Palli var ekki einn í heiminum, en Palli var nokkuð annað, Palli var í stærðfræðilausum heimi.
Einn morgun um miðjan vetur vaknaði Palli, hann gekk út og sólin skein hátt á lofti. Palli lagðist í grasið og fletti bók, enn hvað lífið var dásamlegt. Hann fékk sér göngutúr og stoppaði við hjá kókhrúgunni sem var fyrir utan einn kofa. Hann greip sér tvær doldið stórar flösku, opnaði aðra þeirra og byrjaði að drekka. Kókið var gott og lífið var dásamlegt. Síðan fór Palli aftur heim, þar beið hans fallegasta kona sem hann hafði nokkurntíman séð með opinn bjór. Palla leið vel og lífið var dásamlegt. Palli hafði það gott þangað til Snati hljóp að honum og gelti, Palli brosti með sjálfum sér og sagði:,,Hæ Snati.“ Það fannst Palla skemmtilegt. Allt var í fínasta lagi og Palla leið vel.
Palla datt í hug að kíkja við í skólanum áður en hann mundi eftir því að það var ekki til neitt sem hét skóli. ,,Enn hvað ég er mikill bullukollur.” Hugsaði Palli. Palli hló og honum leið vel, enn hvað lífið var dásamlegt.
Skyndilega kom hrekkjusvín sem sagði:,,Pillaðu þér Palli.“ Síðan hló það. Palli hló með og sagði:,,Ha? Gleypa pillu mér?” Og svo hlógu þeir báðir:,,Ahahahaha!"
Palla leið vel og lífið var dásamlegt. Ekkert af þessum dásamlegheitum hefðu verið ef núllið hefði verið fundið upp.