp inn á ganginn, þar sem Geiri stóð og miðaði byssunni sinni að Beggu, hann stakk Geira í bakið. Hann hljóp svo beint að Beggu og stakk hana í hausinn, svo reif hann hnífinn úr hausnum á henni og það fossaðist blóð út um allt. Arnar kom hlaupandi fram og sá Tóta með hnífinn og allt blóðið. Þegar hann ætlaði að fara að spyrja hvað væri í gangi hljóp Tóti að honum og stakk hann í magann.
Allt í einu fattaði Tóti að hann hafði drepið fullt af fólki, þar á meðal kærastan sinn. Hann datt niður á hnén og byrjaði að gráta, hann hágrét og öskraði af sársauka. Hann lág og grét í öllu blóðinu með öll líkin í kringum sig. Á meðan tárin streymdu niður kinnar hans fór hann að hugsa um allt þetta og hvernig í óskopunum þetta gat endað svona. Allt í einu sprakk húsið, það var risastór sprenging og Tóti dó samstundis.
Maggi starði á logana, nýbúinn að sprengja húsið. Nú í fyrsta skipti í langan tíma var hann hamingjusamur.
Hann gekk í burtu frá húsinu, brosandi.

Endi
Ég heiti ekki gummi (og ekki heldur Guðmundur)…