Ég Rankaði við mér, Hmm.. Hvar var ég?? Hver var ég?? ég lá í sirkað tveggja metra háu búri og þriggja metra breiðu.
Eitthvað hafði gerst.. En Hvað??
Svart var allt í kringum mig en ég gat samt greint út búrið…
ég fann birtu koma á mig–Hvað var þetta?? Ég leit upp og sá stórt kastljós fyrir ofan mig..
Hvað er í gangi eiginlega???!! öskraði ég..
þá kviknuðu helling af ljósum og kom í ljós salur með löngum sætaröðum.
Þetta var eitthverskonar leikhús, en hvaða sýning var í gangi og af hverju er ég í búri á sviðinu ég leit niður og tók eftir að allur líkaminn var hvítur á löbbunum og ég var aðeins í nærbuxum.
Humm.. Kannski var þetta bara draumur, ekkert sérlega skemmtilegur en hann var heldur ekkert vondur.
Núna sá hann hurð opnast og streymdi inn hundum og köttum í jakkafötum og öll settust þau í sætti þarna voru strútar, hýenur, ljón, hundar, fuglar, kettir, hamstrar, kanínur og allt heila pakkið.
Herrar og frúr! Látum Sýninguna byrja kallaði Hamstur sem var fyrir hliðina á búrinu. hann var greinilega sviðstjóri.
hehe hugsaði ég með mér og hló.. þetta var greinilega draumur..
Þá fann ég þennan nístandi sársauka í bakinu og höndunum og ég lyftist upp og sá ég að það voru krókar inni í blá marinu skinninu og seytlaðist blóð útúr munninum á mér.
Það var greinilega verið að pynta mig fyrir þeirra skemmtun.
þessi sársauki var svo ógurlegur að það var bara ómannúðslegt. ég fann hvernig kalt blóð seytlaðist út úr mér og járnprik fór inn í bakið og út um magan, þetta var hræðilegur sársauki.
Loksins drógu þeir þetta járnprik út úr mér og komu tveir ísbirnir og drógu mig útúr búrinu ég labbaði í gegnum einhverskonar geisla og sárin fóru öll burt.
ég hélt að þeir hefðu loksins fundið það í hjarta sínu að þetta væri bara hræðilegt og viðbjóðslegt en neiiii… þeir drógu mig aftur inná sviðið.
Þótt að sárin væru horfin var sársaukin þar enn.
Þeir hendu mér upp í loftið (ísbirnirnir) og í alla áhorfenduna og sá ég hvernig slefandi kjaftar úlfa og tígrisdýra kom í áttina til mín,þeir rifu í skinið á mér og tættu það upp og toguðu út allar æðarnar og brutu öll bein í þessum líkama mínum sem var núna eins og illa steikt eplakaka að horfa á.
þarna lá ég dauður árið 3004, höfðu dýrin tekið við eftir ísöld og grófu upp alla úr ísnum sem voru lifandi og léku sér með þá.
Hvernig dýrin urðu svona gáfuð er allt önnur saga.